Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 189. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «11 LISTAMENN OG FERJUMINNIÐ FERJUTOLLURINN GREIDDUR Í FISKI «AF LISTUM Hvað á okkur að finnast um Brüno? HJÓLREIÐAR eru ferðamáti sem nýtur sívax- andi vinsælda hjá landanum. Ekki er lengur hægt að gefa sér að það sé erlent ferðafólk sem sést á reiðhjólum, klyfjað töskum, útilegubúnaði og öðrum farangri, á götum og vegum. Í hlýind- unum undanfarna daga hefur fólk getað hjólað léttklæddara en venjulega. Margir hafa tekið fram reiðhjólin á þessum sumardögum og kom- ist vel áfram í umferðinni. Morgunblaðið/Golli KLYFJAÐ REIÐHJÓLAFÓLK Á FERÐ Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLHARÐA gagnrýni er að finna í umsögn Seðla- bankans til fjárlaganefndar um Icesave-samn- ingana, sem nefndinni var kynnt í gær. Í lögfræðilegu áliti kemur m.a. fram að ekki hafi verið leitað til lögfræðinga Seðlabankans við samn- ingsgerðina, en samningar um Icesave voru und- irritaðir 5. júní sl. Lögfræðingarnir hafi því ekki fyrr gefið álit sitt, hvorki á ríkisábyrgðinni né samn- ingunum sjálfum. Í áliti lögfræðinganna er m.a. vik- ið að gjaldfellingarheimildum í Icesave-samningun- um, í tengslum við lántöku ríkisins. Skilgreining á erlendum skuldbindingum geti þrautar að fá greitt hjá þessum aðilum. En sam- kvæmt þessum samningi [Icesave] gæti þetta lán og þar með öll erlend lán ríkisins gjaldfallið ef fyrr- nefnd ríkisfyrirtæki greiddu ekki á gjalddaga.“ Lagaleg óvissa á sviði ESB-réttar Lögfræðingar bankans segja ennfremur að eng- inn vafi sé á því að samningarnir falli undir einka- rétt en sú skýring orki hins vegar tvímælis hvort um hefðbundna lánasamninga sé að ræða þar sem efni þeirra jafngildi ekki venjulegum lána- og við- skiptasamningum. Ríkið sé að taka á sig ábyrgð sem lagaleg óvissa ríki um á sviði ESB-réttar.  Kallað eftir frekari gögnum | 11 Seðlabanki gagnrýnir  Fjölmargar athugasemdir Seðlabankans við Icesave-samninga í umsögn bank- ans til þingsins  Lán verða gjaldfelld ef ríkisfyrirtæki greiða ekki á gjalddaga náð til þeirra einföldu ábyrgða sem ríkið hafi vegna Landsvirkjunar og Byggðastofnunar, svo dæmi sé tekið. Síðan segir í umsögn bankans: „Kröfu verður því ekki komið á ríkið fyrr en reynt hefur verið til Icesave Seðlabanki kom ekki að samningunum. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FIMM lífeyrissjóðir sem voru í eignastýringu hjá Landsbankanum eru grunaðir um að hafa fjárfest um of í verðbréfum tengdum Lands- bankanum og eigendum þeirra og gefið Fjármálaeftirlitinu (FME) rangar skýrslur um það. Búið er að yfirheyra fjölda manns í tengslum við rannsóknina, sem staðið hefur yfir frá því í mars, en rannsóknin beinist fyrst og fremst að þeim sem stýrðu eignum sjóðanna. Um er að ræða Íslenska lífeyrissjóðinn, Líf- eyrissjóð Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóð Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóð íslenskra atvinnu- flugmanna og Kjöl, lífeyrissjóð og var skipaður umsjónaraðili yfir þeim öllum vegna rannsóknarhags- muna í vor. Fjármálaráðuneytið hefur framlengt skipan umsjón- araðila Íslenska lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Ís- lands, en hinum þremur hefur verið skilað til réttkjörinna stjórna. Meint brot áttu sér stað á fyrri hluta árs 2008. | 14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Allir sjóðirnir voru í eignastýringu hjá bankanum. Of miklar fjárfesting- ar í tengd- um bréfum TUGIR fyrrverandi starfsmanna gömlu bankanna, sem fóru á haus- inn, undirbúa nú kröfur á hendur þrotabúum bankanna vegna van- goldinna launa. Starfsfólkið telur sig eiga inni árangurstengdar greiðslur og greiðslur vegna lengri uppsagnarfrests en kveðið er á um í kjarasamningum bankamanna. Friðbert Traustason, framkvæmda- stjóri Samtaka starfsfólks fjármála- fyrirtækja, telur víst að höfða þurfi prófmál til viðurkenningar kröf- unum. Kröfurnar beinast m.a. að þrota- búum Landsbankans, Glitnis, Kaup- þings og Straums, en slitastjórnir þeirra telja umræddar kröfur ekki vera forgangskröfur. Undirbúa málsókn á hendur bönkunum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÞAÐ ER ekkert hægt. Þau eru ráðalaus. Það er alltaf talað um ein- hverjar nefndir sem eru með öll svörin. Þaðan kemur alltaf nei og ekkert er gert á meðan,“ segir kona, sem vill ekki láta nafns síns getið, um samskipti sín og eiginmanns hennar við starfsmenn Nýja Kaup- þings um leitina á lausn skuldavanda hjónanna, sem fóru illa út úr lántöku við húsbyggingu. Hjónin áttu fasteign í haust sem á hvíldi húsnæðislán í íslenskum krón- um frá Kaupþingi. Þau áttu líka aðra eign og hvíldi á henni erlent lán. Sú eign seldist rétt fyrir hrunið. Í kjöl- farið ráðlagði bankinn hjónunum að flytja erlenda lánið yfir á hina eign- ina sem þau gerðu. Erlenda lánið hefur síðan tvöfaldast að verðgildi eftir gengishrunið og greiðslubyrðin þyngst. Auk þess hafa hjónin þurft að greiða af yfirdráttarláni sem þau tóku til að fjármagna byggingu íbúð- arhúss sem var ætlað til sölu. Ráðþrota gegn úrræðaleysi  Hjón fá ekki lausn skuldamála sinna hjá Nýja Kaupþingi  Bankinn féll frá hugmynd um kúlulán  Afskriftarleið fyrir skuldara til skoðunar hjá bankanum Afskrifa umfram virði Að sögn Helga Bragasonar, lána- stjóra viðskiptabankasviðs Nýja Kaupþings, er bankinn að undirbúa lausn fyrir skuldsetta einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki sem muni væntanlega fela í sér afskrift veðskulda umfram virði fasteigna. Sú leið verði vonandi kynnt innan tíðar en aðferðafræðin gengur út á að á endanum muni bankinn „af- skrifa allt sem stendur umfram 110% verðmætis eignar viðkomandi“. | 8 Í HNOTSKURN »Nýja Kaupþing skoðarleið fyrir skuldsetta ein- staklinga að umbreyta er- lendum lánum í íslensk. »Hugmyndin er að skuld-breyta eldri lánum og búa til verðtryggt lán sem nái upp í 80% af markaðsvirði eignar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.