Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 16
16 1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Þ eir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Lífeyrissjóðirnir hafa verið reiðubúnir að lána til stórframkvæmda á borð við tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar gegn því að veggjöld stæðu undir endurgreiðslum á lánunum, enda er lítið fé í ríkissjóði til stórfram- kvæmda. Einkaframkvæmd, þar sem veggjöld standa undir endur- greiðslum á fjármögnuninni, getur vissulega verið bráðsnjöll leið til að ráðast í samgönguframkvæmdir sem annars myndu þurfa að bíða lengi á teikniborðinu. Hvalfjarðargöngin eru prýðilegt dæmi um slíka framkvæmd hér á landi. En þau uppfylla fleiri skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að skynsamlegt og sanngjarnt sé að rukka veggjöld af ökumönnum. Göngin fólu í sér gríðarlega styttingu á fjölfarinni leið og ökumenn eiga val um aðra leið, þar sem ekki eru tekin veg- gjöld. Reyndar er það svo, ekki sízt eftir mikla hækkun elds- neytisverðs, að líklega er ódýr- ara fyrir flesta að fara göngin en að aka Hvalfjörðinn. Fleiri fram- kvæmdir gætu uppfyllt þessi skilyrði, til dæmis Sundabraut og göng undir Vaðlaheiði. Eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra benti á í grein hér í blaðinu fyrr í vikunni fela hugmyndir um breikkun veganna á Suðvesturlandi hins vegar ekki í sér neina styttingu og aðrar gjald- frjálsar leiðir eru ekki í boði. Bæði Félag íslenzkra bifreiðaeigenda og sveitarfélög suðvestan- lands hafa lagzt gegn veggjöldum og bent á að með þeim væri íbúum svæðisins mismunað. Þeir þyrftu þá einir landsmanna að borga fyrir dagleg afnot af vegunum – ofan á aðra skatta sem lagðir eru á bíleigendur, eins og bifreiða- og eldsneytisgjöld. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, fór mikinn á fundi Samtaka atvinnulífsins um samgönguframkvæmdir í fyrra- dag og gagnrýndi eftirmann sinn fyrir að drífa ekki í framkvæmd- um. Kristján sagði að aldrei hefði staðið til að bæta veggjöldum ofan á aðra skatta, heldur hefði átt að endurskoða alla gjaldtöku af bif- reiðum. Hvað á hann við með því? Væntanlega það sem hann sagði á þingi í fyrra, að taka bæri upp rafræna innheimtu af bifreiðum í gegnum gervihnött, þannig að menn yrðu rukkaðir eftir því hvað þeir ækju mikið og önnur gjöld féllu niður á móti. Það er alveg ágæt hugmynd og innanríkisráðherrann tók í grein sinni undir að það væri framtíðin. En gervihnattakerfið er bara ekki komið í loftið og allsendis óvíst hvenær slík gjaldtaka verður tækni- lega framkvæmanleg. Hún rímar því illa við „flýtiframkvæmdir“. Því hefur verið haldið fram að réttast væri að drífa bara fram- kvæmdirnar af stað og finna svo út úr því á framkvæmdatímanum hvernig skynsamlegast sé að rukka fólk fyrir afnot af vegakerfinu. Það er afleit hugmynd og líkleg til að enda með ósköpum. Afstaða innanríkisráðherra í málinu er því vel skiljanleg. Ef menn eru ekki búnir að finna út hvaðan peningar fyrir stórframkvæmdum í vegamálum eiga að koma og hvernig hægt er að haga gjaldtöku með sanngjörnum hætti er réttast að bíða með þær og vera ekkert að flýta sér. Ef ekki finnst sanngjörn leið til að fjármagna flýtiframkvæmdir við vegi á að bíða með þær: Gervihnattapólitík Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauð- lindir landsins verði nýttar með sjálfbær- um og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum árs- fundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtals- vert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast alger- lega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórn- valda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumót- un Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmuna- aðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinn- ar er að greina áhrif mismunandi mögu- leika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Lands- virkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarfram- kvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöf- unda sú að raforkuframleiðsla Lands- virkjunar geti haft umtalsverð efnahags- leg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmd- ir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arð- greiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforku- framleiðsla gæti orðið afar arðbær í fram- tíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland. Framtíð orkugeirans Orkumál Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar TILBOÐ Á HÁRSNYRTIVÖRUM 25% AFSLÁTTUR .......til 15. júlí MARIA NILA - I CARE Frábærar hársnyrtivörur á mjög góðu verði. Sjampó fyrir daglega notkun, sjampó sem gefur meiri fyllingu, sjampó fyrir Fást í lyfjaverslunum um allt land Sjálfráða Freyja lekur Kafbáturinn Freyja var sýndur blaða- mönnum við hátíðlega athöfn í gær í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Um er að ræða bát sem þar hefur verið hannaður og fer hann eftir helgi á sýningu í flotastöð bandaríska sjó- hersins í San Diego. Bandaríkjamenn hafa enda styrkt gerð kafbátarins. Ekki varð þó af sjósetningu í gær, þar sem skömmu fyrr hafði komið í ljós að blessaður báturinn lak. Vonandi er þetta fall fararheill fyrir íslensku hugvitsmennina en ekki dæmi um hriktandi stoðir hernaðarmátt- ar bandaríska sjóhersins. Latir íþróttaáhangendur Merkileg umræða á sér stað varðandi stöðubrot í tengslum við íþrótta- kappleiki. Svo virðist sem aðsókn að leikjunum sé bundin því að áhang- endur liða fái að leggja ólöglega. Skýrist það væntanlega af því að þeir vilji ganga sem styst til að horfa á hetjurnar sínar hlaupa. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Kleyfhuga þjóð Skoðanakannanir eru til margra hluta nytsamlegar og oft á tíðum er sagt að út úr þeim geti menn fengið nokkurn veginn hvað sem þá lystir. Allt fari eftir því hvernig spurningin er orðuð. Sú speki kemur upp í hugann þegar skoðanakannanir um afstöðu landans til aðildarviðræðna við ESB eru skoðaðar. Fréttablaðið hefur spurt um afstöðuna og orðað þá spurningu á þann veg hvort svarendur séu hlynntir því að ljúka viðræðum við ESB sem færu í þjóðaratkvæði. Því er meirihluti þjóðarinnar sammála. Í gær var birt könnun sem gerð var fyrir Heimssýn þar sem spurt hvar hvort svarendur vildu slíta viðræðum við ESB. Og nú vill meiri- hlutinn það. Svona eru kannanir áreiðanlegar. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.