Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 20
20 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 ✝ Jóhann fæddist íReykjavík 23. júlí 1946. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 5. júlí 2009. Foreldrar hans voru hjónin Páll J. Briem útibússtjóri Búnaðarbanka Íslands í Mosfellsbæ, f. 6.4. 1912, d. 15.5. 2000, og Jónína Jóhannsdóttir húsmóðir, f. 27.11. 1917, d. 20.9. 1993. Páll var sonur Kristins Briem á Sauðárkróki og Kristínar Björnsdóttur. Jónína var ættuð úr Arnarfirði, dóttir Bjarn- eyjar Jónínu Friðriksdóttur og Jó- hanns Jónssonar. Systur Jóhanns eru: 1) Kristín, f. 9.12. 1942, gift Sig- urjóni H. Ólafssyni, 2) Sigrún, f. 8.4. 1945, gift Jóni Viðari Arnórssyni, og 3) Jóhanna Björk Briem, f. 12.9. 1958, gift Guðmundi Þorbjörnssyni. 12.06. 1995, og Halldóra, f. 13.11. 2001. Jóhann ólst upp í Laugarneshverfi og gekk í Laugarnesskóla og síðar í Verzlunarskóla Íslands þaðan sem hann lauk verslunarprófi árið 1967. Jóhann var mjög virkur í félagsstarfi skólans, var m.a. ritstjóri Verzl- unarskólablaðsins árið 1966. Eftir út- skrift frá Verzlunarskólanum varð Jóhann ritstjóri Frjálsrar verslunar. Hann stofnaði fyrirtækið Frjálst framtak hf. árið 1967 og var fram- kvæmdastjóri þess og eigandi til árs- ins 1982. Á þessum árum voru meðal annars gefin út tímaritin Frjáls versl- un, Nýtt líf, Íþróttablaðið, Sjáv- arfréttir, Barnablaðið ABC og Iðn- aðarblaðið. Á yngri árum var Jóhann virkur í starfi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, JC og Lionshreyfingarinnar, þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Jóhann stofnaði fjölmiðlunarfyr- irtækið Myndbæ hf. sem hann átti og rak frá 1983 til 2003. Útför Jóhanns fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 14. júlí, og hefst at- höfnin kl. 15. 4) Hálfbróðir Jóhanns samfeðra var Sverrir, f. 22.1. 1930, d. 4.12. 1977. Jóhann var kvæntur Ingibjörgu Haralds- dóttur, f. 28.5. 1947. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Har- aldur Páll Briem, f. 24.2. 1970, sambýlis- kona Vera Nily, f. 2.3. 1977, sonur þeirra er Nils Briem, f. 29.10. 2008. 2) Páll Jóhann Briem, f. 28.4. 1972, sonur hans og Steinunnar Valdísar Jónsdóttur, f. 15.6. 1973, er Kristinn Freyr Briem, f. 26.3. 1999. 3) Ásta Kristín Briem, f. 24.10. 1977. Dóttir Jóhanns og Valgerðar Björnsdóttur, f. 20.11. 1947, er Birna Jóna Jóhanns- dóttir, f. 1.6. 1969, gift Þór Kristjáns- syni, f. 13.7. 1964, börn þeirra eru Valgerður, f. 7.7. 1993, Björn Jón, f. Nú hefur faðir minn kvatt eftir langa og erfiða baráttu við MS-sjúk- dóminn. Margt flýgur um hugann, söknuður og eftirsjá. En sorgin hófst fyrir mörgum árum þegar ég hætti að geta leitað ráða hjá pabba, þegar hann var orðinn of veikur til að geta hugsað skýrt og spjallað. En hann barðist hetjulega og það var alltaf stutt í brosið og kímnina. Hann hafði sterkar skoðanir og það var gott að leita til hans þegar ég var ekki viss um í hvaða átt ég ætti að stefna. Pabbi var með eindæmum ráðagóður og ófáir leituðu til hans eft- ir aðstoð. Áður en bera fór á veikindunum sátum við löngum stundum á Sunnu- flötinni og ræddum um allt milli him- ins og jarðar. Hann