Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18
18 1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið sam- ræmast hugmyndum um hvern- ig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dóms- kerfi í landinu en tvö. Það vald að ákæra ráðherra er nú lagt í hendur þingmönn- um, sem standa þá frammi fyrir því að ákveða hvort fyrr- verandi samstarfsfélagar, sam- herjar og andstæðingar þeirra eigi að vera sóttir til saka fyrir embættisbrot og hugsanlega fara í fangelsi. Það ber ekki að skilja sem svo að þeim sé að slíkri ákvarðanatöku einhver vorkunn; þingmönnum er ekki vorkunn að neinu, þeir velja sér starfsvettvang. Hins vegar má eðlilega efast um hvort þingmenn séu til þessa verks hæfastir og líklegasta svar- ið við þeirri spurningu er nei. Á sama hátt og ef sækja ætti mál á hendur dómara væri það vond hugmynd að láta kaffi- stofufélaga hans til margra ára dæma í málinu. Mun hyggilegri leið væri að láta þingið eða nefnd á þess vegum heimila, eða jafn- vel fyrirskipa, rannsókn á því hvort ráðherra hefði brotið af sér í starfi. Það væri svo í höndum sérstaks saksókn- ara, eða jafnvel einfaldlega ríkissaksóknara, að rannsaka málið og höfða málsókn ef hann sæi ástæðu til þess. Það verður nefnilega ekki vel séð hvers vegna þörf er á sérstöku ákæruferli og ákæruembætti þegar kemur að brotum tiltek- inna embættismanna ríkisins. Ekki þykir ástæða til að búa til sérstakt réttarkerfi fyrir þingmenn eða dómara. Enda má eðlilega spyrja sig hvort slík ad-hoc saksóknaraembætti séu virkilega líklegust til að ná þeim árangri sem af þeim er ætlast. Með nákvæmlega sama hætti má velta upp þeirri grundvall- arspurningu hvort hyggilegt sé að koma upp sérdómstól, úrskurðum hvers verður ekki áfrýjað, fyrir þessa einu tegund dómsmála. Það er vart nauð- synlegt. Venjulega dómskerfið okkar hefur getað dæmt þingmenn til fangelsisvistar, vikið dómurum úr embætti og úrskurðað að lög sem Alþingi hefur sett brjóti í bága við stjórnarskrá. Ekki verður séð hvers vegna það ætti ekki að ráða við að skera úr um hvort ráðherrar hafi brotið lög um ráðherraábyrgð. Af fimmtán dómurum Lands- dóms eru sjö hæstaréttardóm- arar og átta kjörnir af Alþingi. Þessi uppsetning á sér, líkt og svo margt annað í íslenskri stjórnskipan, norræna fyrir- mynd. Danski Ríkisrétturinn er skipaður þrjátíu dómurum, þar af er helmingur þingkjör- inn. Þetta fyrirkomulag á rætur sínar að rekja til konungs- veldisins og átti á sínum tíma að styrkja vald þingsins gagn- vart embættismönnum kon- ungs. Í seinni tíð hafa þau rök verið notuð að þingkjörnu full- trúarnir geti lagt mat á hinar pólitísku hliðar málsins þegar meta á hvort ráðherrar hafi brugðist skyldum sínum. Þeir séu því svipaðir kviðdómend- um eða sérfróðum meðdóms- mönnum. Það verður þó ekki séð að í gegnum tíðina hafi þeir sem valdir hafi verið í Lands- dóm endilega búið yfir mikilli reynslu af stjórnmálum eða haft sérstaka innsýn í pólitísk störf ráðherra. Og án þess að það sé eini mælikvarðinn þá virðist ekki vera sem sakborn- ingurinn í Landsdómi virðist telja að þingkjörnu fulltrúarnir tryggi sérstaklega réttaröryggi sitt. Dómum Landsdóms verður ekki áfrýjað, sem er ekkert sér- stakt út frá mannréttindasjón- armiðum. Raunar ber að taka það fram að Mannréttindadóm- stóll Evrópu hefur dæmt á þá leið að landsdómsfyrirkomulag- ið eins og það er sett upp í