Fréttablaðið - 01.07.2011, Page 24

Fréttablaðið - 01.07.2011, Page 24
„Við ákváðum að segja sögur af öllu því stórmerkilega, skrítna og skondna sem veröld fuglanna býr yfir en vera ekki bara með upp- stoppaða fugla í skápum,“ segir Hjörleifur Hjartarson, forstöðu- maður Náttúrusetursins á Húsa- bakka í Svarfaðardal, um fjöl- breytilega sýningu sem verður opnuð þar í dag og nefnist Frið- land fuglanna. Hún er sérstak- lega sniðin að börnum en hæfir ekki síður fullorðnum og fjallar um fugla í öllum sínum marg- breytileika. „Sýningargestir eru ekki ein- ungis hlutlausir áhorfendur held- ur virkir þátttakendur,“ segir Hjörleifur. „Við tökum ekki allt of hátíðlega hina klassísku vís- indalegu flokkunarfræði sem hefur verið leiðarstef í náttúru- sýningum fram til þessa heldur leggjum að jöfnu eðlisfræðina og náttúrufræðina sem og þjóðsög- urnar, skáldskapinn og þjóðtrúna í kringum fuglana. Svo eru ýmis skemmtilegheit að fást við, það er til dæmis hægt að prófa að ganga á vaðfuglsfótum og gera einfaldar tilraunir sem útskýra mismunandi lifnaðarhætti fugla. Sem dæmi um atriði má nefna íslensku hænuna sem sett er á stall fyrir það að verpa fugla mest. Góð varphæna verpir 270 eggjum á ári og ársframleiðslunni er stillt upp í eggjabikurum af öllum gerð- um aftan við hana. Reyndar vant- ar okkur fleiri eggjabikara, þú mátt geta þess í blaðinu.“ Náttúrusetrið á Húsabakka er gestastofa fyrir Friðland Svarf- dæla sem stofnað var 1972 og nær yfir átta ferkílómetra svæði í dalbotninum. Á Húsabakka er fræðimannsíbúð og gisting en fuglasýningin verður hryggjar- stykkið í starfsemi náttúruseturs- ins. Hjörleifur kveðst hafa fengið hönnuðina Guðbjörgu Gissurar- dóttur og Jón Árnason til að setja sýninguna upp og þeir hafi skilað afar góðu verki. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 16 og verður svo opin alla daga í sumar milli klukkan 12 og 18. gun@frettabladid.is Margt skrítið og skondið Fuglasýning verður opnuð í dag klukkan 16 í Náttúrusetrinu að Húsabakka í Svarfaðardal. Hin vísinda- lega þekking er þar mikils metin og í gegn um leiki og skemmtilegheit verður hún eftirminnilegri en ella. Hænan er á stalli með ársafrakstur af eggjum. „Við leggjum að jöfnu eðlisfræðina og náttúrufræðina sem og þjóðsögurnar, skáld- skapinn og þjóðtrúna kringum fuglana,” segir Hjörleifur forstöðumaður á Húsabakka. Ólafsvíkurvaka verður haldin nú um helgina. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. Hátíðin hefst í kvöld með dorg- veiðikeppni, fótboltaleik eldri leikmanna, pyslupartíi og bryggjuballi. Nánari upplýsingar á skessuhorn.is. Skeifunni 3j - sími 553-8282 - www.heilsudrekinn.is Opið laugardaga og sunnudaga Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Góðir skór á börnin www.xena.is St. 24-35 kr. 4.795.- St. 24-35 kr. 4.795.- St. 23-33 kr. 4.395.- St. 24-35 kr. 4.795.- Grensásvegur 8 Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 SKÓ MARKAÐUR 10% 20% Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi 10% 20% Hamingjudagar verða haldnir í Hólmavík um helgina í sjöunda sinn. Þar er að venju margt í boði, allt frá ljósmyndasýningum og furðufataballi með sápukúluívafi til trommuhrings Karls Ágústs Úlfssonar og portrettmynda sem Tómas Ponzi teiknar af fólki á 20 mínútum. www.strand- abyggd.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.