Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 1. júlí 2011 3 breyta alveg til eftir að ég gaf út síðustu bók, Léttir réttir Hag- kaups. Ég fór því að læra bolla- kökugerð í London í fyrra og ákvað svo að miðla af þeirri frábæru reynslu gegnum námskeið hér heima, í samstarfi við Hagkaup. Vildi leggja mitt af mörkum til að gleðja aðra, með því að sýna hvað einföld athöfn eins og kökugerð getur haft mannbætandi áhrif. Bókin er framhald á því.“ Óhætt er að segja að Rikka hafi unnið bókina af heilum hug enda annálaður sælkeri. „Ég get ekki leynt því og finnst alveg jafn gaman að gefa öðrum kökur eins og að fá mér sjálf,“ viðurkennir hún og segir sérlega ljúft að baka handa sonunum tveimur, sem eru matgæðingar eins og móðir þeirra. Blaðamaður stenst þá ekki mátið og spyr hvort fleiri börn séu á leið- inni. „Nei, uppeldi á tveimur leik- skólabörnum meðfram fullri vinnu nægir mér alveg í bili,“ segir Rikka og brosir út í annað. „Ætli megi ekki segja að börnin hafi færst í bókarform, síðasta bókin kom út stuttu eftir að ég átti yngri strákinn og nú hefur „fjórða barn- ið“ litið dagsins ljós.“ Rikka ætlar svo að hvíla sig á ritstörfum í bili því í haust mun hún birtast aftur á skjám lands- manna með nýjan matreiðsluþátt. „Þar ætla ég að sýna hvernig á að búa til vinsæla þjóðarrétti. Ætla þó ekki að gefa of mikið upp að sinni en lofa að réttirnir verða spenn- andi og góðir.“ roald@frettabladid.is 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 40 g kakó 200 ml mjólk Hitið ofninn í 170°. Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í og hrærið. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við smjör- blönduna ásamt mjólkinni. Sprautið deiginu jafnt í formin og bakið í 16-18 mínútur. Súkkulaði- og karamellukrem: 500 g flórsykur 60 g kakó 1 egg 80 g smjör, brætt 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. salt 70 g Dumle-kar- amellur 3 msk. súkkulaðispænir Setjið flórsykur og kakó í skál og hrærið eggi og bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropum og salti. Bræðið karamellurnar í örbylgju og kælið. Hrærið þeim svo saman við kremið og kælið stutta stund. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með súkkulaðispæni. HIMNESKAR KARAMELLUKÖKUR 24 stk. Framhald af forsíðu Dagana 1. til 3. júlí verður haldið alþjóðlegt mót í rathlaupi í Reykjavík. Níutíu erlendir þátt- takendur hafa boðað komu sína. Rathlaup er stundum kallað hlaup hins þenkjandi manns. Það er stundað á opnum svæðum bæði innan borgarmarka og utan. Íþróttin er þannig lík víðavangs- hlaupi. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu og eiga með aðstoð þess að fara á milli stöðva sem merktar eru á kortið. Rathlaup gerir miklar kröfur til hlaupar- ans enda þarf hann að einbeita sér að því að rata rétta leið um leið og hann fer eins hratt og hægt er yfir svæði sem getur verið honum algjörlega ókunnugt. Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir alþjóðlegu móti í rathlaupi sem hefst í dag og lýkur á sunnu- daginn. Félagið var stofnað fyrir hálfu öðru ári og hefur að mark- miði að breiða út þessa nýju íþrótt á Íslandi. Keppnin hefst klukkan 18 í dag við Skothúsveg í miðbæ Reykja- víkur. Á morgun fer keppnin fram í Heiðmörk og við Vífilsstaðahlíð á sunnudaginn. Yfir níutíu erlend- ir þátttakendur hafa boðað komu sína auk fjölda Íslendinga. Nánari upplýsingar má nálgast á rathlaup.is - sg Keppt í rathlaupi Rathlaup er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi. Það snýst um að hlaupa á milli stöðva á sem skemmstum tíma með kort við hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI aada drykkirnir eru fyrst og fremst hugsaðir til heilsubótar. Þeir hafa á einstakan hátt hjálpað hundruðum einstaklinga sem glíma við ýmsa kvilla daglega MySecret leikurinn Kíktu inn á mysecret.is og taktu þátt í laufléttum leik þar sem þú átt kost á því að láta gott af þér leiða og fá umbun í staðinn Reynslusaga: Baráttan við aukakílóin auðveldari með því að drekka engiferdrykkinn aada Ég heiti Ingvi Már og er 21 árs og byr- jaði að drekka aada í september 2010 og fann strax mikinn mun á úthaldi, hef átt auðveldara með að vakna á morgnana og sef mikið betur en áður. Sætindalöngun er miklu minni og ég hef mun meiri orku yfir daginn og síðast en ekki síst þá hefur þetta hjálpað mér heilmikið í baráttu minni við aukakílóin. Ég sá hvað þetta var að gera mér gott þegar ég hætti í 2 mánuði að drekka aada. Ég á alveg örugglega ekki eftir að hætta að drekka aada aftur. Kær kveðja Ingvi Már Guðnason Baráttan við aukakílóin auðveldari með því að drekka engiferdrykkinn aada Blár: Inniheldur 6.5 % engifer. Mikið magn af andoxunarefnum, eru holl fyrir hjar- tað því þau vinna á slæma kólesterólinu. Turmeric er þekkt fyrir bólgueyðandi eigin- leika er sótthreinsandi og, hefur góð áhrif á gigt og liðagigt Rauður: Léttur aada er sá klassíski sem inni- heldur 6.5% engifer. Þessi aada er orðin vel þekktur fyrir virkni sína Grænn: Inniheldur 6.5% engifer.Getur haft áhrif á fitubrennslu líkamans, dregið úr matarlyst ásamt því að auka blóðflæði. Lemon balm virkar róandi á magann, mikið notuð við magakveisum tengdum kvíða og stressi, vindgangi, súrum maga, og ógleði Gulur: Sterkur aada innihel- dur 10 % engifer,hefur gert frábæra hluti fyrir hundruð íslendinga. Hann getur hjálpað til við meltinguna, ma- gasýrur, sogæðakerfið, bólgur, gigt, sykurfíkn, grunnbrennslu lík- amans og fleira Nánari upplýsingar á mysecret.iset.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.