Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 12
1. júlí 2011 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans Stundum hefur okkur fundist að líkja mætti stöðunni við að fólk hafi verið að koma til okkar með hand- leggsbrot og fótbrot … við höfum gert að öðru brotinu og sent fólk aftur út. Við töldum hins- vegar að það væri ekki nóg. V ið erum að breyta bank- anum og okkur er mikil alvara þar,“ segir Stein- þór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Hann tók við stjórnartaum- unum í bankanum fyrir rúmu ári og segir að ný stefnumótun hafi haf- ist strax. „Ég hitti allt starfsfólkið á litlum fundum, ég kynntist starfsfólk- inu þannig og það fékk tækifæri til að segja hvað það teldi vera nauðsynlegt að gera og hverju þyrfti að breyta. Á grundvelli þess bjuggum við til nýja stefnu, þar sem eru fjórar meginstoð- ir: öflug liðsheild, traustir innviðir, ánægðir viðskiptavinir og ávinning- ur fyrir samfélag og eigendur. Þetta verður allt að vera í jafnvægi, engin stoðin er mikilvægari en önnur.“ Mikilvægt að loka hrunkafla Landsbankinn hélt opna fundi um allt land í vetur og auglýsti aðgerða- lista, sem átti að koma í framkvæmd á fyrstu sex mánuðum ársins. Á listan- um eru fjölmörg atriði, allt frá nýjum siðasáttmála, sem allir starfsmenn skrifuðu undir, og til aðgerða í skulda- vanda heimila og fyrirtækja. Stein- þór segir að margt hafi verið gert í skuldavandanum, víðtækari lausnir en áður hafi verið í gangi. Bankinn vilji jafnframt bæta þjónustu, vera hreyfiafl og aðstoða við að koma hjól- um atvinnulífsins í gang, og vera á sama tíma samfélagslega ábyrgur. Í gær var svo tilkynnt opinberlega að staðið hafi verið við öll loforðin á aðgerðalistanum, 28 talsins. Við erum í rauninni að endurskapa bankann, og við teljum vera mjög mik- ilvægt að reyna að loka þessum hrun- kafla. Skilja hann eftir í fortíðinni og reyna að komast inn í framtíðina og móta hana. Ég fullyrði að bank- inn hefur breyst mjög mikið á und- anförnum mánuðum. Það er búið að vera mjög mikið að gera á þessu sviði, fjöldi verkefna í gangi og þetta hefur reynt mikið á starfsfólkið. En um leið er búið að vera gaman í vinnunni, þó þetta sé erfitt. Efnahagsástandið er náttúrulega erfitt og staðan hjá mörg- um viðskiptavinum okkar er mjög erfið.“ Steinþór segir bankann taka þá stöðu mjög alvarlega. Um hrunið segir Steinþór að við sem þjóð þurfum að læra af því. „Við þurfum að gera meiri kröfur til fyrirtækja, meðal annars þarf að herða á skilum á árs- reikningum, svo að menn geti betur átt viðskipti, gengið að upplýsingum og byggt upp traust smátt og smátt.“ Eignarhald ríkisins er kostur Spurður hvort það skipti máli að bank- inn sé ríkisbanki segir Steinþór að bankinn sé banki á samkeppnismark- aði, hlutafélag sem vilji svo til að ríkið sé stærsti hluthafi í. „Við teljum það vera kost, sérstaklega nú um stund- ir, að hafa skýrt eignarhald. Aðrir bankar eru ekki með nægilega skýrt eignarhald, það þyrfti náttúrulega að breytast hjá þeim þannig að fólk fái að vita hvernig eigendurnir koma að starfseminni.“ Stjórnendur bankans stýra daglegri starfsemi, segir Stein- þór, en vissulega hafi verið litið til eigendastefnu ríkisins í stefnumótun. „Fyrst og fremst vorum við samt að hlusta á starfsfólkið og viðskiptavin- ina – samfélagið. Við vildum vita hvað banki þarf að gera til að virkilega geta nýst samfélaginu, eigendum og hags- munaaðilum vel.“ Sendu fólk út með beinbrot Landsbankinn kynnti aðgerðir í skuldamálum í maí, endurgreiðslu á vöxtum viðskiptavina sem hafa staðið í skilum, lækkun á fasteignaskuldum og niðurfellingu á öðrum skuldum. Aðgerðirnar hafa meðal annars verið gagnrýndar af öðrum bönkum. Stein- þór segir þó að viðbrögð viðskiptavina hafi verið mjög góð. „Stundum hefur okkur fundist að líkja mætti stöðunni við að fólk hafi verið að koma til okkar með hand- leggsbrot og fótbrot. Við höfum haft 110 prósenta leiðina og boðið fólki hana. Við höfum þá gert að öðru brotinu og sent fólk aftur út. Við töld- um hins vegar að það væri ekki nóg. Núna erum við að reyna að taka á báðum brotum ef við getum sagt sem svo. Fólk fer þá frá okkur með gifs í bili, en losnar svo vonandi við það. Það er til lítils fyrir þá sem skulda mikið af lausaskuldum að lækka bara hús- næðislánin. Þessar aðgerðir eru hluti þess sem við viljum gera til að ná að hreinsa til eftir hrunið. Vonandi kom- ast sem flestir á sæmilega lygnan sjó.