Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 24
„Við ákváðum að segja sögur af öllu því stórmerkilega, skrítna og skondna sem veröld fuglanna býr yfir en vera ekki bara með upp- stoppaða fugla í skápum,“ segir Hjörleifur Hjartarson, forstöðu- maður Náttúrusetursins á Húsa- bakka í Svarfaðardal, um fjöl- breytilega sýningu sem verður opnuð þar í dag og nefnist Frið- land fuglanna. Hún er sérstak- lega sniðin að börnum en hæfir ekki síður fullorðnum og fjallar um fugla í öllum sínum marg- breytileika. „Sýningargestir eru ekki ein- ungis hlutlausir áhorfendur held- ur virkir þátttakendur,“ segir Hjörleifur. „Við tökum ekki allt of hátíðlega hina klassísku vís- indalegu flokkunarfræði sem hefur verið leiðarstef í náttúru- sýningum fram til þessa heldur leggjum að jöfnu eðlisfræðina og náttúrufræðina sem og þjóðsög- urnar, skáldskapinn og þjóðtrúna í kringum fuglana. Svo eru ýmis skemmtilegheit að fást við, það er til dæmis hægt að prófa að ganga á vaðfuglsfótum og gera einfaldar tilraunir sem útskýra mismunandi lifnaðarhætti fugla. Sem dæmi um atriði má nefna íslensku hænuna sem sett er á stall fyrir það að verpa fugla mest. Góð varphæna verpir 270 eggjum á ári og ársframleiðslunni er stillt upp í eggjabikurum af öllum gerð- um aftan við hana. Reyndar vant- ar okkur fleiri eggjabikara, þú mátt geta þess í blaðinu.“ Náttúrusetrið á Húsabakka er gestastofa fyrir Friðland Svarf- dæla sem stofnað var 1972 og nær yfir átta ferkílómetra svæði í dalbotninum. Á Húsabakka er fræðimannsíbúð og gisting en fuglasýningin verður hryggjar- stykkið í starfsemi náttúruseturs- ins. Hjörleifur kveðst hafa fengið hönnuðina Guðbjörgu Gissurar- dóttur og Jón Árnason til að setja sýninguna upp og þeir hafi skilað afar góðu verki. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 16 og verður svo opin alla daga í sumar milli klukkan 12 og 18. gun@frettabladid.is Margt skrítið og skondið Fuglasýning verður opnuð í dag klukkan 16 í Náttúrusetrinu að Húsabakka í Svarfaðardal. Hin vísinda- lega þekking er þar mikils metin og í gegn um leiki og skemmtilegheit verður hún eftirminnilegri en ella. Hænan er á stalli með ársafrakstur af eggjum. „Við leggjum að jöfnu eðlisfræðina og náttúrufræðina sem og þjóðsögurnar, skáld- skapinn og þjóðtrúna kringum fuglana,” segir Hjörleifur forstöðumaður á Húsabakka. Ólafsvíkurvaka verður haldin nú um helgina. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. Hátíðin hefst í kvöld með dorg- veiðikeppni, fótboltaleik eldri leikmanna, pyslupartíi og bryggjuballi. Nánari upplýsingar á skessuhorn.is. Skeifunni 3j - sími 553-8282 - www.heilsudrekinn.is Opið laugardaga og sunnudaga Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 24-35 kr. 4.795.- St. 24-35 kr. 4.795.- St. 23-33 kr. 4.395.- St. 24-35 kr. 4.795.- Grensásvegur 8 Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 SKÓ MARKAÐUR 10% 20% Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi 10% 20% Hamingjudagar verða haldnir í Hólmavík um helgina í sjöunda sinn. Þar er að venju margt í boði, allt frá ljósmyndasýningum og furðufataballi með sápukúluívafi til trommuhrings Karls Ágústs Úlfssonar og portrettmynda sem Tómas Ponzi teiknar af fólki á 20 mínútum. www.strand- abyggd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.