Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Í SVÍÞJÓÐ mega börn yfir 11 ára aldri horfa á Brüno en í Kanada verða áhorfendur að vera orðnir 18 ára nema þeir séu í fylgd með full- orðnum. Þeir mega þó aldrei vera undir 14 ára aldri. Á Íslandi er myndin ekki við hæfi barna undir 14 ára aldri en í Bretlandi er hún bönnuð innan 18. Finnar og Norðmenn miða við 15 ára aldur. Ingi Úlfar Helgason, dreifingarstjóri hjá Sam- film, segir dreifingaraðila kvikmynda fara eftir þriggja ára gamalli lagasetningu við mat á ald- urstakmörkum og miði við hollenskt matskerfi, Kijkwijzer. „Með Brüno er farið niður í 12 ára og eldri í Hol- landi en við ákváðum að hækka það. Þannig að í rauninni höfum við loka- ákvörðun en miðum alltaf við þetta kerfi,“ segir Ingi. „Ég held að öll Evrópa hafi tekið mikið vægar á þessari mynd. Könunum finnst þetta alveg rosalegt.“ Ábyrgð foreldra er mikil Breska kvikmyndaeftirlitinu fannst þetta líka rosalegt því það bannaði myndina fólki undir 18 ára aldri. Það sem fór helst fyrir brjóstið á Bretunum eru atriði þar sem Brüno hefur mök við dvergvaxinn unnusta sinn og notar til þess ýmis óvenjuleg tæki; atriði þar sem hann þykist hafa munnmök við afturgöngu Milli úr Milli Vanilli og síð- ast en ekki síst atriði þar sem Brüno fer í maka- skiptateiti. Svartir kassar eru settir fyrir kynfæri í kvik- myndinni nema þegar karlmaður sveiflar manndómnum í nærmynd í dágóðan tíma. „Kaninn leyfir allt ofbeldi en svo þegar að kynlífi kemur segir hann stopp. Við erum frekar harðari á of- beldinu,“ segir Ingi. Spurður að því hvernig fylgst sé með því að bíógest- ir hafi náð tilskyldum aldri segir hann það í verkahring dyravarða. Þá sé ábyrgð foreldra mikil, að fara ekki með barn sitt á bannaða mynd og fylgjast með því að barnið fari ekki á slíka mynd án leyfis. helgisnaer@mbl.is 11 í Svíþjóð, 18 í Kanada Kynlífstákn úr hol- lenska matskerfinu Að sitja í fullum bíósal, þarsem meðalaldurinn er á aðgiska 18 ár og horfa á mann sveifla á sér stoltinu í nær- mynd í um 10 sekúndur, er góð skemmtun, ótrúlegt en satt, en jafnframt býsna sérstök upplifun. Kvikmyndin Brüno er ein af þess- um gamanmyndum sem maður hlær að með samviskubit. Enda gerir höfundur hennar, leikarinn Sacha Baron Cohen, út á hvers kyns mögulega fordóma, fáfræði og smekkleysu. Í raun hrúgar hann eins mikilli smekkleysu í eina kvikmynd og mögulegt er, að sársaukamörkum. Spreng- hlægilegri smekkleysu, nota bene, þar sem hrært er stanslaust í heilabúinu á manni. Af hverju hlær maður svo innilega að naut- heimskum, austurrískum tísku- sérfræðingi sem er einhver mesta hommafordómaklisja sem sést hefur í háa herrans tíð? Ætti maður ekki að hneykslast? Nei, þetta er ekkert nýtt. Mörkskáld- skapar og veru- leika eru býsna óljós í Brüno, miklu óljósari en í síðustu mynd Cohens, Borat. Þar var einnig gert út á heimsku og fordóma Bandaríkjamanna (ekki veit ég hvað Bandaríkjamenn hafa gert umfram aðrar Vest- urlandaþjóðir til að eiga þetta skilið). Cohen gerir út á homma- fordóma og ranghugmyndir fólks um samkynhneigða, lætur t.d. kynmökin vera eins ýkt og óeðli- leg og hægt er (gervilimur festur framan á stöng sem fest er í þrekhjól, halló!). Grínmynd sem látin er líta út fyrir að vera heim- ildarmynd er kölluð „mockument- ary“ á ensku en á þessa mynd hefur orðinu „shockumentary“ verið klínt. Enda greinilegt að ganga á fram af bíógestum. Slík- ar áætlanir geta hins vegar haft þveröfug áhrif og komið í bakið á þeim sem vill hneyksla. Cohen kemst býsna nærri því að hneyksla þegar mörk raunveru- leika og leiklistar verða óljós og eitthvert magnaðasta atriði myndarinnar er viðtal sem Brüno tekur við móður sem vill gjarna að koma kornungu barni sínu í myndatöku hjá tískulöggunni. Brüno spyr hvort barnið geti lést um 5 kg, úr 15 kg í 10, viku fyrir myndatökuna og hvort móðurinni sé sama þótt barnið fari í fitusog. Allt í fína, segir mamman. Að lokum sættast þau á að barnið verði í nasistabúningi með annað barn í hjólbörum í hlutverki gyðings, að keyra það í átt að ofni!    Hver er tilgangurinn? Benda áað, jú, það er til ótrúlega siðlaust og vitlaust fólk í heim- inum sem ætti ekki að eiga börn. Þarf að benda á það? Nei, senni- lega ekki en það er samt hrika- legt að horfa upp á það. Er Cohen að minna okkur á að við lifum á tímum raunveruleikasjónvarps, þegar menn gera nánast hvað sem er fyrir peninga og frægð, á tímum þegar einhverjir vinsæl- ustu sjónvarpsþættir heims sýna samkynhneigða karla kenna kon- um að klæða sig og mála og vera ánægðar með líkama sinn? Að við lifum á tímum s.k. klámvæðingar, kynfæri og rassar út um allt sem dynja á okkur alla daga líkt og gervilimirnir hans Brünos? Þessi óljósu mörk, að vita ekki hver er leikari og hver ekki, hvort viðkomandi er virkilega svo viðbjóðslegur og siðlaus sem raun ber vitni, veldur manni ónotum mitt í öllum hlátr- inum. Er Baron Cohen að segja okkur að við séum öll fífl að hlæja að þessu? Eða einfaldlega að benda á öfgarnar alltumlykj- andi? Að lífið sé ynd- islega brenglað og ekki annað að gera en hlæja að því. Brüno og raunveruleikinn » Brüno spyr hvortbarnið geti lést um 5 kg, úr 15 kg í 10, viku fyrir myndatökuna og hvort móðurinni sé sama þótt barnið fari í fitusog. AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Brüno Nakinn með dulu um sig miðjan, á stæltum fola, nema hvað. STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 53.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! MISSIÐ EKKI AF STÆRSTU OG SKEMMTILEGUSTU TEIKNIMYND ÁRSINS! GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI / AKUREYRI BRUNO kl. 6 - 8 - 10 14 THE HANGOVER kl. 8 12 TRANSFORMERS 2 kl. 5:15 - 10 10 / KEFLAVÍK BRUNO kl. 8 - 10 14 TRANSFORMERS 2 kl. 10 10 ÍSÖLD m. ísl. tali kl. 8 L / SELFOSSI BRUNO kl. 8 - 10 - 11 14 TRANSFORMERS 2 kl. 8 10 „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Austurhrauni 3 210 Garðabær S. 533 3805 Mikið úrval af Seafolly sundfatnaði í stærðum 8 - 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.