Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 10
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR Daglega heyrum við af efnahagslegum ógöng- um Grikkja og af reiðum almenningi sem mótmælir á götum Aþenuborgar. Frétta- blaðinu lék hins vegar for- vitni á að vita hvernig grískur almenningur upplif- ir þessar hræringar sem nú eiga sér stað. Matína Iriotú, blaðamaður hjá dagblaðinu Ta Nea, var til í að segja frá afleiðingum hremminganna sem landar hennar eru að takast á við. Endalok hins ljúfa lífs „Já, varstu hérna árið 2000,“ spyr Matína eftir stutta spjall. „Þú myndir nú aldeilis mæta breyttri þjóð ef þú kæmir hingað í dag. Árið tvö þúsund ríkti bjartsýnin ein hér í landi, Ólympíuleikarnir voru á næsta leiti og allir stóðu í þeirri meiningu að fjárhagurinn færi bara upp á við. Það er langt frá þeirri hryggðarmynd sem blas- ir við í dag. Fyrir það fyrsta hefur fólk ekk- ert á milli handanna þannig að fjöldi verslana hefur hætt rekstri og fjöldinn allur berst í bökkum. Það var grískur lífsstíll að borða úti og bregða sér út til að sötra kaffi eða vín hvenær sem færi gafst enda var það á flestra færi. Nú þegar meðallaun ríkisstarfs- manns eru um 700 evrur (116 þús- und íslenskra króna), og í einka- geiranum er þetta svipað, þá hefur enginn efni á því að borga 15 til 20 evrur (2.500 til 3.300 ísl.kr.) sem er verðið fyrir meðalmálsverð nú til dags. Veitingastaðir voru áður fyrr taldir tiltölulega öruggur rekstur en nú hefur fjöldanum öllum verið lokað og aðrir standa tæpt. Eins var tónlistar- og skemmtanaiðn- aðurinn afar stór hér á landi. Til eru margir afar stórir skemmti- staðir þar sem bestu listamenn landsins troða upp meðan gest- ir drekka og borða. Þessir staðir voru hér áður yfirleitt troðfullir fimm daga vikunnar en nú eru þeir einungis opnir á föstudags- og laugardagskvöldum. Þannig að þessar hremmingar bitna ekki bara á buddunni heldur breytir þetta þjóðarsálinni; Grikkir eru aðrir en þeir voru.“ Enginn öruggur nema tungu- málaskólinn Matína gefur þó ekkert fyrir þá hugmynd sem hún segir marga Norður-Evrópubúa hafa um Grikki; að þeir séu latir. „Þegar almenningur fór að lenda í krögg- um með lánin brugðust flestir við með því að fá sér aukavinnu til að ná endum saman, það var mjög algengt. En nú er atvinnulaus maður á hverju heimili og þeir sem eru í vinnu þakka bara guði sínum fyrir það. En skuldirnar fara ekkert. Þetta hefur líka þær afleiðingar að ungt fólk kemst ekki að heiman. Til dæmis er leigan á íbúðarkytru fyrir einn í meðalhverfi í Aþenu um 300 evrur (upp undir 70 þús- und íslenskra króna). Jafnvel þó bæði vinni úti þá er varla hægt að ná endum saman. Annað sem hefur breyst er að hér áður taldi fólk sig komið í öruggt skjól ef það var búið að fá fastráðningu hjá rík- inu eða var komið á eftirlaun. Nú eru launin hjá ríkinu orðin svo lág að það er heldur farið að blása í þetta skjól. Síðan er lífeyrir akurbænda, til dæmis, um 400 evrur á mánuði þannig að þó þeir búi í þorpum þar sem ódýrara er að lifa þá komast þeir varla af með þessa hungurlús. Það er sem sagt enginn öruggur lengur, það er veruleikinn sem við erum að takast á við núna.“ Hún nefnir þó einn geira sem enn hefur ekki fundið mikið fyrir kreppunni og má það dæmi telj- ast lýsandi fyrir hugsunarhátt Grikkja. „Flest grísk börn og ung- lingar ganga í tungumálaskóla eða nema eitthvað annað utan hins hefðbundna skóla. Það er eins og foreldrar vilji frekar svelta en að gefast upp á því að veita börnum sínum þessa aukamenntun. Tungu- málaskólar standa því ennþá veru- lega vel hér í landi þrátt fyrir allt.