Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 8
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR8 1. Hvað heitir nýsameinaður skóli Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla? 2. Hvar var í vikunni farið í skrímslarannsóknarleiðangur? 3. Hvar á Akureyri hefur Icelandair opnað nýtt hótel? SVÖR: 1. Klettaskóli. 2. Í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. 3. Við Þingvallastræti 23, þar sem áður var Iðnskóli Akureyrar. HEILBRIGÐISMÁL Tryggingastofn- un samþykkti umsóknir um gjald- frjálsar tannviðgerðir fyrir 1.056 börn tekjulágra foreldra. Ekki mun takast að ljúka viðgerð á tönnum allra þessara barna í sumar, að því er Teitur Jónsson, forseti tann- læknadeildar Háskóla Íslands grein- ir frá. Átaksverkefni velferðarráðu- neytisins er tímabundið og fer fram á tannlæknadeildinni í Læknagarði meðan hlé er á kennslu. „Það hefur ræst úr með þátttöku tannlækna í verkefninu en það mun ekki takast að klára allt sem þarf að gera áður en kennsla hefst í tann- læknadeild í lok ágúst og samn- ingurinn rennur út. Haldið verður áfram að minnsta kosti út næstu viku. Eftir sumarleyfi þurfum við svigrúm til þess að undirbúa deild- ina undir kennslu sem hefst í lok ágúst,“ segir Teitur. Ástandið á tönnum barnanna sem þegar hafa komið í skoðun hefur verið mjög mismunandi. „Þetta er allt frá því að vera minniháttar vandamál upp í afleita tannheilsu og miklar skemmdir. Það eru fjölda- mörg dæmi um að börn hafi komið með margar skemmdar tennur, jafn- vel 20 alls. Það eru einnig dæmi þess að draga hafi þurft fullorðins- tennur úr börnum.“ Átaksverkefnið nær til barna á aldrinum þriggja til 18 ára. „Það kemur mér eiginlega á óvart að fleiri tekjulágir skuli ekki hafa sótt um gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir börnin sín. Þetta eru 16 árgangar og í hverjum árgangi eru um fjögur til fimm þúsund börn,“ bendir Teitur á en alls var sótt um fyrir 1.335 börn. Hann telur að takast muni að skoða tennur meirihluta þeirra barna sem fengið hafa samþykki Tryggingastofnunar í sumar. Samningurinn um viðgerðirnar gildir til 26. ágúst. Þar sem ekki mun takast að ljúka tannviðgerðun- um fyrir þann tíma er óljóst hvern- ig þjónusta á þau börn sem standa út af. Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri í velferðarráðuneytinu, segir menn vera að huga að úrræðum. „Ráðuneytið er að skoða leiðir til að bregðast við þessu,“ segir hún. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú framlengt samning við tannlækna um forvarnarskoðanir þriggja, sex og 12 ára barna til næstu áramóta. ibs@frettabladid.is Ljúka ekki tannviðgerðum Samþykktar voru gjaldfrjálsar tannviðgerðir fyrir 1.056 börn á aldrinum þriggja til átján ára. Sótt um fyrir 1.335 börn. Afleit tannheilsa hjá mörgum barnanna. Ráðuneytið skoðar leiðir til þess að ljúka viðgerðunum. HJÁ TANNLÆKNINUM Gert verður við tennur barna í Læknagarði að minnsta kosti út næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Töluverðar breytingar hafa orðið á fæðu þorsks á Íslandsmiðum á síðasta aldar- fjórðungi. Minnkandi stofnar loðnu og rækju undanfarin tíu til fimmtán ár hafa valdið því að meðalþyngd þorsks hefur dregist saman síðustu tíu ár. Þetta eru niðurstöður rannsókna Ólafs K. Pálssonar og Höskuldar Björnssonar, sérfræðinga hjá Hafrannsóknastofnun. Ólafur og Höskuldur birtu nýverið grein í vefútgáfu tímarits Alþjóðahafrannsóknaráðs- ins (ICES Journal of Marine Science). Í grein- inni er fæðuvali þorsks lýst og gerð grein fyrir langtímabreytingum í áti hans frá 1981 til 2010. Hafrannsóknastofnun hefur rannsakað fæðu þorsks á Íslandsmiðum undanfarna þrjá áratugi. Þessar rannsóknir hafa einkum farið fram í mars, í árlegu togararalli frá árinu 