Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 54
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR42 FÖSTUDAGSLAGIÐ „All of the Lights með Kanye West kemur mér í góðan fíling á föstudögum. Fyrir leiki eru það hins vegar Rammstein, Limp Bizkit og annað hart rokk.“ Kristinn Steindórsson, markahæsti leik- maður Pepsi-deildar karla. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það verður gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir popparinn Eyjólfur Kristjánsson. Hann verður heiðursgestur tón- listarhátíðarinnar Innipúkans um verslunarmannahelgina og stíg- ur þar á svið með hljómsveitinni Valdimar. „Þeir eru tiltölulega nýir í bransanum en ég er gamall „lord“. Ég er búinn að heyra mikið í þeim í útvarpinu og ég hef bara gaman af þeim,“ bætir Eyfi við. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann spilar á Innipúkanum. „Ég er annálaður útipúkamaður en ég er nýbyrjaður að vera í bænum um verslunarmannahelgina,“ segir Eyfi, sem spilaði lengi vel í Kerl- ingarfjöllum þessa helgi og síðar meir á Þjóðhátíð í Eyjum. Þar hefur hann ekki verið síðan 2007. Valdimar Guðmundsson, for- sprakki Valdimars, hlakkar til að syngja með Eyfa. „Eyfi er einn af þessum toppum í poppinu. Ég veit ekki hvernig ég mun tækla það ef ég fer að syngja með honum Nínu. Ég hef heyrt marga reyna að syngja það lag og mistakast hörmulega,“ segir hann og hlær. Síðasta ár var heiðursgestur Innipúkans sjálfur Raggi Bjarna sem hélt vel heppnaða tónleika með unglömbunum í Retro Stef- son og verður því forvitnilegt að fylgjast með samstarfi Eyfa og Valdimars. Eyfi varð fimmtug- ur í apríl og gaf af því tilefni út safnplötu og fór í tónleikaferð um landið. Innipúkinn fer fram í tíunda skipti í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina. Hátíðin teygir sig að þessu sinni yfir þrjá daga og fer fram föstudags- til sunnudagskvölds, dagana 29.-31. júlí, og verður Iðnó aðaltónleika- staðurinn. Miðasala hefst í dag á Midi.is. Meðal annarra flytjenda á hátíðinni verða Agent Fresco, Apparat, Jónas Sigurðsson, Skakka manage, Pascal pinon og Snorri Helgason. freyr@frettabladid.is EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON: VERÐUR GAMAN AÐ PRÓFA EITTHVAÐ NÝTT Lávarðurinn Eyfi tekur Valdimar undir sinn væng LEIÐA SAMAN HESTA SÍNA Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveitin Valdimar, með söngvarann Valdimar Guðmunds- son í fararbroddi, spila saman á Innipúk- anum. Ekki er ósennilegt að köflóttar skyrtur verði einkennisklæðnaður þessa óvænta bræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er pínulítið eins og að fara í sumarbúðir,“ segir Sólveig Arn- arsdóttir leikkona. Síðasta tvo og hálfan mánuðinn hefur Sól- veig verið á Gotlandi, lítilli eyju undan ströndum Svíþjóðar, við tökur á þýskum sakamálaþátt- um, Der Kommissar und Das Meer eða Lögregluforinginn og hafið. Um er að ræða tvær níutíu mínútna langar sjónvarpsmynd- ir sem byggðar eru á samnefnd- um bókum eftir sænska höfund- inn Mari Jungstedt. Leikkonan hefur ekki verið ein á tökustað, með henni eru maðurinn hennar og nýfætt barn. „Og það kippir sér enginn upp við það þegar ég þarf að gefa því að drekka á milli atriða.“ Þetta er sjötta árið í röð sem Sól- veig leikur í þáttunum en þeir hafa notið mikilla vinsælda í Þýska- landi. „Síðasti þáttur mældist til að mynda með yfir tuttugu pró- sent áhorf sem þykir nokkuð gott í 90 milljóna samfélagi.“ Þeir hafa jafnframt verið sýndir í öðrum þýskumælandi löndum eins og Austurríki og svo í Skandinavíu. Og leikkonan er orðin nokkuð fræg fyrir leik sinn í þýsku sjónvarpi, hún er stundum stoppuð úti á götu og beðin um eiginhandaáritun. Flestir þættir á þýskum sjón- varpsstöðvum sem ekki eru leikn- ir á móðurmálinu eru talsettir. Og þar sem lunginn úr leikara- liði þáttanna er frá Norðurlöndun- um eru þeir með þýskan talsetj- ara. Nema Sólveig, hún talar sína þýsku án nokkurrar utanaðkom- andi aðstoðar enda menntuð í Berl- ín og hefur verið með annan fót- inn þar. „Ég hef alltaf unnið mikið í Þýskalandi og það er frábært að geta unnið bæði þar og heima.