Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 4
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 30.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,0729 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,22 114,76 182,68 183,56 165,26 166,18 22,153 22,283 21,259 21,385 18,029 18,135 1,4198 1,4282 182,68 183,76 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is MENNTUN Sjóður utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna styrkir kafbátaverkefni í Háskólanum í Reykjavík (HR) um fimm milljónir króna. Kafbáturinn Freyja fer eftir helgina til að taka þátt í alþjóðlegu kafbátakeppninni RoboSub í flota- stöð sjóhers Bandaríkjanna í San Diego. Að kafbátaverkefni HR standa tólf nemendur í tölvunarfræði og verkfræði auk Jóns Guðnasonar lektors sem er leiðbeinandi þeirra. Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, og Björn Þór Jónsson, forseti tölvunarfræði- deildar HR, skrifuðu undir styrkt- arsamning í HR í gær. Eftir undirskrift átti að sýna kafbátinn að störfum en af því gat ekki orðið vegna leka sem upp- götvast hafði í stýrishúsi hans um morguninn. Gestir fengu í staðinn að skoða aðstöðu hópsins og tækni- búnað sem notaður var við þróun kafbátsins. - óká Kafbátaverkefni HR: Fékk fimm milljónir í styrk SPÁÐ Í ÚTLITIÐ Tímaritið Newsweek birti tölvugerðar myndir í tilefni afmælisins. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND, AP Miklar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum erlendis um það hvað Díana prinsessa væri að bardúsa og hvar hún byggi ef hún væri enn á lífi. Tilefnið er fimmtugsafmælið, sem hún hefði átt í dag ef henni hefði auðnast aldur. Hún fórst í bíl- slysi í París árið 1997. Breski blaðamaðurinn Andrew Morton, sem þekkti hana vel, telur að hún væri líklega búsett í Bandaríkjunum frekar en Bret- landi. „Líklega hefði hún náð sér í náunga með öll leikföngin. Þú veist: einkaþotu, snekkju og hús í Hamptons.“ Þá birti tímaritið Newsweek tölvugerðar myndir af Díönu, þar sem reynt er að giska á hvernig hún myndi líta út í dag. - gb Díana hefði orðið fimmtug: Fjölmiðlar spá í hvar hún væri LÖGREGLUMÁL Leyfislausir atvinnubílstjórar voru stöðvaðir af eftirlitsmönnum Vegagerðar- innar og lögreglunni í Keflavík á miðvikudag. Eftirlitsferð var farin á bíla- stæði Keflavíkurflugvallar til að athuga leyfi hjá bílstjórum hóp- bifreiða og leigubíla. Nokkrir reyndust ekki vera með leyfismál sín á hreinu. Samtök ferðaþjónustunnar greindu frá þessu í gær og segj- ast fagna eftirlitinu. Það sé í samræmi við vinnu samtakanna, sem hafi unnið að kortlagningu á leyfis lausri starfsemi innan ferðaþjónustunnar. - þeb Eftirlitsferð við flugvöll: Leyfislausir bíl- stjórar stöðvaðir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 19° 20° 17° 20° 18° 17° 17° 27° 20° 29° 28° 31° 24° 21° 25° 25° Á MORGUN 5-12 m/s SUNNUDAGUR 5-13 m/s hvassast SA- og A-til 10 10 10 11 13 9 1314 11 4 5 3 6 3 4 6 20 8 11 5 8 5 12 18 15 1015 12 13 13 11 10 HLÝJAST FYRIR NORÐAN Það verður blautt á S-landinu næstu daga og einhver úr- koma um mest allt land. Það hlýnar á N-landi og verður mestmegnis þurrt þar. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun telur svar Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra á þingi í des- ember síðastliðnum, við fyrir- spurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um aðkeypta þjónustu ráðuneyta, ófullnægjandi. Fyrirspurnin laut að kaupum á þjónustu frá starfsfólki félagsvís- indasviðs Háskóla Íslands. Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ætla að upplýsingum hafi vísivitandi verið leynt í svari forsætisráðherra, en stærstu mis- tök forsætisráðuneytisins hafi verið þau að hafa ekki tilgreint í svari sínu greiðslur til félaga í eigu starfsfólks félagsvísindastofnunar, sem námu 37 milljónum króna, þó slíkt hafi verið tiltekið í fyrirspurn Guðlaugs. Að minnsta kosti hefði átt að setja í svarið fyrirvara um að lokasvar ráðuneytisins næði aðeins yfir greiðslur til einstaklinga. Í athugasemdum ráðuneytisins er fallist á að rétt hefði verið að setja umræddan fyrirvara, en úti- lokað hafi verið að afla upplýsing- anna innan lögbundins svarafrests. Forsætisráðuneytið fékk upp- lýsingar frá öðrum ráðuneytum til að svara fyrirspurninni, en Ríkis- endurskoðun bendir á að ráðuneyt- in hafi haft mismunandi