Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 38
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is DÍANA PRINSESSA af Wales (1961-1997) fæddist þennan dag. „Fjölskyldan er það mikilvægasta í veröldinni.“ Nokkrir áfangar í sögu Alþingis hafa átt sér stað þann fyrsta júlí í áranna rás. Árið 1845 kom Alþingi saman til fundar í fyrsta sinn í Reykjavík eftir að starfsemi þess hafði legið niðri í rúma fjóra áratugi. Konungur hafði þá gefið út tilskipun þann 1. júlí árið 1843 þess efnis, að Alþingi skyldi endurreist. Á þessum fyrsta fundi í Reykjavík kom þingið saman í hátíðarsal Lærða skólans í Reykjavík sem nú er Menntaskólinn í Reykjavík og voru þingmenn 26 talsins. Hinn 1. júlí árið 1875 tók Alþingi til starfa sem löggjafarþing í samræmi við nýja stjórnarskrá. Jón Sigurðssoon var forseti neðri deildar og sameinaðs þings, en Pétur Pétursson biskup, var forseti efri deildar. Skiptingu þingsins í tvær deildir var haldið til ársins 1991. Hinn 1. júlí árið 1881 kom Alþingi saman í fyrsta sinn í nýbyggðu Alþingishúsi við Austurvöll. Bygging hússins hafði hafist rúmu ári áður. Heimild: Dagar Íslands. ÞETTA GERÐIST: 1. JÚLÍ ÁRÐ 1845 Alþingi kemur saman í Reykjavík „Þetta er stór og mikil sýning,“ segir Ragnheiður Þórs- dóttir, textíllistakona og formaður sýningarnefndar Textíl- félags Íslands, en félagið opnar þrjár sýningar á Akureyri á morgun: í Menningarhúsinu Hofi, Mjólkurbúðinni og Ketil- húsinu. Sýningin markar upphaf Listasumars á Akureyri. „Við ákváðum að setja upp yfirlitssýningu en Textílfélag- ið hefur aldrei sýnt hér á Akureyri áður. Það var kominn tími til, hér á Akureyri var vagga textíliðnaðar á Íslandi á árum áður,“ segir Ragnheiður en ullarverksmiðjan Tóvélar Eyjafjarðar tók til starfa árið 1897 og varð síðar að Klæða- verksmiðjunni Gefjuni árið 1907. Þá var Skinnaverksmiðj- an Iðunn stofnuð árið 1923 þar sem sútaðar voru gærur og rekin skó- og hanskagerð. Í Fataverksmiðjunni Heklu voru framleidd prjónaföt og einnig var starfrækt mokkaskinns- saumastofa á Akureyri um tíma og silkivefnaður. Á sýningunum sem verða opnaðar á morgun verður að finna prjóna- og fatahönnun, veflistaverk, tauþrykk, þæf- ingu, útsaum, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og margs konar óhefðbundin þráðlistaverk. Í félaginu eru 80 konur og taka 39 þeirra þátt í sýningunum. „Hönnunarhlutinn verður allur í Hofi en myndlistarhlut- inn í Ketilhúsinu og í Mjólkurbúðinni. Við byrjum opnunina í Gilinu klukkan 14 og færum okkur svo niður í Hof,“ segir Ragnheiður. „Guðrún Marínósdóttir, sem er elst af okkur sýnendum og ein af upphafskonum félagsins, opnar sýn- inguna formlega. Í Hofi mun svo nýjasti meðlimur félags- ins, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir syngja ásamt Hjörleifi Hjart- arsyni. Textílfélag Íslands var stofnað árið 1974 af nemendum og kennurum textíldeildar Myndlista- og handíðaskólans ásamt starfandi textíllistamönnum. Ragnheiður segir félagið vera að sækja í sig veðrið. Gróska sé í íslenskum textíl í dag og áhugi á félaginu að aukast. Á Akureyri eru átta starfandi félagskonur í Textílfélagi Íslands og segir Ragnheiður að lengi hafi staðið til að þær sýndu saman. „Við vinnum allar að okkar textíl hér og tökum þátt í sýningunni, þetta verður í fyrsta sinn sem við sýnum saman.