var mikill sögu- maður og þótti ákaflega gaman að rökræða um málefni líðandi stundar. Hann pabbi var með eindæmum hugmyndaríkur og frjór. Alltaf með blokk og penna uppi við til að geta punktað hjá sér hvað hann var að hugsa. Minningarnar um hann sitj- andi við stóra skrifborðið í arinstof- unni á Sunnuflötinni með vindilinn og skrifblokkina eru óteljandi. Hann faðir minn lifði hratt og náði að áorka miklu. Hann var mikill vinnuþjarkur og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hann vissi sennilega af veik- indum sínum áratugum áður en hann var greindur. Hann var rétt tvítugur og nýútskrifaður frá Verslunarskóla Íslands þegar hann var kominn með blaðaútgáfu í blómstrandi rekstri. Og ekki orðinn þrítugur þegar hann hafði stofnað fjölskyldu og komið sér upp fallegu heimili. Það var tvennt sem pabba var afar mikilvægt að ég myndi meðtaka og lifa eftir, það var að heiðarleiki væri mesta dyggðin og hroki stærsti löst- urinn. Ég hef lifað samkvæmt þessu og það hefur reynst mér vel. Og svo kenndi hann mér eitt alveg ómeðvitað og það var hversu mikil- vægt það er að eiga sanna vini. Hann átti vini sem stóðu með honum gegn- um súrt og sætt og að öðrum ólöst- uðum langar mig að þakka Júlla, Ernu, Villa og Markúsi sem sýndu honum ómælda virðingu og tryggð þar til yfir lauk. Hjúkrunarfólkið á Eir annaðist hann af mikilli alúð og virðingu og ég kann þeim bestu þakkir fyrir. Pabbi var afar heppinn með systur. Kristín, Sigrún og Hanna Björk voru honum stoð og stytta. Þær voru alltaf til staðar fyrir hann og hugsuðu ein- staklega vel um bróður sinn og fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklát. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, elsku pabbi. Ásta. Elskulegur bróðir minn Jóhann lést hinn 5. júlí sl. eftir langa og erfiða baráttu við MS-sjúkdóminn. Margs er að minnast og af mörgu að taka þegar ástvinur hverfur á braut. Við vorum fjögur systkinin og einn hálfbróður áttum við sem lést 1977. Kristín, Sigrún og Jóhann fæddust með stuttu millibili og ólust því upp á sama tíma. Ég er hins vegar yngst og var Jóhann bróðir næstur mér í aldri en tólf ár voru á milli okk- ar. Þríeykinu kynntist ég því ekki fyrr en þau voru orðin hálffullorðin. Við systkinin ólumst upp í Laugarnes- hverfinu, þar sem náttúran og gamli tíminn nutu sín ennþá í mynd bónda- bæja, hesta á túnum og njólagarða. Auk þess var Ásmundarsafn í götunni okkar þar sem við fengum að leika og fylgjast með listamanninum við vinnu sína. Hið fjölbreytta umhverfi gerði það að verkum að við nutum mikils frelsis í útileikjum þar sem sköpunar- krafturinn fékk að leika lausum hala. Mínar fyrstu minningar um Jóhann eru þegar hann var í Verzló, þar sem mikið var um að vera hjá honum í fé- lagslífi og skemmtunum. Jóhann var vinamargur og alltaf líf og fjör í kring- um hann. Það voru ófáar sögurnar sem ég heyrði um ýmis prakkarastrik og grín sem hann og félagar hans stóðu fyrir á Verzlóárunum. Hann hafði þó alltaf tíma til að staldra við, sýna mér nokkra vasaklútsgaldra og leggja aura í lófa litlu systur. Jóhann sýndi mér alltaf mikla væntumþykju sem birtist á sinn hátt í þeim nöfnum sem hann gaf mér