“ Umslagið alræmda Það er alkunna á Grikklandi að þeir sem slasast verði að greiða læknum undir borðið til þess að fá aðhlynningu við hæfi. Þetta er kallað „umslagið“. Matína segir umslagið þrífast víðar. „Ég hef aldrei á ævinni látið umslag af hendi rakna en ég veit þó vel að það eru í raun tvö kerfi í gangi. Það opinbera og það svarta. Fjöl- margir drýgja tekjur sínar með umslaginu og þeir sem sjá um eftir lit fá sjálfir umslag.“ Hún segir enn fremur að reiði Grikkja snúi ekki að sérstök- um stjórnmálaflokki heldur allri stjórnsýslunni í heild. „Skattkerf- ið er ósanngjarnt og síðan er eftir- litið í molum þannig að þetta er eins óskilvirkt og það getur orðið,“ segir hún. „En aðallega er almenn- ingi misboðið vegna blekkinganna. Nú erum við í aðstæðum sem eng- inn gat ímyndað sér fyrir tveim- ur árum þannig að fólki finnst það hafa verið blekkt og það sem við óttumst mest er að þessum blekk- ingaleik sé ekki lokið.“ Að lokum spyr blaðamaður hvaða lausnir hafi verið ræddar til að koma landinu aftur á kjölinn. „Við erum bara úti í straumþungu fljóti og náum ekki taki á árbakk- anum, það er fátt um lausnir þegar þannig er fyrir manni komið.“ Ég hef aldrei á ævinni látið umslag af hendi rakna en ég veit þó vel að það eru í raun tvö kerfi í gangi. Það opinbera og það svarta. FRÉTTAVIÐTAL: Matína Iriotú Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is Grikkland hið ljúfa við ginnungagapið MATÍNA IRIOTÚ Hremmingarnar í Grikklandi hafa víðtæk áhrif og hið ljúfa líf sem Grikkir voru þekktir fyrir verður nú að víkja fyrir bráðri neyð. Skattahækkanir upp á 14,1 milljarð evra Skattar hækka um 2,32 milljarða evra í ár, 3,38 milljarða á næsta ári, 152 milljónir árið 2013 og 699 milljónir árið 2014. Nýr stóreignaskattur lagður á og virðisaukaskattur hækkaður úr 19 prósentum í 23 prósent. Einnig lagður á hátekjuskattur og nýr skattur á arð fyrirtækja. Þá verður lagður sérstakur skattur á munaðarvörur á borð við snekkjur, sundlaugar og bifreiðar. Vörugjöld á eldsneyti, tóbak og áfengi hækka um þriðjung. Niðurskurður ríkisútgjalda upp á 14,3 milljarða evra. Laun ríkisstarfsmanna lækka um 15 prósent. Einungis verður endurráðið í stöður eins af hverjum tíu ríkisstarfsmönnum, sem hætta störfum á þessu ári, og eins af hverjum fimm næstu árin. Útgjöld til almannatrygginga lækkuð um ríflega milljarð evra á ári til ársins 2015. Lögbundinn eftirlaunaaldur hækkaður úr 61 ári í 65. Útgjöld til heilbrigðismála dregin saman um 310 milljónir evra á þessu ári og 1,81 milljarð evra samtals árin 2012 til 2015. Útgjöld til varnarmála dregin saman um 200 milljónir evra árið 2012 og síðan 333 milljónir evra árlega næstu þrjú árin. Skattahækkanir og niðurskurður Skuldirnar Gríska ríkið skuldar 350 milljarða evra eða nærri 150 prósent af þjóðarframleiðslu sinni. Þetta eru þó aðeins 3,7 prósent af sameigin- legri þjóðarframleiðslu allra ríkja evrusvæðisins. Atvinnuleysið Atvinnuleysi á Grikklandi er að nálgast 17 prósent og hefur aukist um meira en helming á einu ári. Í Evrópusambandinu er atvinnuleysi að meðaltali um 10 prósent, mest á Spáni þar sem það er 20 prósent. Ástandið Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Vodafone – með þér í sumar Ertu á leið í Grímsnesið? vodafone.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.