“ - fgg Sólveig vinsæl hjá Þjóðverjum Í ÞÝSKUM SPENNUÞÁTTUM Sólveig Arnarsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna í þýsku sakamálaþáttunum Lögreglufor- ingjanum og hafinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Paul Potts, hinn heimsþekkti tenór úr Britain ś Got Talent, verður aftur gestur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í ár. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Fréttablaðið. Söngvarinn segir Potts hafa sleg- ið í gegn á tónleikunum í fyrra, fólk hafi risið úr sætum til að hylla hann. „Við fengum mikil og góð viðbrögð við frammistöðu hans, áhorfendur gjörsamlega elskuðu hann. Potts var líka alveg í skýjunum yfir viðtökun- um sem hann fékk, sendi okkur póst og lýsti því yfir að hann langaði að koma aftur.“ Og Björg- vin tók hann á orðinu. Fjórtán þúsund gestir sóttu Jólagesti Björg- vins í fyrra en þetta er fimmta árið í röð sem tónleikarn- ir eru haldn- i r. Björg- vin segir þá verða stærri í sniðum með ári hverju og ætlunin sé að gera enn betur í ár. „Þeir eru farnir að taka á sig mjög atvinnu- mannslegan brag.“ Björgvin er á fullu þessa dagana, hann er á leiðinni til Akureyrar með stórsveit í tilefni af sextugs afmæl- inu sínu en hugðist reyndar fyrst skella sér í hljóðver því söngvarinn er að taka upp plötu með hljómsveit sinni Hjartagosunum. Er ráðgert að hún komi út um miðjan júlí. „Ég hef sjaldan eða aldrei verið í betra formi.“ - fgg Potts aftur með Bó GÓÐUR DÚETT Paul Potts hyggst koma aftur til Íslands og syngja á Jóla- gestum Björgvins Halldórssonar í Laugardals- höll. Potts sló í gegn á tónleikunum í fyrra. „Það var heiður fyrir mig að taka þátt í þessu,“ segir borgarfulltrú- inn Gísli Marteinn Baldursson. Hann steig óvænt upp á svið með hljómsveitinni Skakkamanage á Bakkusi í fyrrakvöld og fór með rullu borgarstjóra í laginu Coloni- al. „Þau vissu að ég væri mikill aðdáandi sveitarinnar og að ég ætlaði á þessa tónleika og þau báðu mig um að leika borgarstjórann þeirra,“ segir Gísli Marteinn sem þekktist að sjálfsögðu boðið. Um er að ræða kafla í laginu þar sem söngvarinn Svavar Pétur Eysteins- son kallar á „herra borgarstjóra“ úr salnum og þá kemur þekktur einstaklingur upp á svið og tekur þátt í stuttum leikþætti. Aðspurður segist Gísli Marteinn reyna að fara á eins marga litla tón- leika og hann mögulega getur. „Ég er ekki mikið fyrir Eagles og svo- leiðis stóra tónleika með útlenskum númerum en litlir tónleikar með góðum íslenskum hljómsveitum finnst mér meiriháttar.“ Svavar Pétur úr Skakkamanage hefur áður fengið upp á svið kappa á borð við Grím Atlason, fyrrver- andi bæjarstjóra Bolungarvíkur, Árna Vilhjálmsson úr FM Belfast og listmálarann Davíð Örn Hall- dórsson. „Við erum búin að vera með bæjarstjóra og borgarstjóra- efnið Gísla Martein. Ætli þetta endi ekki á því að sjálfur borgar- stjórinn verði fenginn til að leika borgarstjórann,“ segir Svavar Pétur. „Við erum virkilega glöð yfir að hafa fengið Gísla Martein. Ef hann verður borgarstjóri held ég að hann geti þakkað okkur fyrir það.“ - fb Gísli Marteinn lék borgarstjóra UPPI Á SVIÐI Gísli Marteinn Baldursson uppi á sviði með Skakkamanage. Meðal annars efnis: Í landi sorpsins Urðunarstöðin á Álfsnesi veitir vísbendingar um lifnaðarhætti og breytt neyslumynstur Íslendinga. Rabbarbara núna Stiklað á stóru í sögu hins þrautseiga rabbarbara. Páll Óskar gæti stjórnað prinsa- og prinsessuskóla Elísabet Jökulsdóttir og Björn Bragi Arnarsson setjast á rökstóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.