skilning á efni fyrir spurnarinnar og það hefði forsætisráðuneytið þurft að fyrir- byggja. Í athugasemd forsætisráðuneyt- isins segir að skilningur ráðuneyt- anna hafi verið „samræmdur í öllum meginatriðum“ og ráðuneyt- ið hafi sinnt því hlutverki sínu „að því marki sem eðlilegt var“. Auk Mistök að nefna ekki greiðslur til félaga Ríkisendurskoðun segir svar forsætisráðherra við fyrirspurn um greiðslur til starfsfólks félagsvísindasviðs HÍ ófullnægjandi. Ekki hafi komið fram greiðslur til félaga í eigu starfsfólks. Þingmaður segir niðurstöðuna fagnaðarefni. ÓFULLNÆJANDI SVÖR Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við vinnubrögð for- sætisráðuneytisins í svari þess við fyrirspurn um aðkeypta þjónustu ráðuneyta. DANMÖRK Borgaryfirvöld í Óðins- véum voru nýlega dæmd til að greiða skaðabætur vegna dauða manns sem lést árið 2005 eftir að tré fauk um koll og lenti á bíl sem hann ók. Ekkja mannsins kærði borgina og komst landsréttur að þeirri nið- urstöðu að tréð, sem var 180 ára gamalt og 20 metra hátt, hafi verið á ábyrgð yfirvalda. Það var löngu dautt, ræturnar morknaðar og því hafi hætta stafað af því. Ekkjan fær í sinn hlut jafnvirði 18,5 millj- óna íslenskra króna. - þj Skaðabætur vegna banaslyss: Borgin ábyrg fyrir drápstré 1. Skilning ráðuneyta á efni fyrirspurna þarf að samræma. Ríkisendurskoðun telur að það sé hlutverk þess ráðherra sem fær fyrirspurn að samræma skilning þeirra ráðuneyta sem koma að svari. 2. Forsætisráðuneytið þarf að hafa aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til þarf frá öðrum ráðuneytum til að svara fyrirspurnum sem þessari. 3. Ráðuneytin þurfa að hafa betri yfirsýn yfir aðkeypta þjónustu, hvort sem greiðsla fer til einstaklinga eða félaga í þeirra eigu. 4. Setja þarf fastari reglur um greiðslur vegna sérfræðiþjónustu. Núverandi fyrirkomulag er ógegnsætt og veitir ekki nógu skýrar upplýsingar. Ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar þess sé það mat forsætisráðuneyt- isins að svör einstakra ráðuneyta séu á ábyrgð þeirra sjálfra, en hlut- verk forsætisráðuneytis sé fyrst og fremst að hafa milligöngu um að safna svörum saman og birta með heildstæðum hætti. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Fréttablaðið að niðurstaða skýrsl- unnar væri mikið fagnaðarefni. „Þetta sýnir hversu mikilvægt er að löggjafarvaldið hafi eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Þetta er áfellisdómur yfir störfum for- sætisráðherra og alvarlegt að Rík- isendurskoðun þurfi til að fá réttar upplýsingar.“ Guðlaugur segir ábendingar Rík- isendurskoðunar vera gagnlegar og að hann muni fylgja þeim eftir þegar þing kemur saman. thorgils@frettabladid.is Ólafur stýrir lækningum Ólafur Baldursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga í nýju stjórnskipulagi Landspítala frá og með 1. júlí 2011. Framkvæmdastjóri lækninga hefur meðal annars það hlutverk að samhæfa faglega þætti í starfsemi spítalans, stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni. HEILBRIGÐISMÁL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BANDARÍKIN, AP Harry Reid, leiðtogi meirihluta demókrata í öldunga- deild Bandaríkjaþings, segir það hafa orðið niðurstöðu þingmanna að fresta sumarfríinu, sem átti að hefjast eftir helgi. Þess í stað ætla þeir að halda áfram að reyna að ná samkomulagi um lántökuheimildir ríkisins. Bar- ack Obama forseti hefur lagt mikla áherslu á að lántökuheimildin verði hækkuð verulega fyrir ágústbyrj- un, því annars geti ríkið ekki greitt allar afborganir af skuldum sínum. Greiðslufall Bandaríkjanna myndi hafa mikil áhrif á heims- markaði. Pólitísk áhrif á kosninga- baráttuna á næsta ári yrðu vænt- anlega ekki minni. Repúblikanar saka forsetann um ofuráherslu á skattahækkan- ir. Með því komi hann í raun í veg fyrir að þingið nái samkomulagi um ríkisskuldir og fjárlagahall- ann. Obama svaraði því til nú í vik- unni að repúblikanar þurfi bara að fallast á hugmyndir hans um að afnema skattafrádrátt millj- arðamæringa, olíufélaga, vog- unarsjóðsstjóra og þotueigenda í fyrirtækjum. - gb Bandaríska ríkið þarf meiri lán til að geta staðið undir afborgunum lána: Bandaríkjaþing frestar fríinu ÓSÁTTIR REPÚBLIKANAR Mike Lee, einn þingmanna repúblikana, tjáir sig um fjárlagahallann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.