1985, en einnig að haustlagi í haustralli frá 1996. Meginfæða þorsks öll árin sem rannsóknin nær til var loðna, rækja og ljósáta. Af þessum þremur fæðustofnun er loðnan þó langmikil- vægust, eins og fyrri rannsóknir hafa ítrekað sýnt. Verulegar breytingar hafa orðið á áti þorsks á tímabilinu, ekki síst í áti á loðnu og rækju en át á þeim hefur minnkað nokkuð á síðustu fimmtán árum. Rannsóknin sýnir að þorskn- um tekst ekki að bæta að fullu minna át á loðnu þegar loðnustofninn er lítill með áti á annarri bráð. Minni loðnustofn er því sennilega ein helsta skýring þess að meðalþyngd þorsks hefur lækkað undanfarin tíu ár. - mþl Minni loðnustofn á Íslandsmiðum veldur lækkandi meðalþyngd þorsks: Fæðuval þorsksins tekur breytingum ÞORSKAR Loðna er langmikilvægasta fæða þorsks en þar á eftir koma rækja og ljósáta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Mun fleiri fyrir- tæki voru tekin til gjaldþrota- skipta í maí í ár en í fyrra, 172 samanborið við 96 í fyrra, sam- kvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er um 79 prósent fjölgun á milli ára. Fyrstu 5 mánuði ársins hafa 699 fyrir- tæki orðið gjaldþrota, um 53 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Flest fyrirtækin voru í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð. Alls voru skráð 108 ný einka- hlutafélög (ehf.) í maí 2011. Það er þriðjungi minna en á sama tíma í fyrra þegar félögin voru 161. Flest félögin voru skráð í Fasteignaviðskipti. Alls hafa verið skráð 696 einkahlutafélög fyrstu fimm mánuði ársins, eða um sjö prósent færri en á sama tíma í fyrra. - kóp Færri nýskráð fyrirtæki í maí: Gjaldþrotum fjölgar um 79% Sími 552 4040 | www.utilegukortid.is | utilegukortid@utilegukortid.is AFL - Starfsgreinasamband Aldan stéttarfélag Bandalag Háskólamanna Blaðamannafélag Íslands BRÚ - Félag stjórnenda Drífandi stéttarfélag Efling stéttarfélag Eining - Iðja Fagfélagið Félag flugmálastarfsmanna ríkisins Félag iðn- og tæknigreina Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hljómlistarmanna Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Félag starfsmanna stjórnarráðsins Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri og nágrenni Foss - Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Hlíf Kennarasamband Íslands Kjölur Landssamband lögreglumanna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Lyfjafræðingafélag Íslands Matvís Póstmannafélag Íslands Rafiðnaðarsamband Íslands Samstaða Útilegukortið býður þér og fjölskyldunni þinni nær ótakmarkaðan aðgang að 42 tjaldsvæðum um allt land fyrir aðeins 14.900 krónur. SFR - Stéttarfélag í almannaþjónust Sjómannafélag Eyjafjarðar Sjómannafélagið Jötunn Sjúkraliðafélag Íslands Skjöldur - Starfsmannafélag Arion b Starfsmannafélag Dala- og Snæfell Starfsmannafélag Fjarðarbyggðar Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag ÍAV Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag N1 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Suðurnesja Stéttarfélag Vesturlands Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur Verkalýðsfélag Akraness Verkalýðsfélag Snæfellinga Verkalýðsfélag Suðurlands Verkalýðsfélag Vestfirðinga Verkstjórafélag Akureyrar Verkstjórafélag Austurlands Verkstjórafélag Suðurnesja VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna VR Vörður - Félag stjórnenda á Suðurlandi Þjónustuskrifstofa Stéttarfélaga á Suðurlandi Eftirfarandi stéttar- starfsmanna- og verkalýðsfélög niðurgreiða að hluta eða miklu leyti Útilegukortið til sinna félagsmanna. Kannaðu málið hjá þínu félagi. Kortið fæst hjá Íslandspósti eða í verslun Víkurverks Víkurhvarfi 6. Útilegukortið - ferðafélaginn þinn VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.