Dan- mörku gangi upp. En þótt eitthvað haldi vatni þýðir það ekki að það sé gott. Eða að ekki sé hægt að gera það sama mun betur. Ekkert er athugavert við það að sett séu lög um ábyrgð ráð- herra eða annarra embættis- manna og að fyrir brot á þeim lögum geti menn verið sóttir til saka og dæmdir. Hins vegar væri hreinlegra og heppilegra að um þau mál giltu sömu regl- ur og um brot á öllum öðrum lögum, þannig að rannsakað, saksótt væri innan sama rétt- arkerfisins og ef um um önnur brot væri að ræða. Það þarf ekki sérstakt dómskerfi fyrir eina tegund lögbrots eins hóps manna. Dómskerfi nr. 2 Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Það vald að ákæra ráðherra er nú lagt í hendur þingmönnum, sem standa þá frammi fyrir því að ákveða hvort fyrrverandi samstarfsfélagar, samherjar og and- stæðingar þeirra eigi að vera sóttir til saka fyrir embættisbrot og hugsanlega fara í fangelsi. Á mánudaginn 27. júní síðastlið-inn urðu tímamót í því ferli sem hófst þegar Alþingi Íslend- inga samþykkti að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Þá hófust eiginlegar aðildarviðræður um fyrstu fjóra samningskaflana. Viðræðurnar fóru vel af stað því þegar á fyrsta degi var lokið viðræðum um tvo kafla, menntun og menningu, og um vísindi og rannsóknir. Mikilvæg málefnasvið Þessir samningskaflar fjalla um mikilvæg málefnasvið á Íslandi því hér sem annars staðar leggja menntun og menning, vísindi og rannsóknir grunninn að framþró- un, fjölgun starfa, sköpun verð- mæta og samfélagslegri velferð. Í gegnum EES-samstarfið hafa Íslendingar átt hlutdeild í sam- vinnu Evrópuríkjanna á þessum sviðum í gegnum áætlanir ESB. Þúsundir íslenskra kennara, nemenda, vísindamanna og ung- menna hafa á sl. 17 árum tekið virkan þátt í rannsóknaverkefn- um, nemenda- og kennaraskipt- um, skólaheimsóknum, samstarfi um þróun námsefnis og í marg- víslegu menningarsamstarfi svo dæmi séu nefnd. Aðild að ESB myndi treysta enn frekar þessa samvinnu. Aukinn skilningur Á síðustu sjö mánuðum hafa sér- fræðingar Íslands og Evrópusam- bandsins borið saman bækur um lög og reglur í mismunandi mála- flokkum til að afmarka betur hvað semja þarf um. Í þessari rýni- vinnu hefur komið í ljós að Ísland stendur vel að vígi. Í gegnum þátttöku okkar í EES- og Schen- gen-samstarfinu höfum við þegar tekið upp í íslensk lög meirihluta af þeim lagaköflum ESB sem nú eru til umræðu. Af aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum, Atlants- hafsbandalaginu, EFTA, Evrópu- ráðinu og ýmsum svæðisbundnum samtökum leiðir að löggjöf okkar og hefðir eru um flest afar lík því sem gerist hjá Evrópusambands- ríkjunum. Sú staðreynd að sér- fræðingar okkar hafa uppskorið lof af hálfu framkvæmdastjórnar ESB fyrir þekkingu og fag- mennsku er sömuleiðis gott vega- nesti inn í viðræðurnar. Í gegn- um þessar viðræður hefur verið safnað saman og gerð grein fyrir umfangsmiklum upplýsingum um íslenska löggjöf á lykilsviðum samfélagsins og hefur þessi vinna m.a. aukið skilning viðsemjenda okkar á stöðu íslensks samfélags meðal Evrópuþjóða. Vandasamar viðræður En þó að löggjöf Íslands og ESB sé um margt lík er engu að síður verk að vinna í þeim málefnasvið- um sem standa utan EES-samn- ingsins, einkum í sjávarútvegi, landbúnaði, í byggða- og atvinnu- málum og að hluta til í umhverf- ismálum. Það verður ekki auðvelt að ná fram hagfelldri niðurstöðu