Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 50
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is Nettóvöllur, áhorf.: 800 Keflavík Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–22 (2–11) Varin skot Ómar 8 – Haraldur 2 Horn 3–7 Aukaspyrnur fengnar 13–7 Rangstöður 1–4 VALUR 4–3–3 Sindri Snær Jensson 6 Jónas Tór Næs 7 Halldór K. Halldórs. 7 Atli Sv. Þórarinsson 7 Pól Justinussen 7 Haukur Sigurðsson 7 Guðjón Lýðsson 6 (55., Andri Stefáns. 6) Rúnar Sigurjónsson 8 *Arnar Sv. Geirs. 8 Jón Vilhelm Ákason 8 (84., Sigurbjörn Hre. -) Christian Mouritzen 7 *Maður leiksins KEFLAV. 4–3–3 Ómar Jóhannsson 8 Guðjón Antoníusson 5 Haraldur Guðmunds. 4 Adam Larsson 5 Brynjar Guðmunds. 3 (65., Goran Jovan. 5) Einar O. Einarsson 5 Andri St. Birgisson 4 (69., Arnór Trausta. 5) Hilmar Geir Eiðsson 4 Magnús Þorsteinsson 3 Jóhann B. Guðmund. 4 Guðmundur Steinars. 3 (84., Bojan Ljubicic -) 0-1 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (22.) 0-2 Pól Jóhannus Justinussen (60.) 0-2 Kristinn Jakobsson (5) BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON lék á einu höggi yfir pari, eða 73 höggum, á fyrsta degi á móti í Svíþjóð. Mótið er liður í Áskorendamótaröðinni. Alls taka 136 kylfingar þátt í mótinu og þarf Birgir Leifur að leika talsvert betur í dag ef hann ætlar að komast í gegnum niðurskurðinn. Pepsi-deild karla: Keflavík-Valur 0-2 STAÐAN: KR 8 6 2 0 17-6 20 Valur 8 6 0 2 11-4 18 ÍBV 8 5 1 2 11-6 16 Fylkir 8 4 2 2 13-11 14 FH 8 3 3 2 13-9 12 Stjarnan 8 3 2 3 12-13 11 Breiðablik 8 3 2 3 12-14 11 Keflavík 8 2 2 4 10-12 8 Þór 8 2 2 4 8-14 8 Grindavík 8 2 1 5 9-14 7 Víkingur 8 1 3 4 5-10 6 Fram 8 0 2 6 5-13 2 Evrópudeild UEFA: ÍBV-St. Patricks 1-0 1-0 Andri Ólafsson, víti (50.) ÍF Fuglafjörður-KR 1-3 1-0 Dánjal Á Lakjuni (8.), 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (22.), 1-2 Guðmundur Reynir Gunn- arsson (30.), 1-3 Baldur Sigurðsson (79.) 1. deild karla: BÍ/Bolungarvík-Selfoss 0-1 - Ibrahima Ndiaye. ÍR-Þróttur 0-1 - Sveinbjörn Jónasson. Fjölnir-Leiknir 4-3 Ágúst Þór Ágústsson, Ómar Hákonarson, Geir Kristinsson, Kristinn Freyr Sigurðsson - Pape Faye, Fannar Arnarsson 2. Grótta-ÍA 0-2 - Gary Martin, Arnar Már Guðjónsson. Upplýsingar frá fótbolti.net HM-kvenna: Kanada-Frakkland 0-4 - Gaetane Thiney 2, Camille Abily, Elodie Thomas. Þýskaland-Nígería 1-0 Simone Laudehr. ÚRSLIT TENNIS Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag. Hin rússneska Maria Sharap- ova lagði Þjóðverjann Sabine Lis- icki í tveimur settum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sharapova kemst í úrslit Wimble- don-mótsins síðan árið 2004 þegar hún sigraði á mótinu. Í síðari leik dagsins sigraði Tékkinn Petra Kvitova hina hvít- rússnesku Victoriu Azarenka í þremur settum. Kvitova er fyrsta örvhenta konan sem kemst í úrslit mótsins síðan landi hennar Martina Mavratilova, sem síðan þá var bandarískur ríkisborgari, komst í úrslit árið 1994. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram á laugardag. - ktd Wimbledon-mótið í tennis: Sharapova komst í úrslit FÓTBOLTI ÍBV vann í gær 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick‘s Athletic í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upp- hafi síðari hálfleiks. Eyjamenn áttu tvær góðar marktilraunir þar fyrir utan sem markvörður Íranna varði vel í bæði skiptin en þar fyrir utan var ógnun Eyjamanna lítil. Leikmenn St. Pat‘s fengu nokkur góð færi í leiknum, til að mynda skalla í slá auk þess sem að Eyjamenn björg- uðu einu sinni á marklínu. Fyrri hálfleikur var afar róleg- ur og lítið markvert sem átti sér stað. Eyjamenn voru langt frá sínu besta og það fína spil sem hefur einkennt liðið í sumar var víðsfjarri. Enda ákvað Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, að stokka upp og láta liðið spila 4-4-2 í seinni hálfleik. „Við lentum í vandræðum því við vorum að gefa langar sending- ar fram á völlinn. En um leið og við settum boltann niður á jörð- ina og fórum að láta hann ganga manna á milli mátti sjá að við erum með betra fótboltalið,“ sagði Heimir eftir leikinn. „Það þýddi lítið að spila þessum löngu boltum fram þar sem við erum með frekar lágvaxna leik- menn. Þeir eru hins vegar með tveggja metra menn í hverri stöðu og töpum við því alltaf á þannig spilamennsku.“ Írarnir náðu oft að skapa sér hættu með föstum leikatriðum – hornspyrnum, aukaspyrnum og jafnvel innköstum. „St. Patrick‘s er með sterkt lið og ef leikmenn fá að spila sinn leik þá eru þeir erf- iðir viðureignar. Þeir vilja gefa marga langa bolta fram á völlinn og eru með mikið af fyrirgjöfum,“ sagði Heimir. Eyjamenn sóttu ekki mikið síð- asta hálftíma leiksins og hleyptu Írunum ansi nálægt eigin marki. Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það verði að laga fyrir næsta leiik. „Það er ljóst að við þurfum að spila betur í seinni leiknum til að komast áfram. Þá getum við ekki leyft okkur að detta svona langt til baka,“ sagði Finn- ur. „Þeir áttu nokkur færi en þar fyrir utan fannst mér ekki stafa mikil hætta af þeim. En það sem er mikilvægast er að við unnum og náðum að halda hreinu sem verður að teljast mjög sterkt.“ Þjálfari St. Pat‘s, Peter Mahon, sagði að úrslitin hefðu verið sér vonbrigði. Hann reiknar þó með allt öðruvísi leik á Írlandi og ætlar hann liði sínu að komast áfram. „Við fengum færi til að skora og vinna leikinn. Ég hef engar kvart- anir yfir vítaspyrnudóminum enda fannst mér hann réttur. En að öðru leyti fannst mér þeir ekki skapa sér mörg færi í leiknum. Mögu- leikar okkar fyrir seinni leikinn eru góðir. Ég á von á allt öðruvísi leik og ég er sannfærður um að ef okkur tekst að skora snemma þá getum við unnið leikinn og kom- ist áfram.“ Heimir viðurkennir að 1-0 for- ysta sé ekkert sérlega mikið en er langt því frá búinn að afskrifa sína menn. „Við þurfum að vera einbeittari í seinni leiknum. Það var vandamál í dag, kannski af því að þetta var fyrsti Evrópuleikur- inn hjá langflestum af okkar leik- mönnum. Auðvitað er smá spenna í ungum mönnum fyrir svona leik en hún er vonandi farin og við getum spilað betur í seinni leikn- um á Írlandi.“ eirikur@frettabladid.is Þurfum að spila betur á Írlandi ÍBV fer með nauma 1-0 forystu í seinni leikinn gegn St. Patrick‘s Athletics í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Andri Ólafsson skoraði í gær eina mark Eyjamanna sem máttu þakka fyrir að hafa haldið hreinu í leiknum. EINBEITTUR Eiður Aron átti mjög fínan leik í vörn ÍBV í gær sem hélt hreinu gegn sterku írsku liði. Á neðri myndinni fagnar Þórarinn Ingi í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Valsmenn mættu mun ákveðnari til leiks í Keflavík í gær- kvöldi. Allar aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar voru þær bestu og Hlíðarendapiltar nýttu sér þær til hins ýtrasta. Þeir héldu boltanum á jörðinni og spiluðu honum vel sín á milli. Á miðjunni höfðu þeir öll völd og voru duglegir að nýta sér breidd vallarins með Jón Vilhelm og Arnar Svein í banastuði á könt- unum. Á sama tíma gekk hvorki né rak hjá Keflvíkingum. Þeir beittu löngum sendingum fram völl- inn sem ullu varnarmönnum Vals litlum vandræðum. „Þetta var þungt hjá okkur í kvöld, mjög þungt. Við áttum ekk- ert skilið. Þeir voru bara betri,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur. Í raun er ótrúlegt að Valsmenn hafi aðeins unnið tveggja marka sigur. Svo miklir voru yfirburðirn- ir. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Jóni Vilhelm í markteig Keflavíkur. Jón Vilhelm var við það að senda boltann í opið markið eftir að Ómar hafði varið skot Valsmanna en Guð- jón Árni braut á honum. Valsmenn rændir upplögðu marktækifæri og Kristinn Jak- obsson dómari leiksins hefði sam- kvæmt reglum leiksins átt að vísa Guðjóni Árna af velli. Sem betur fer fyrir Valsmenn skoraði Guð- jón Pétur úr vítinu og liðið leiddi með einu marki í hálfleik. Í síðari hálfleik var sama ein- stefnan og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Ómars Jóhanns- sonar í marki Keflavíkur hefði leiknum lokið með stórsigri Vals. Ómar varði margsinnis frá Vals- mönnum í dauðafærum og var langbesti leikmaður Keflavíkur í leiknum. Í raun sá eini sem sýndi hvað í honum bjó. „Já, það má segja að hann hafi reddað því að þetta hafi ekki verið burst. Við vorum aldrei inni í leiknum og ég man ekki eftir því að við höfum fengið færi,“ sagði Jóhann Birnir. Næsti leikur Kefl- víkinga er gegn KR í 8-liða úrslit- um Valitor-bikarins á sunnudag. Spilamennska eins og sást í gær- kvöldi mun duga þeim skammt í þeim leik. Valsarar geta hins vegar gengið virkilega sáttir frá leiknum. Þeir höfðu yfirburði á öllum sviðum frá fyrstu spyrnu til hinnar síð- ustu. Líklega besti leikur liðsins í sumar. „Mér leið vel eins og öllu lið- inu. Við vorum búnir að undir- búa okkur vel og þetta gekk full- komlega upp. Við gjörsamlega stjórnuðum þessum leik og áttum sigurinn skilið. Það er eiginlega ótrúlegt að hann hafi ekki verið stærri,“ sagði Arnar Sveinn Geirs- son sem var frábær í liði Vals. - ktd Valsmenn komnir í annað sætið og farnir að anda ofan í hálsmálið á KR eftir sterkan útisigur í Keflavík: Sprækir Valsarar yfirspiluðu Keflvíkinga KÁTUR Kristján Guðmundsson náði að leggja gömlu lærisveinana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.