en sjaldnast kallaði hann mig annað en Skrúllas eða Bjök- kas. Á mínum unglingsárum fékk ég vinnu með skóla hjá Jóhanni á Frjálsu framtaki við að setja tímaritin í um- slög og frímerkja. Mikið var ég stolt af að vera systir Jóhanns sem átti öll þessi blöð. Þegar honum þótti ég orð- in ábyrgðarmeiri og þroskaðri fékk ég að vinna á skrifstofunni hjá honum í tvö sumur. Þar þótti mér sópa að honum, mikill erill var á skrifstofunni, margt fólk kom til fundar við hann, en einnig var mikið um grín og glens. Léttleikinn í andrúmsloftinu kom auðvitað til vegna þess að hann sjálfur var mikill húmoristi sem vildi hafa starfsandann á þann hátt. Börnin hans Jóhanns þau Halli, Palli, Ásta og Birna Jóna skiptu hann miklu máli í lífinu. Þótt hann bæri til- finningar sínar ekki á torg mátti í um- ræðu um börnin skynja mikinn kær- leik og stolt í þeirra garð. Jóhann bróðir var sérstaklega hugmyndarík- ur og má velta fyrir sér hvort um- hverfið sem við ólumst upp í hafi haft áhrif á sköpunargáfu hans. Þótt á móti blési gafst Jóhann aldrei upp heldur hélt áfram að skapa og fram- kvæma meðan heilsan leyfði en sjúk- dómurinn tók smám saman frá hon- um andlega og líkamlega getu. Þrátt fyrir það kvartaði hann aldrei og sagði alltaf að sér liði vel. Nú er Jó- hann laus úr sínum fjötrum og horf- inn á braut en eftir lifir falleg minning um góðan bróður. Hvíl í friði, elsku bróðir, Jóhanna Björk Briem. Minn góði vinur til áratuga er fall- inn frá eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Við Jóhann kynntumst fyrst þegar við stunduðum nám í Verslun- arskóla Íslands og urðum fljótlega góðir vinir og nánir samstarfsfélagar. Jóhann var mjög kappsfullur og sókn- djarfur í öllum þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni og lágu leiðir hans víða. Þegar á skólaárunum var hann ákveðinn í að stofna fyrirtæki á sviði útgáfustarf- semi og allt sitt líf helgaði hann þeim vettvangi. Í Verslunarskólanum var hann atkvæðamikill félagsmálamaður og sinnti öllum þeim viðfangsefnum sem honum voru falin af mikilli kost- gæfni. Hann var ritstjóri Verslunar- skólablaðsins árið 1966 og lagði mik- inn metnað í útgáfu blaðsins þannig að eftir var tekið. Jóhann sat einnig í fjórðabekkjarráði og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Jóhann var mikill athafnamaður, ótrúlega hugmyndaríkur og útsjónar- samur í öllum sínum verkum. Þessir eðlisþættir endurspegluðust vel þeg- ar hann rak fyrirtækið sitt Frjálst framtak, sem hann stofnaði strax eftir að námi lauk, og síðan í rekstri Mynd- bæjar. Óhætt er að fullyrða að útgáfa tímaritsins Frjálsrar verslunar í 15 ár hafi verið það sem hæst bar í blaða- útgáfu Jóhanns. Eftir að Jóhann hætti rekstri Frjáls framtaks tók við nýtt tímabil í ævi hans sem var stofn- un og rekstur Myndbæjar árið 1983, en fyrirtækið framleiddi aðallega fræðslu- og kynningarmyndir. Segja má að Jóhann hafi brotið blað í fram- leiðslu slíkra mynda. Nánast ekkert svið þjóðlífsins var Jóhanni óviðkom- andi á þeim vettvangi. Í þessum myndum liggur mikill fróðleikur um líf og starf á Íslandi á þessum tíma. Hann var brautryðjandi í orðsins fyllstu merkingu. Jóhann naut þess