Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SKAGFIRÐINGAR á öllum aldri hafa aðstöðu til tómstundastarfs í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Þar geta eldri borgarar spilað á spil á meðan prjónaklúbbur starfar, kór æfir og unglingar eru á netinu eða spila billjard við afa, svo dæmi af einum raunverulegum degi sé tek- ið. Hús frítímans er miðstöð tóm- stundastarfs allra íbúa sveitarfé- lagsins, óháð aldri, og er nýjung hér á landi. Það var opnað í mars sl. Áður var sérstök félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og að- staða til tómstundastarfs eldri borgara annars staðar, eins og víð- ast er. Húsnæðið var illa nýtt og ungmennahús vantaði fyrir eldri unglingana. „Við hugsum þetta eins og íþróttahús þar sem dagskrá er all- an daginn fyrir mismunandi hópa. Við getum ráðið fólk í fullt starf og nýtt reynslu þess og þekkingu og jafnframt lækkað rekstrar- kostnað,“ segir María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri sveit- arfélagsins Skagafjarðar. Fjölbreyttari starfsemi Ivano Tasin, forstöðumaður Húss frítímans, er ánægður með starfsemina fyrstu fjóra mánuðina. „Mér fannst fólk ná fljótt vel sam- an og ekki hafa orðið neinir árekstrar. Áhugamálin tengja fólk saman,“ segir hann. Auk starfsemi í þágu eldri borg- ara, ungmenna og grunnskóla- barna er húsið opið fyrir hvers konar félags- og menningarstarf íbúa héraðsins. Mikið er um að íþróttafélög og klúbbar fundi. Haldnir eru tónleikar, opnar kór- æfingar, fyrirlestrar, námskeið og leikæfingar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Áherslan er ekki síst á menningu og listir. „Við trúum því að listirnar komi okkur út úr erf- iðleikunum,“ segir María Björk. Ekki má gleyma því að starfs- menn sveitarfélagsins sem vinna með ungu fólki hafa bækistöð í Húsi frítímans, útideildin, leiðbein- endur og verkstjórar í vinnuskóla og á sumarnámskeiðum sem hald- in eru undir heitinu Sumar TÍM. Við skipulagningu dagskrár- innar er tekið mið af fjölskyldu- stefnu. Þannig er að sögn Maríu reynt að flytja starfsemina framar á daginn. Markmiðið er að börn yngri en ellefu áru séu ávallt búin klukkan fimm á daginn og geti notið samvista við foreldra sína eftir vinnu. Þá vekur María Björk athygli á því að boðið sé upp á frístunda- strætó til að auðvelda öllum Skag- firðingum, hvar sem þeir búa í héraðinu, að taka þátt í starfinu í Húsi frítímans. „Það hefur orðið mikil aukning í öllu félagsstarfi með þessari nýju aðstöðu enda hefur fjölbreytnin aukist,“ segir María Björk. Áhugamálin tengja fólk saman  Félagsstarf eldri borgara, félagsmiðstöð unglinga og ungmennahús er sameinað í Hús frítímans á Sauðárkróki  Aðstaðan opin fyrir félagsstarfsemi allra íbúa sveitarfélagsins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hús frítímans Ivano Tasin forstöðumaður og María Björk Ingvadóttir frí- stundastjóri stofnuðu Hús frítímans og stýra því. IVANO Tasin er Ítali sem kom til Ís- lands sem sjálfboðaliði á vegum Evrópu unga fólksins. Hann ætlaði að vinna að verkefni í Ungmenna- húsinu á Sauðárkróki í hálft ár en var boðið að starfa áfram á frí- stundasviði sveitarfélagsins og er nú búinn að dvelja hér í fimm og hálft ár. Hann er forstöðumaður Húss frítímans sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Mig langaði alltaf til Íslands þegar ég var lítill. Það tengist áhuga mínum á náttúru og um- hverfismálum,“ segir Ivano. Hann vann í fjármáladeild fyrirtækis á Norður-Ítalíu og því varð mikil breyting á starfsumhverfi hans við búferlaflutningana. Æskulýðs- og forvarnamálum var lítið sinnt í heimabyggð Iv- anos, þótt það hafi eitthvað breyst, og hann segist hafa lært mikið á Íslandi. Telur hann málum vel fyrir komið hér. Sérstaka ánægju hefur hann haft af því að taka þátt í undirbúningi að stofn- un Húss frítímans frá upphafi og skipulagningu starfsins. Ivano hefur haldið tengslum við áætlun Evrópusambandsins sem heitir Evrópa unga fólksins og vinnur að ungmennaskiptum. Starfsfólk sveitarfélagsins Skaga- fjarðar hefur fengið tækifæri til að starfa erlendis og í haust verður hópur erlendra ungmenna á Sauð- árkróki að vinna að sýningu fyrir Menningarnótt í Reykjavík. helgi@mbl.is Sjálfboðaliði í föstu starfi BÓK sem ætlað var að leiða er- lenda ferðamenn í allan sannleika um Ísland og ís- lenska þjóð hefur verið innkölluð vegna „tillitssemi við tiltekna að- ila“, að sögn höf- undarins, Páls Ásgeirs Ásgeirs- sonar. Í bókinni voru upplýsingar um heimilisföng frægs fólks og mun það hafa verið ástæðan fyrir því að bókin var innkölluð og breytt. „Það var tekin sú ákvörðun af til- litssemi við tiltekna aðila að innkalla bókina úr verslunum og ný prentun verður væntanlega komin í dreifingu eftir helgina,“ segir Páll Ásgeir. Bókin heitir The Real Iceland og var kynnt sem skrítin og skemmti- leg bók þar sem erlendir ferðamenn eru leiddir í allan