“ Steinþór segir mörg þúsund umsóknir hafa borist um þessar lausnir og að hann vonist til að sem flestir reyni að leysa mál sín hjá bank- anum. „Þetta er flókin úrvinnsla svo við viljum reyna að gera sem mest næstu mánuði og klára hlutina. Stefn- an er að taka til. Við viljum taka til í okkar ranni, og við getum það ekki nema viðskiptavinirnir verði fjár- hagslega heilbrigðari. Við sjáum þetta sem gagnkvæman ávinning og lítum á þetta á viðskiptalegum grunni, að hag okkar sé svona best borgið til fram- Erum að endurskapa bankann Í BANKARÁÐSHERBERGINU Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri Landsbankans um mitt ár í fyrra, en áður sinnti hann framkvæmdastjórastöðum hjá Actavis á Möltu, í Bandaríkjum og á Íslandi. Fyrir þann tíma starfaði hann lengi hjá Verzlunarbankanum og svo Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Steinþór Pálsson banka- stjóri fullyrðir að Lands- bankinn hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum og alvara sé í breytingunum. Hann vill að bankinn verði sam- félagslega ábyrgur og geti boðið Íslendingum sams konar þjónustu og bankar á Norðurlöndum bjóða sínum viðskipta- vinum. Í gær var tilkynnt að bankinn hefði lokið við 28 atriða aðgerðalista sem settur var fram í febrúar. Steinþór ræddi um upp- byggingu bankans eftir hrun við Þórunni Elísabetu Bogadóttur. Meðal þess sem bankinn lofaði var að jafna hlut kynjanna í forystusveit. Hefur jafnrétti verið komið á? „Það eru alltaf verkefni þarna. Síðastliðið haust auglýstum við allar framkvæmdastjórastöður. Flestir framkvæmdastjóranna voru nýir og þar voru kynjahlutföllin jöfnuð. Við höfum jafnað kynjahlutföll í öllum dótturfélögum og þeim stjórnum sem við ráðum yfir. Við fylgjumst með launamuninum og höfum birt í árs- skýrslu hvernig munurinn er á mismunandi stjórnunarstigum og það er í jafnvægi.“ Alltaf verkefni í jafnréttismálum tíðar. Það fer saman við hag viðskipta- vina og samfélagsins í heild.“ Steinþór viðurkennir að þó vilji sé til að klára sem flest mál á þessu ári séu flókin úrlausnarefni sem muni taka lengri tíma. Áherslan verið á þá verst stöddu Aðgerðirnar bankanna í skuldamálum hafa einnig verið gagnrýndar, meðal annars fyrir að lítið sé gert fyrir þá sem hafa staðið í skilum og falla ekki í flokk hinna verst settu. „Það er rétt að þeir sem ekki hafa verið mjög skuldsettir og hafa staðið í skilum hafa ekki fengið mikla athygli fram að þessu. Áherslan hefur eðli- lega beinst mest að þeim sem verst standa. Með nýjum úrræðum Lands- bankans eru settar fram leiðir fyrir þá sem hafa staðið í skilum, endur- greiðsla vaxta beinist að þeim og sömuleiðis niðurfelling annarra skulda sem oft er tilkomnar vegna viðbótarskuldbindinga sem fólk hefur tekist á herðar til að standa undir end- urgreiðslu fasteignalána. Áhrifin af hruninu eru margs konar, atvinnu- leysi, samdráttur, hærri skattar og gjöld, hærra verðlag á nauðsynjum, hækkun lána og því miður lægri raun- laun og minnkandi kaupmáttur. Fólki svíður þetta eins og eðlilegt er. Okkar stefna hefur verið að leggja fram leið- ir til að breyta þessari stöðu, reyna að skapa tækifæri og ný störf með sam- vinnu við atvinnulífið og koma þannig hagkerfinu af stað aftur. Það er eina raunhæfa leiðin sem við eigum í dag.“ Bankinn verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin Meðal þess sem bankinn lofar í nýrri stefnu er að vera samfélags- lega ábyrgur. Steinþór segir að hann þurfi að vera sjálfbær, geta staðið á eigin fótum „og þurfi ekki að hlaupa í fang ríkisins og biðja um stuðning þar vegna þess að við séum komin í þrot. Það eru allt of mörg fjármála- fyrirtæki búin að fara í þrot á síðustu árum. Við teljum það mjög mikilvægt að okkar stjórnarhættir og starf- semi tryggi að við séum fjárhagslega sjálfstæð en lítum á sama tíma til umhverfismála og samfélagsþátta og við höfum birt metnaðarfulla stefnu í samfélagsmálum á síðustu vikum.“ Spurður um langtímamarkmið bankans segir hann stefnuna alveg varðaða. „Næstu eitt til tvö árin munu mótast af uppbyggingu og af baráttunni við skuldavandann. Við erum að byggja upp viðskiptavini með því að færa niður lán. Við ætlum líka að byggja upp bankann enn frek- ar þannig að í honum skapist sterk fyrirtækjamenning sem styður við stefnuna.“ Árið 2013 segir Steinþór að bankinn stefni á að vera kominn í forystu, „vera þannig banki að það sé eftir honum tekið hvað varðar hag- kvæmni og starfsemi. Bankinn verði fyrsti kostur viðskiptavina á íslensk- um fjármálamarkaði. Til lengri tíma viljum við vera til fyrirmyndar. Í því orði kjarnast okkar framtíðar- sýn. Þetta eru stór orð að nota svona stuttu eftir hrunið, þar sem menn hafa misst allt traust og trú á bönk- um. Við setjum samt markið hátt en þetta er langhlaup. Árangurinn næst á lengri tíma.“ Það er jafnframt mark- mið bankans að vera samkeppnishæf- ur við erlenda banka, sem Steinþór segir að muni koma hingað til lands fyrr en síðar. „Við viljum vera þannig banki að við getum boðið Íslending- um hér á landi sams konar fjármála- þjónustu og fólk á Norðurlöndum er að fá hjá sínum bönkum. Við viljum að þjónustustigið sé sambærilegt og von- andi verður sambærilegur kostnaður líka, þannig að það verði ekki dýrara að eiga bankaviðskipti á Íslandi en til dæmis á Norðurlöndunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.