Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞEIR aðilar sem stýrðu fimm lífeyr- issjóðum sem hafa verið til rann- sóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara frá því í mars liggja undir grun um að hafa fjárfest um of í skulda- og hlutabréfum tengdum Landsbankanum eða eigendum þeirra. Sjóðirnir fimm voru allir í eignarstýringu hjá Landsbankanum. Búið er að yfirheyra töluverðan fjölda manna í tengslum við rann- sóknina, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mikið í tengdum félögum Fjárfestingar sjóðanna fóru að mestu fram í gegnum verðbréfasjóði í eigu Landsbankans, meðal annars peningamarkaðssjóði. Heimildir Morgunblaðsins herma að í gegnum þá sjóði hafi meðal annars verið fjár- fest umfram heimildir í bréfum frá Landsbankanum sjálfur, Straumi Burðarási og Samson. Meint brot áttu sér stað á fyrri hluta ársins 2008. Öll umrædd félög voru að stórum hluta í eigu Björgólfsfeðga. Framlengt hjá þremur sjóðum Sjóðirnir sem um ræðir eru Ís- lenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyris- sjóður Eimskipafélags Íslands, Líf- eyrissjóður Tannlæknafélagsins, Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnu- flugmanna og Kjölur, lífeyrissjóður. Sameiginleg stærð sjóðanna fimm var um 52 milljarðar króna. Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu hófst 17. mars síðastliðinn þegar því var vísað þangað af Fjár- málaeftirlitinu (FME). Þeir sem eru til rannsóknar eru grunaðir um að hafa farið langt út fyrir löglegar fjár- festingarheimildir í einstökum fé- lögum og fyrir falska skýrslugjöf til FME um þær fjárfestingar. Stjórnum og framkvæmdastjórum sjóðanna var vikið frá störfum og fjármálaráðherra skipaði þeim um- sjónaraðila til 1. júlí. Þremur sjóðum hefur nú verið skilað aftur í hendur réttkjörinna stjórna en skipan Láru V. Júlíusdóttur lögmanns sem um- sjónaraðila Íslenska lífeyrissjóðsins og lífeyrissjóðs Eimskipafélags Ís- lands hefur verið framlengd í þrjá mánuði. Umsjónaraðili starfar bæði sem stjórn og framkvæmdastjóri sjóðanna á meðan skipun hans er í gildi. Fé stýrt til Landsbankans Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Allir sjóðirnir fimm voru í eignarstýringu hjá Landsbank- anum. Grunur leikur á að offjárfest hafi verið í tengdum bréfum.  Rannsókn á fjárfestingum fimm lífeyrissjóða langt komin  Búið að yfirheyra marga  Umsjónaraðili skipaður áfram ● Búið er að endurskipuleggja Kaup- þing í Lúxemborg og mun hann héðan í frá heita Banque Havilland S.A. Bankinn var keyptur af hinni bresku Rowland-fjölskyldu fyrir nokkru og mun héðan af einbeita sér að einka- bankaþjónustu og eignastýringu. Magnús Guðmundsson mun áfram stýra bankanum, en hann var lykil- maður í gamla Kaupþingi fyrir banka- hrun. Starfssvæði bankans er Evrópa, Mið-Austurlönd og Asía. Banque Havilland opnaður                                          ÞETTA HELST ... ● Fjárfestar hafa sýnt Securitas mik- inn áhuga, að sögn Óskars Sigurðs- sonar, skiptastjóra Fons. Hinsvegar er ekki búið að opna fyrir söluferlið en margir hafa óskað eftir upplýsingum, að hans sögn. Þrotabúið á einnig hluti í Heklu Travel, Plastprenti og 365 miðlum. Flestar eignir búsins eru veð- settar. helgivifill@mbl.is Sýna Securitas áhuga ● Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s við- heldur neikvæð- um horfum fyrir danska banka- kerfið. Björgunar- aðgerðir sem danska ríkið réðst í síðastlið- inn október hafa stutt við bankakerfið varðandi aðgengi að lausafé og fjármunum. Aftur á móti, segir í frétt frá matsfyrirtækinu, er helsta áskorunin að gæði eigna fara minnkandi. Moody’s segir að fjármögnun danskra banka, sem fyrirtækið metur, sé viðunandi. helgivifill@mbl.is Frá Kaupmannahöfn. Neikvæðar horfur fyrir danska bankakerfið Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is VERIÐ er að ganga frá sölu á einkaþotu Pálma Haraldssonar, VP-CEO, úr þrotabúi fjárfesting- arfélagsins Fons, sem