Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Úrræðaleysihefur settmark sitt á líf margra eftir bankahrunið. Í Morgunblaðinu í dag rekur Guðni Einarsson blaðamaður raunir hjóna, sem soguðust inn í hringiðu hrunsins og horfa upp á það að lánabyrði þeirra þyngist jafnt og þétt. Eins og fram kemur hafa hjónin verið tíðir gestir í bankanum sínum. Þau hafa mætt í útibúið sitt og talað við þjónustufulltrúa sinn eða útibússtjórann ýmist sam- an eða sitt í hvoru lagi einu sinni til tvisvar í viku síðan í október og á tímabili mætti maðurinn daglega í bankann. Viðmælandi Morgunblaðs- ins segir starfsfólk bankans allt vera af vilja gert, en í hvert skipti sem lausn virðist vera í sjónmáli er hún skotin niður annars staðar í kerfinu. Reynslusaga þessara hjóna er örugglega ekki einsdæmi. Það segir sína sögu að þau leit- uðu til Ráðgjafarstofu heim- ilanna fyrir sex vikum og enn eru nokkrar vikur í að þau komist að í viðtal. Það er líkast því að þau hafi lent inni í svart- holi. Stjórnvöld ítreka hvað eftir annað að ýmisleg úrræði hafi verið sett fram til að auð- velda almenningi að glíma við afleiðingar hrunsins, en eitt- hvað virðist ekki komast til skila. Eigi fólk að geta tekist á við vandann þarf það að vita um- fang hans. Það á jafnt við um þjóðfélagið í heild sem hvern og einn. Um leið og verkefnið er skýrt og viðráðanlegt er hægt að hefjast handa. Endurreisnin eftir hrunið hefur gengið hægt. Ekk- ert gerist og á meðan vaxa skuld- irnar „eins og æxli“, svo notuð sé samlíking hjónanna. Engin leið er að segja til um hve oft saga þeirra hefur endurtekið sig í kerfinu, en orkan sem far- ið hefur í að spóla í sama farinu er óheyrileg. Þeir kraftar hefðu nýst betur í að þoka hlutum áfram. Það ástand, sem hjónin lýsa, er ekki boðlegt. Reglulega hef- ur verið gagnrýnt hve hægt gengur að finna leiðir fyrir þá, sem lent hafa í greiðsluvand- ræðum. Eins og fram kemur í Morg- unblaðinu í dag undirbýr Kaupþing nú nýja lausn á vandræðum skuldsettra ein- staklinga og lítilla fyrirtækja, sem felst í því að skuldbreyta eldri lánum, setja hluta lána í bið og afskrifa veðskuldir um- fram virði fasteigna. Þessi leið mun hafa fengið góðar und- irtektir, meðal annars hjá ráð- herrum. Hvað sem þessari lausn líður er ljóst að finna þarf leiðir til að koma í veg fyrir að almenn- ingur þurfi að feta í fótspor hjónanna, sem lýsa reynslu sinni í Morgunblaðinu í dag. Í átta mánuði hafa þau verið eins og þátttakendur í leikriti, sem endurtekið er vikulega án breytinga. Ef lausnirnar, sem eru í boði, eru gagnslausar þarf að færa fram nýjar. Á meðan beðið er hleðst vandinn upp og verður illleysanlegri. Á meðan beðið er hleðst vandinn upp og verður illleysanlegri} Í hringiðu hrunsins Eins og framkom í Morg- unblaðinu í gær segist Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, ekki muna eftir öðru eins ann- ríki hjá félaginu og und- anfarnar vikur. „Um leið og strandveiðarnar hófust fjölg- aði útköllunum,“ var haft eftir honum, og jafnframt að tugum aðstoðarbeiðna hefði verið sinnt hringinn í kringum land- ið. Strandveiðarnar hafa orðið til þess, að mati Kristins, að ónotaðir bátar eða lítið notaðir bátar hafa verið sjósettir. „Þegar þú ferð að nota tæki sem búin eru að standa lengi er ýmislegt sem getur farið úrskeiðis.