í öllum þessu málaflokkum og það mun krefjast atorku og útsjónar- semi að sannfæra Evrópusam- bandsríkin 27 um að Ísland þurfi að fá fram ákveðnar sérlausnir sem taki tillit til aðstæðna hér. Samninganefnd Íslands og þeir samningahópar sem vinna með henni vinna nú hörðum höndum að því að móta ítarlega samnings- afstöðu Íslands á grunni samn- ingsmarkmiða Alþingis og líta til fordæma fyrir sérlausnum í aðildarsamningum annarra ríkja. Ekki er samið um alla samnings- kaflana 35 samtímis heldur velt- ur það á framvindu undirbúnings bæði hér heima og í Evrópu hvaða kaflar eru opnaðir og í hvaða röð. Þátttaka hagsmunaaðila Það skipulag sem sett var á fót í upphafi aðildarferlisins og lagt var upp með í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis hefur reynst vel. Í samninganefnd Íslands eiga sæti 18 einstakling- ar, níu karlar og níu konur. Undir samninganefndinni starfa tíu samningahópar um einstök mál- efnasvið. Fulltrúar stjórnsýsl- unnar, stofnana, hlutaðeigandi hagsmunaaðila og frjálsra félaga- samtaka eiga sæti í samningahóp- unum og hafa tekið virkan þátt í efnislegum undirbúningi fyrir samninga um mál sem þau varða. Fulltrúar sjómanna og útvegs- manna eiga t.d. sæti í samninga- hópi um sjávarútvegsmál, fulltrú- ar bænda og neytenda eiga sæti í samningahópi um landbúnað- armál og fulltrúar sveitarfélaga eiga sína fulltrúa í hópnum um byggðamál og atvinnuuppbygg- ingu. Þetta tryggir breiða þátt- töku í því veigamikla verkefni sem aðildarviðræður við Evr- ópusambandið er. Alþingi gegnir einnig lykilhlutverki í öllu ferl- inu, þar sem fjallað er um allt sem formlega er lagt fram í viðræðun- um af Íslands hálfu með viðeig- andi hætti innan þingsins. Lokaorð Hlutverk okkar í samninganefnd- inni er skýrt: Að ná sem bestum samningi fyrir Ísland. Okkar er einnig að tryggja að samninga- ferlið sé opið og gegnsætt. Við munum áfram tryggja að öll við- eigandi gögn og upplýsingar sem tengjast aðildarviðræðunum séu aðgengilegar á heimasíðu við- ræðnanna þannig að allir Íslend- ingar geti kynnt sér málin af eigin raun og myndað sér skoðun. Þar má nú t.d. finna samningsafstöð- ur Íslands í þeim köflum sem við- ræður hófust um í vikunni. Þegar samningar hafa náðst og niður- staðan liggur fyrir mun íslenska þjóðin eiga lokaorðið í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þangað til munum við standa þétt saman um hags- muni Íslands í þessum samninga- viðræðum. Samningavið- ræður hafnar ESB-aðild Stefán Haukur Jóhannesson formaður samninganefndar Íslands Björg Thorarensen varaformaður samninganefndar Íslands Þorsteinn Gunnarsson varaformaður samninganefndar Íslands | | AFMÆLISTILB OÐ TAKMARKAÐ MAGN Ferðabox ÞÚ SPARAR 10.000 14.000 14.000 10.000 12.000 UPPSELT UPPSELT AF NETINU Loks friður og jafnrétti í VG? Á undanförnum misserum hefur ekki ríkt mikill friður og jafnrétti í VG. Þessu ætlar nýr formaður Ungra vinstri grænna greinilega að breyta. Í frétt visir.is segir um hinn nýja formann UVG: „Snærós leggur í sínu starfi mesta áherslu á friðarmál og jafnréttismál, og finnst blasa við að aukið jafnrétti leiði til aukins friðar og öfugt.” Ég óttast að það verði á brattann að sækja hjá Snærósu við að tryggja frið og jafnrétti innan VG. En ég óska henni allra heilla í erfiðu starfi. http://blog.eyjan.is/hallurm/ Hallur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.