að segja vinum og félögum sögur úr mannlífinu og greina viðburði líðandi stundar. Þar var hann í essinu sínu, skondinn, skarpur og skilmerkilegur. Hann var mikill vinur vina sinna, studdi þá af fremsta megni og veitti góð ráð. Í vinahópi var hann hrókur alls fagn- aðar og sá fleti á málum sem honum einum gat dottið í hug. Það ríkti mikil glaðværð í kringum hann og jafnvel í erfiðum úrlausnarmálum sá hann ætíð spaugilegar hliðar. Ef Jóhann fékk góða hugmynd var hún fram- kvæmd þegar í stað. Ekki eftir neinu að bíða, eins og Jóhann sagði gjarnan. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Jó- hanni einlæga vináttu og allar okkar góðu samveru- og samstarfsstundir. Ingibjörgu, börnunum og öllum öðr- um aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jóhann Briem  Fleiri minningargreinar um Jó- hann Briem bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÞAÐ hefur vakið athygli margra með hvílíku offorsi Ice- save-málið og aðild- arumsókn að ESB eru rekin áfram af forráðamönnum stjórnarflokkanna. Þessi mál eiga það sameiginlegt að hafa gríðarleg áhrif á ís- lenskt þjóðfélag, ann- að a.m.k. í áratugi og hitt um alla framtíð. Og – þau tengjast þannig að annað er sagt hafa áhrif á hitt. Ég segi „sagt hafa áhrif“ því í stað þess að sýna staðfestu í Icesave- málinu, krefjast þess að þeir sem telja okkur skulda sæki mál sitt fyrir dómstólum – eins og siðað fólk gerir – og einbeita sér svo að því að bjarga okkur sjálfum, erum við alin á hræðsluáróðri sem ætlað er að reka okkur í gin ESB. Lítum fyrst á Icesave Mörg mismunandi álit liggja fyr- ir bæði frá lærðum og leikum. Sumir segja að rétt sé að borga, hagstæður samningur liggi á borð- inu og við verðum að standa við skuldbindingar okkar til að úti- lokast ekki frá alþjóðasamfélaginu. Margir segja hinsvegar að þess- ar „skuldbindingar“ séu ekki bind- andi fyrir Íslendinga sem þjóð, að því lúti hvorki lög né samningar. Hinsvegar séu t.d. Hollendingar og Bretar að beita okkur þrýstingi til að greiða þetta fé og hafi fengið til liðs við sig önnur ríki ESB og með því afli haft áhrif á Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn í þá veru að fyr- irgreiðsla hans til okkar sé háð því að við borgum upp tapið sem nokkrar þjóðir ESB urðu fyrir – af völdum íslenskra „bankaræningja“ – ekki almennings. Það er sárt að sjá „kjarkleysi“ þeirra stjórnmálamanna sem við höfum lagt traust okkar á og enn sárara að þeir nota Icesave- nauðina til að fylgja eftir áhuga- máli sínu, að koma þjóðinni í Evr- ópusambandið. Þetta fólk er ekki að vinna fyrir þjóðina heldur sjálft sig og ESB – á kostnað íslensku þjóðarinnar. Lítum þá á innlimun okkar í Evrópusambandið Í ESB eru vandamál einstakra þjóða ekki leyst. Þar er víða at- vinnuleysi og sligandi skuldir, kreppa og verðbólga. Mafían breiðir úr sér, mansal og fíkniefna- neysla fer vaxandi. Glæpum fjölg- ar. Eftir hverju erum við að sækj- ast ? Hentar okkur virkilega að láta draga okkur inn í stórveldi með öllum þess vandamálum og rétti til að ráðskast með Ísland og Íslend- inga sem nær ekkert vægi hefðu í atkvæðagreiðslum þar? Nú á að ákveða innlim- unarviðræður, án þjóðaratkvæða- greiðslu