“ Jafnframt bendir hann á að sjómennirnir á þess- um bátum hafi hugsanlega ekki mikla reynslu af sjósókn eða að langt sé um liðið frá því þeir voru á sjó. Orð Kristins varðandi nauðsyn þess að gera ráð- stafanir til að fyrirbyggja slys á sjó eru umhugsunarefni. Hann telur æskilegt að setja á laggirnar öryggisnámskeið fyrir þá sem fara á strandveið- ar og það er full ástæða til að taka undir þá skoðun hans. Ís- lendingar hafa á síðustu ára- tugum verið í fremstu röð fisk- veiðiþjóða hvað öryggi á sjó varðar. Nú þegar um 400 bátar bætast við vegna strand- veiða er brýnt að kenna þeim sem eru nýgræðingar eða þjálfunarlitlir á sjó að takast á við slys eða annan vanda og minnka eins mikið og hægt er möguleikana á óbætanlegum sjóskaða. Íslendingar hafa á síðustu áratugum verið í fremstu röð fiskveiðiþjóða hvað öryggi á sjó varðar } Öryggi sjófarenda Í Draumalandi sínu veltir Andri Snær vöngum yfir því af hverju matarfram- leiðsla á Íslandi er jafn einsleit og raun ber vitni. Þegar ég las hugleið- ingar hans um framleiðslu íslenskra bænda á sérvöru – eða öllu heldur skort á henni – fannst mér eins og ég hefði eignast langþráðan samherja. Umræða síðustu mán- aða um vörur beint af býli, frásagnir af bænd- um sem vinna sitt eigið kjöt og selja heima, ásamt sultum, grænmeti, kæfu og þess háttar marka ennfremur stórstígar framfarir. Því voru það mér nokkur vonbrigði á ferðalagi um landið í síðustu viku að sjá hversu erfitt það reynist svöngum ferðalöngum að nálgast ferskvöru; svo ekki sé talað um freistandi hrá- efni í matargerð. Í öllum vegasjoppum má finna ótrúlegt úrval af sælgæti, snakki og gosi. En eiginleg matvara sem þar býðst til kaups, er fyrst og fremst niðursuðuvara, kex og þess háttar. Sem sagt sú vara sem geymist vel og einna auðveldast er að pakka með sér í ferðalagið áður en lagt er af stað. Að finna grænmeti, ferskt kjöt eða fisk er nánast ómögu- legt. Það er meira að segja orðið erfitt að finna fiskmeti í sjávarþorpum, nema þá frosið ef þar er Bónusverslun. Á tjaldstæði þar sem ég gisti fyrir skömmu var falleg búð sem opin var á hentugum tímum fyrir tjaldbúa. Þar var allt mögulegt til sölu – annað en ferskmeti. Í næsta nágrenni við þessa búð eru einhverjar búsældarlegustu sveitir landsins, fín veiðivötn og góðar hafnir. Þrátt fyrir það var engar afurðir þessara náttúrugæða að finna í búðinni. Þeir útlendingar sem keyra um langan veg að þessu tjaldstæði og gista þar hljóta að halda að þjóðin lifi á kart- öfluflögum og kexi. Þótt einstaka býli sé farið að ryðja brautina er enn langt í land með að þessar vörur blasi við neytendum. Ég sakna þess draumalands þar sem ég get gengið að íslensku aðalblá- berjahlaupi vísu í vegasjoppum (það geymist t.d. ekkert síður en kexið); að góðri kæfu ofan í heimabakað rúgbrauð, hangilærum sem skorið er af jafnóðum á flatkökur; úrvalskjöti frá næsta býli, urriða og silungi, ferskum og reyktum. Jafnvel heimastrokkuðu smjöri, al- mennilegum sýrðum rjóma (án hleypiefna), óhrærðu skyri, þurrkuðum og reyktum pyls- um, villigæsabringum, verkuðu andakjöti, sjófugli og eggjum úr næsta bjargi. Kryddjurtum og grösum í te úr fjallinu. Er ekki eitthvað undarlegt ef slík verslun er óarðbær- ari en að fljúga kexi og snakki frá útlöndum og keyra það síðan á trukkum í hverja einustu sjoppu á landinu? Eða skortir okkur kannski bara viljann og sjálfstraustið til að nýta það sem við eigum? Ég veit ekki hvort heldur er, en grunar því miður að lengi enn eigi ferðafólk eftir að rúnta um landið með kæliboxið sitt fullt af ítalskri parmaskinku, andaskönkum frá Frakklandi og birgðum af sölnuðu grænmeti úr bænum. Og láta sig dreyma um betri nýtingu á landsins gæðum. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Sjoppufæði í stórbrotinni náttúru Eyðimerkur verði aflvaki framfara FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is K olareykinn leggur yfir markaðinn í eyðimerk- urborginni Marrakesh þegar kaupmennirnir bera saman bækur sín- ar. Allt í kringum torgið eru lágreist hús þar sem konur anda að sér ban- eitruðu kolmónoxíði. Þær standa yfir hlóðunum. Blaðamaður veltir því fyrir sér hversu lítið hafi breyst síðan Churc- hill málaði Atlasfjöllin handan rauð- brúnna eyðisanda. Allt er með líku sniði. Það eru helst lélegar Rolex- eftirlíkingar sem minna á nútímann. Vanþróunin í Marokkó er ekki bundin við Marrakesh. Að keyra í gegnum sveitaþorpin á leiðinni til Essaouira er eins og að fara aftur í tímann. Það eru þó merki um breyt- ingar. Á þaki hótelanna sem kljúfa vindinn við gamla virkismúrinn í Essaouira má sjá sólarsellur sem tengdar eru vatnstönkum. Sturtu- vatnið er hitað með sólarorku. Hugsað stórt Þótt Marokkó sé ekki auðugt land á flestan mælikvarða er það þó ríkt af lítt nýttri vind- og sólarorku. Og það sama á við um nágrannaríkin. Allt bendir til að á næsta áratug verði ráðist í stórfellda sólarorku- framleiðslu í þessum snauða heims- hluta. Hér er hugsað stórt. Félags- skapur stórfyrirtækja, stofnana og samtaka hyggst leggja út í 71.500 milljarða króna fjárfestingu í upp- byggingu sólarorkuvera í eyðimörk- um Norður-Afríku. Stefnt er að því að orkuverin fari í gang árið 2019 og muni þá framleiða sem nemur 15% af orkuþörf Evrópu. Svo er ætlunin að bæta við fram- leiðsluna. Orkuþörf Evrópu mun vaxa en engu að síður er miðað við að um miðja öldina muni sólarorkuverin sjá álfunni fyrir 20-25% af orkuþörf hennar. Verkefnið heitir Desertec og ætti listinn yfir þátttakendur að auka tiltrú á að þessi djarfa sýn rætist. Siemens, Deutsche Bank, orkuris- arnir RWE og E.ON. og ESB koma að undirbúningnum, svo nokkrir þátttakendur séu nefndir, þannig að slagkrafturinn er til staðar. 700-föld orkuþörf mannkyns Fræðast má um verkefnið í fjórðu útgáfu hvítbókar um verkefnið, Clean Power From Deserts, en þar segir að 10.000 meiri orka sé fólgin í sólarljós- inu en mannkynið þurfi. Í sólarljósinu sem skíni á eyðimerkurnar sé að finna 700 sinnum meiri orku en samanlögð heimsbyggðin þurfi. Nefndar eru nokkrar tölur. Sólvermdar eyðimerkur þeki um 36 milljón ferkílómetra af um 149 fer- kílómetrum landmassans á yfirborði jarðar. Sérhver ferkílómetri bjóði upp á framleiðslu 2,2 terawattstunda af raforku á ári og samanlagt bjóði eyðimerkur því upp á framleiðslu um 80 milljón terawattstunda. Það er geysihá tala. Oft hefur verið rætt um 30 terawattstundir í samhengi við efri mörk mögulegrar raforkufram- leiðslu á Íslandi. Þessi orka jafngildir 750-faldri þeirri orku sem mannkynið sótti í jarðefnaeldsneyti árið 2005. Miðað við 15% orkunýtni sólarorkuveranna geti einn hundraðshluti af flatarmáli eyðimarka annað orkuþörf heimsins. Framtíðin Sólarorkuverin munu byggjast á þeirri tækni að beina sólarljósi í miðlægan punkt og virkja orkuna til að hita vatn sem síðan knýr hverfla. Hægt er að sækja 750 sinnum meiri orku í sólarljós sólbakaðra eyðimarka en sótt var í bruna jarðefnaeldsneytis 2005. Sam- tökin Desertec telja eyðimerkur bjóða upp á lausn orkuvandans. MARKMIÐ verkefnisins eru sett í samhengi við fyrirhugaðan vatns- vanda, líkur á að árið 2025 muni tveir þriðju hlutar mannkyns búa á svæðum þar sem aðgangur að vatni verður takmarkaður. Með því að framleiða raforku á þurrum eyðimerkursvæðum megi knýja vatnshreinsistöðvar og sjá mannhafinu fyrir hreinu vatni. Verkefnið er líka sett í sam- hengi við þverrandi birgðir jarð- efnaeldsneytis, með vísun til stofnunar Kola- og stálbandalags- ins í Evrópu eftir síðari heims- styrjöldina, eins forvera ESB í núverandi mynd. Nú er hins vegar einnig horft til Norður-Afríku og Mið- Austurlanda um slíkt samtarf á öðrum grunni. Notkun sólarorku frá Norður- Afríku í Evrópu krefst orkuflutn- inga um langan veg og fullyrða talsmenn Siemens að þeir hafi þróað tækni til að leysa það. SAMEINI ÞJÓÐIRNAR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.