sannleika um Ís- land og íslenska þjóð. Í bókinni voru gefin upp heimilisföng frægra Ís- lendinga, meðal annars Bjarkar Guðmundsdóttur, og voru gerðar at- hugasemdir við það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eftir fundi lögmanna Forlagsins sem gef- ur bókina út og Bjarkar var ákveðið að gefa bókina út að nýju án heim- ilisfanganna. helgi@mbl.is Heimilis- föngin strikuð út Páll Ásgeir Ásgeirsson HORFUR eru á að verslun kunni að dragast saman enn frekar á næst- unni og starfsfólki muni fækka. Á þetta einkum við um litlar verslan- ir. Eru þetta niðurstöður könnunar sem Rannsóknasetur verslunar- innar gerði nýlega meðal stjórn- enda í verslun. Töldu 62% svarenda að sala á árstíðabundnum sumar- vörum yrði minni nú en í fyrra og um fjórðungur taldi að fækka þyrfti starfsfólki. Samdráttur í sölu á sumarvörum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FYRIRUGAÐAR fjárfestingar og sala Reykjanesbæjar á eignarhlutum í orku- og veitufyrirtækjum hafa jákvæð áhrif á rekstur og efnahag bæjarins. Á árinu 2009 eru áhrifin talin jákvæð um yfir 10 milljarða en verulega minni eftir það. Kemur þetta fram í umsögn Guðmundar Kjartanssonar, endurskoðanda Reykjanesbæjar, um samningana við Geysi Green Energy sem lagðir verða fram á fundi bæjarstjórnar í dag þegar samningarnir verða teknir til umræðu og væntanlega einnig afgreiðslu. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, sagði frá þessu áliti á íbúafundi sem bæjarstjóri efndi til í gærkvöldi. Guðbrandur Einarsson, oddviti minnihlutans í bæjar- stjórn, sagði að sá flýtir sem verið hefði á málinu væri ill- skiljanlegur og vekti tortryggni. Hann lýsti mismun í verðmati og sagði að allt of miklu munaði til að hægt væri að láta eins og ekkert væri. Hann sagði nauðsynlegt að láta endurmeta verðmæti fyrirtækjanna, miðað við að- stæður í dag og sagði síðar í framsögu sinni að gera þyrfti sjálfstætt mat á verðmæti hvors fyrirtækis fyrir sig, það er HS orku og HS veitum. Guðbrandur sagðist ekki geta fullyrt nú hvort það þjónaði hagsmunum bæjarins að gera einhverjar breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækj- anna en það þyrfti að gera rétt og heiðarlega. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði að við samningana hefði verið stuðst við verðmat sem Capacent gerði fyrir HS orku á síðasta ári, fyrir hrunið. Sagðist hann stoltur af að geta haldið í við það mat, miðað við það sem síðan hefði á gengið. Það væri ekki í þágu Reykjanesbæjar að gera nýtt verðmat. „Þetta er góður samningur, fyrir þá sem vilja eiga HS veitur,“ sagði Árni og bætti því við ekki væri víst að allir í salnum vildu eiga það fyrirtæki. Skilar 10 milljörðum Ljósmynd/Ellert Grétarsson Fjölmenni Hiti var í húsinu þegar íbúar Reykjanesbæjar komu í Bíósal Duushúsa til að fræðast um forsendur samn- inga Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um orkufyrirtækin. Sumir komu heim úr frí til að taka þátt.  Oddviti minnihlutans í Reykjanesbæ vill gera nýtt verðmat á orkufyrirtækjunum  Bæjarstjóri segir samninginn góðan Tilfinningar til óskabarnsins HEITAR tilfinningar í garð Hitaveitu Suðurnesja komu fram í fyrirspurnum á íbúafundinum í Reykjanesbæ um samninga Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy um arftaka Hitaveit- unnar, HS orku og HS veitur. Reykja- nesbær er að selja hlut sinn í orkuöfl- unarfyrirtækinu en eignast mikinn meirihluta í orkudreifingarfyrirtækinu. Fram kom gagnrýni á að fundur um þetta mikilvæga mál væri boðaður með skömmum fyrirvara og þegar flestir væru í sumarfríi. Spurt var hvort bæjarstjórnin hefði umboð frá íbúunum til að selja eignir bæjarbúa. Í fyrirspurn frá fundarmanni komu fram áhyggjur af því að allt væri í upp- námi milli meirihlutans og Grindvík- inga. Ekki væri lengur samstaða um þetta óskabarn Suðurnesjamanna. Ás- geir Margeirsson, formaður stjórnar HS orku, sagði að þrátt fyrir að illa hefði gengið að fá upplýsingar frá bæj- arstjórn Grindavíkur myndi hann halda áfram að leita sameiginlegra lausna. Jón Gunnarsson spurði hvort menn teldu nægilegt að hafa veð í hlutabréf- um fyrir greiðslum Geysis Green á kaupverði HS orku og hvers virði þau væru. Böðvar Jónsson, formaður bæj- arráðs, sagði að til viðbótar veði í hlutabréfum HS orku væri sá fyrirvari að hægt væri að gjaldfella lánið ef fjár- hagsleg staða fyrirtækisins færi niður fyrir ákveðin mörk. Spurt var um aðkomu kanadíska fyr- irtækisins Magma Energy sem tekur þátt í kaupunum með Geysi Green og hvort Íslendingar tengdust því félagi á einhvern hátt. Ásgeir Margeirsson sagði frá Magma og stjórnanda þess. Það væri skráð á markaði í Toronto, hluthafar væru orðnir yfir 100 og færi fjölgandi. Sagðist Ásgeir hafa þær upplýsingar frá hluthafaskrá Magma að engir Íslendingar ættu í því og að enginn feluleikur væri með það. helgi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.