“ Sýningin stendur yfir frá 2. til 17. júlí og er opin alla daga nema mánudaga, frá klukkan 13. til 17. heida@frettabladid.is TEXTÍLFÉLAG ÍSLANDS: OPNAR LISTASUMAR Á AKUREYRI MEÐ ÞREMUR SÝNINGUM HÉR VAR VAGGA TEXTÍLIÐNAÐAR UPPHAFSSÝNING LISTASUMARS Ragnheiður segir tíma til kominn að Textílfélag Íslands sýni á Akureyri, vöggu textíliðnaðar á Íslandi hér áður. MYND/HEIDA.IS Merkisatburðir: 1754 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ganga fyrstir manna á Snæfellsjökul. 1886 Landsbanki Íslands hefur starfsemi. 1928 Líflátshegning numin úr íslenskum lögum. 1931 Loftskipið Graf Zeppelin kemur til Reykjavíkur. 1957 Vilhjálmur Einarsson setur Íslandsmet í langstökki. 1986 Guðrún Erlendsdóttir skipuð hæstaréttardómari fyrst kvenna. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur, afi, langafi og bróðir, Arnór Pétursson Eskivöllum 3, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 28. júní sl., verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Magný Ósk Arnórsdóttir Þór Kristjánsson Sigrún Clausen Hreinn Sumarliðason barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Innilegar þakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónasínu Jónsdóttur Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Dvergabakka 32, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Geir Þórðarson Þór Geirsson Dagbjört Berglind Hermannsdóttir Örn Geirsson Vilborg Helga Júlíusdóttir Ásgeir Geirsson Ólöf Örvarsdóttir Okkar ástkæri sonur, bróðir og mágur, Sigvaldi Jóhannesson andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 29. júní. Útförin verður auglýst síðar. Kristbjörg Ólafsdóttir börn og tengdabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Guðbjörg Guðbrandsdóttir andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 28. júní. Útför auglýst síðar. Sigurður Þorkelsson Þorkell Sigurðsson Sigríður Ólafsdóttir Guðbrandur Sigurðsson Ásdís Þórbjarnardóttir Árni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, Margrét Helgadóttir frá Fossi á Síðu, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum þriðjudaginn 28. júní. Útförin verður auglýst síðar. Páll Helgason Fanney Helgadóttir Hjördís Helgadóttir Helga Helgadóttir Þórhallur Helgason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður, afa og langafa, Björns Guðmundssonar sem lést 13. júní á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Beykihlíð fyrir góða umönnun, Guð blessi ykkur. Guðný Björnsdóttir Ólöf Björnsdóttir Eyþór Jóhannsson Pálmi Björnsson Hjördís Hauksdóttir Magga Kristín Björnsdóttir Björn Snæbjörnsson Birna Björnsdóttir Helgi Helgason Guðmundur Björnsson Rósa Knútsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Guðríðar Helgadóttur Snorrabraut 56, áður Þórólfsgötu 8, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun. Guðrún Gestsdóttir Viðar Þorsteinsson Sigurlaug Gestsdóttir Fanney Gestsdóttir Páll Pálmason Kristján Gestsson Heiða Gestsdóttir Jón Kári Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Skarphéðinn Sigurðsson Úlfsbæ, Bárðardal, sem varð bráðkvaddur sunnudaginn 26. júní, verður jarðsunginn frá Þorgeirskirkju mánudaginn 4. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Þorgeirskirkju (upplýsingar í Sparisjóði S-Þing.). Guðrún Herbertsdóttir Grétar H. Skarphéðinsson Sigurður Skarphéðinsson Áslaug Kristjánsdóttir Kristján Skarphéðinsson Líney H. Skarphéðinsdóttir Þorvaldur Þórisson Hulda E. Skarphéðinsdóttir Ingólfur V. Ingólfsson Magnús Skarphéðinsson Sigurlína Tryggvadóttir Ásta Skarphéðinsdóttir Thorsten Werner og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.