sem mundi kosta nokkra tugi miljóna, og fara beint í við- ræður við ESB sem kosta a.m.k. milljarð – þúsund milljónir ! Lúaleg vinnubrögð Fyrir nokkrum mánuðum sleit Sam- fylkingin stjórnarsam- starfi við Sjálfstæð- isflokkinn, taldi og enda að „alltof hægt gengi að slá skjald- borg um heimilin og halda hjólum atvinnu- lífsins gangandi“. Samfylkingin gekk í hjónaband með Vinstri grænum sem höfðu lýst ákveðinni stefnu sinni: Skjald- borgin og hjólin urðu að vera til staðar, ekki skyldi gengið í ESB, samstarf við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn kæmi ekki til greina. Íslenskur almenningur veit allt um það hvernig skjaldborgin reyn- ist. Fyrirtækjaeigendur vita hvernig jafnvel vel rekin fyrirtæki hafa farið í þrot. Þá vita allir að orka og tími sumra trúnaðar- manna okkar á Alþingi hefur farið í að svíkja loforð, nudda sér upp við og láta undan útlendingum og blekkja íslensku þjóðina. Stjórnin sem ætlaði að hafa alla stjórnsýslu gegnsæja og allt uppi á borðinu hefur falið hvert skjalið og skýrsl- una á fætur öðru, bæði fyrir þjóð- inni og hinu háa Alþingi. Þjóðinni er ítrekað sagt ósatt og ef upp kemst þá er það „ekkert sem breytir neinu“. Talað er um hve gott sé að kom- ast í ESB. En eftir hverju er að sækjast? Evran sem allt á að leysa kemst ekki í notkun hér fyrr en eftir mörg ár og bætt efnahagsástand í krónum. Aðrir gjaldmiðlar kæmu okkur miklu fyrr að gagni – og án fullveldisafsals. Þetta hefur legið fyrir í mörg ár. ESB vill hinsvegar skrá okkur inn strax og koma klónum í fiskinn, vatnið, orkuna og matvælamarkaðinn sem hér er. Að það drepi íslenskan landbúnað og bændur varðar þá ekkert um. Fyr- ir nokkru ákvað ESB meira að segja að leggjast gegn hvalveiðum. Ungur þingmaður, sem lýsti andstöðu sinni við að gengið yrði til samninga án þjóðaratkvæða- greiðslu, var látinn vita að ef hann stæði við það, væri stjórnarsam- starf VG og Samfylkingar í hættu. Þetta – og önnur framganga stjórnarinnar – segir mjög skýrt hvað vegur þyngst í huga hennar: Að halda völdum. Framtíð þjóð- arinnar er miðað við það léttvæg. Skoðun ungs þingmanns sem vill greiða atkvæði eftir eigin sam- visku, eins og hann hefur unnið eið að, skiptir engu. Vöknum, Íslendingar. Margir segja að vonum: „Ég er sammála, en hvað get ég gert“? Hér er ein hugmynd: Sendum öll tölvupóst til allra þingmanna og segjum þeim: 1. Við viljum ekki borga Icesave, fyrr en úrskurður dómstóls liggur fyrir – og við getum það. 2. Við viljum ekki að sótt verði um aðild að ESB fyrr en þjóð- in hefur samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu. 3. Ísland er ekki til sölu. Þetta er ekki flókið í fram- kvæmd: Listi yfir þingmenn og netföng þeirra er á vef Alþingis: http://www.althingi.is/vefur/addr- s.html?teg_starfs=A og á vefsetri undirritaðs: landsmenn.is – ásamt fleiri upplýsingum. Vöknum, Íslendingar Eftir Baldur Ágústsson Baldur Ágústsson » Í sönnu lýðræðisríki er ekki hægt að spyrja þjóðina of oft – aðeins of sjaldan Höfundur er fyrrv. forstjóri og fram- bjóðandi í forsetakosningunum 2004. – baldur@landsmenn is – www.landsmenn.is Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.