Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 44
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Bækur ★★★ Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Mál og menning Átakalítil ádeila Einar Már Guðmundsson hefur verið duglegur að gagnrýna samfélag sitt, sérstaklega eftir hrun. Hann hefur skrifað í blöð, talað á fundum og gefið út tvær bækur um þjóðmál frá hruni; Hvítbókina árið 2009 og nú Bankastræti núll. Í þeirri bók sem hér er til umfjöllunar kveður við kunnuglegan tón í gagnrýni Einars. Hann vefur saman minn- ingar úr fortíð, rifjar upp pólitík unglingsár- anna og fer jafnvel enn aftar í tíma og gamlir kunningjar eins og Dylan og Megas skjóta upp kollinum. Ekki laust við að um heims- ósómakveðskap sé að ræða. Einar Már er að mörgu leyti skarpur þjóðfélagsrýnir og víða bendir hann á brotalamir í samfélaginu, stjórnmálunum og fjölmiðlunum. Það er vel. Varla verður hins vegar sagt að sýn Einars sé frumleg eða flókin. Fjármálamenn og stjórnmálamenn fá á baukinn, skáldin og listamennirnir sjá hlutina réttum augum. Einari er tíðrætt um Icesave og samkvæmt honum snýst afstaðan til borgunar á þeim skuldbindingum um það hvort almenningur taki á sig skuldir fjárglæframanna. Einar spyr ekki sömu spurningar varðandi annað eftir hrunið; endurreist innlent bankakerfi til að mynda. Á honum er að skilja að Icesave skilji á milli feigs og ófeigs. Þá er Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn og þeir sem semja við hann vondu kallarnir og forsetinn hetja fyrir að leyfa þjóðinni að kjósa um Icesave. Auðurinn verður til í hinu einfalda lífi, gerviflækjur fjármálakerfisins eru ekki sönn auðsköpun, bóndinn og sjómaðurinn skapa auðinn. Oft á tíðum eru ábendingar Einars Más þarfar en stundum full mikil einföldun. En kannski er einföldun það sem við þurfum á þessum flóknu tímum gjörninga sem enginn skilur. Hugleiðingar Einars Más vekja mann til umhugsunar um ýmsa hluti og er þá ekki tilganginum náð? Hann bendir ekki á lausnir, þetta er meira eins og að sitja í fermingarveislu og hlusta á hugleiðingar um þjóðmál. Ágætt svo langt sem það nær en ekki endilega uppbyggilegt. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Ágætis hugleiðingar um hrunið og eftirmála þess. Fullmikil einföldun á ferð og lítið um lausnir, en áhugaverð lesning engu að síður. Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi hefur fært sig upp á skaftið sem ljósmynd- ari. Á dögunum hélt hann sýningu á Íslendingaslóð- um í Kanada og á laugar- dag opnar hann sýningu með landslagsmyndum úr Skorradal. Þótt bækur séu ær og kýr Jóhanns Páls Valdimarssonar útgefanda hefur hann verið virkur áhugaljós- myndari frá unglingsaldri. Á liðn- um árum hefur hann fengið útrás með höfundar- og kápumyndum á bókum Forlagsins. Nú hefur hann hins vegar stigið næsta skref og haldið sínar fyrstu einkasýning- ar. Sú fyrri opnaði í Manitoba í Kanada á sjálfan þjóðhátíðardag- inn, þar sem Jóhann sýndi portrettmyndir af íslenskum af höfundum og landslagsmynd- ir. Á laugardag opnar Jóhann Páll sína fyrstu einkasýningu hér á landi í Galleríi Fjósa- kletti að Fitjum í Skorradal. „Skorradalur hefur verið svo að segja mitt annað heimili undanfarin ár,“ segir Jóhann. „Ég hef tekið ótal myndir hér í dalnum og nágrenn- inu og tók saman úrval mynda sem verða til sýnis í allt sumar.“ Allur ágóði af sölu myndanna á sýningunni rennur til stuðnings á endurgerð Pakkhússins í Vatns- horni, elsta hússins í Skorradal. „Já, athugaðu að þetta er ekki bara montsýning fyrir mig,“ segir Jóhann og hlær. „Pakkhúsið á sér mjög merka sögu, kemur meðal annars mikið við sögu í bókinni Svipþing, endurminningum Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors. Húsið er mikil prýði fyrir sveitina og ég vona að þessi litla sýning mín komi að einhverju gagni við endur- gerð þess.“ Einungis verður seld ein prentun af hverri mynd. Spurður hvort hann sjái stund- um eftir því að hafa ekki tekið sér ljósmyndunina fyrir hendur frekar en útgáfuna, segir Jóhann svo ekki vera. „Bækurnar hafa alltaf átt hug minn allan en ljósmyndunin verið ástríðufullt áhugamál, sem hefur æxlast svo skemmtilega að það er orðið hluti af vinnunni.“ Sýning Jóhanns að Fitjum stend- ur til 10. september. bergsteinn@frettabladid.is Með augum útgefandans TANGÓHÁTÍÐ verður í hlöðunni á Stokkalæk. Tónlistarhópurinn Fimm í tangó spilar og dansarar frá Íslenska dansflokknum taka sporið. Aðgangseyrir er kr. 2.000, aðeins tekið við reiðufé. Hátíðin byrjar kl. 21.00 SKORRADALUR Á sýningunni má sjá myndir frá Skorradal og nágrenni. Ágóðinn af sölu myndanna rennur til endurgerðar Pakk- hússins á Vatnshorni. MYND/JPV JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Stilling hf. | Sími 520 8000 www.stilling.is | stilling@stilling.is Sjá nánar á: stil l ing.is/hjolafestingar ÞÚ SPARAR 2.595 TILBOÐ 11.400 VERÐ ÁÐUR 13.995 AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Hjólafestingar – ÞVÍ X ER EKKI NÓG! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU YKKUR SIRKUS SÓLEY S Ý N T Í T J A R N A R B Í Ó I Í J Ú L Í MIÐASALA Í TJARNARBÍÓI, Á MIÐI.IS OG Í SÍMA 527 2102 S I R K U S Í S L A N D S K Y N N I R NÆSTU SÝNINGAR föstudag (frums.) 1. júlí kl. 19:30 laugardag 2. júlí kl. 14 og 18 sunnudag 3. júlí kl. 14 og 18 miðvikudag 6. júlí kl. 18 fimmtudag 7. júlí kl. 18 föstudag 8. júlí kl. 18 laugardag 9. júlí kl. 14 og 18 sunnudag 10. júlí kl. 14 og 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.