hann átti, samkvæmt upplýsingum frá Ósk- ari Sigurðssyni skiptastjóra. Þrotabúið mun ekki ríða feitum hesti frá sölunni, heldur er um lít- ið annað að ræða en yfirtöku á skuldum og öðrum kostnaði sem tilheyrir, svo sem tryggingagjöld- um. Væntanlegur kaupandi er Norð- maður en í samningsgögnum kem- ur fram að trúnaðar verði að gæta um hver hann er. Kaupin eru að ekki að fullu frá- gengin: Búið er að samþykkja kauptilboð Norð- mannsins en beðið er eftir samþykki frá GE Capital Invest- ment, sem er veðhafi í flugvél- inni. Við kaup Fons á þotunni var lagt fram nokk- uð mikið af eigin fé, að sögn Ósk- ars, en hafa ber í huga að verð á einkaþotum hefur lækkað frá þeim tíma. Samkvæmt flugvélasöluvefnum Controller, hvar vélin er auglýst til sölu, er verðmiðinn 15 milljónir dollara. Vikuritið Viðskiptablaðið hefur greint frá því að kaupverðið hafi verið 24 milljónir dollara. Vélin hefur verið til sölu frá því í fyrrahaust. Flestar eignir þrota- búsins eru veðsettar, því er ekki búist við að fá mikið upp í al- mennar kröfur, að sögn skipta- stjóra. Það þýðir t.d. að þrotabúið fær ekkert fyrir Securitas, heldur rennur fjárhæðin til veðhafans, sem er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins Landsbankinn. Einkaþota Pálma seld til Noregs með afföllum Farkosturinn Þotan er Bombardier Challenger, smíðuð árið 2002. Ljósmynd/Controller Pálmi Haraldsson Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Enn er stefnt að því að ná samkomu- lagi við erlenda kröfuhafa Lands- banka, Kaupþings og Íslandsbanka um aðkomu þeirra að nýju bönkun- um og virði eigna þeirra gömlu fyrir næstkomandi föstudag, 17. júlí, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra. Morgunblaðið sagði frá því á laugardag að ekki hefði tek- ist að ná allsherjarsamkomulagi við kröfuhafana í fundaröð sem haldin var í lok síðustu viku. Þar kom fram að ljóst sé að ekki takist að klára formlegt samkomulag á þeim tíma sem er til stefnu þótt að viðræðuað- ilar nái saman í orði. Steingrímur staðfestir að fundað verði stíft í þess- ari viku til að reyna að ná niðurstöðu fyrir vikulok. „Það er allavega stefnt að því að finna leiðir til þess að þá verði hægt að leggja fram efnahags- reikninga bankanna og fjármagna þá. Menn eru að reyna að vera til- búnir með leiðir í þessum efnum.“ Heimildir Morgunblaðsins herma að samtals verði efnahagsreikningur nýju bankanna á bilinu 1.800-2.000 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að efnahagsreikningur Kaupþings fyrir hrun var talinn um 6.000 milljarða króna virði, eða þrisvar sinnum meira en allir nýju bankarnir. Formlegar viðræður milli kröfu- hafanna og viðræðunefndar ríkisins hófust í byrjun júní og var þá stefnt að því að ljúka þeim á tæpum mán- uði. Það tókst ekki og var þá loka- frestur settur til 17. júlí. Upphaf við- ræðna hafði þá tafist mánuðum saman vegna verðmatsvinnu Delo- itte. Hingað til hefur því verið haldið fram að forsenda þess að hægt sé að stofnsetja nýju bankana, birta efna- hagsreikninga þeirra og leggja þeim til eigið fé, sé að niðurstaða fáist í þessum viðræðum. Nú er hins vegar verið að ræða það í fullri alvöru að FME geti stofnsett bankana þrjá á föstudag með einhliða ákvörðun. Þó er talið fullvíst að slík ákvörðun myndi leiða til þess að erlendu kröfu- hafarnir myndu samstundis hefja málsóknarferli. Bankar í gang í vikulok  Fjármálaráðherra segir enn stefnt að birtingu efnahagsreikninga nýju bank- anna 17. júlí  Efnahagsreikningur þeirra allra þriðjungur af gamla Kaupþingi Í HNOTSKURN »Viðræður skilanefndagömlu bankanna við er- lenda kröfuhafa fóru fram í London í síðustu viku. »Skilanefnd Landsbankanshitti þá síðastliðinn mið- vikudag, fulltrúar Kaupþings á fimmtudag og Landsbank- ans á föstudag. Samkomulag náðist ekki á fundunum. »278 dagar eru frá því aðNýi Landsbanki var stofn- aður, fyrstur nýju bankanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.