Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 STANGVEIÐI eftir Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is TUTTUGU stiga hiti og sól hafa ekki þótt lofa góðu þegar laxveiði er ann- ars vegar. Enda hafa veðurskilyrði síðustu vikna gert mörgum veiði- manninum erfitt fyrir. Veiðimenn sem heimsóttu Fljótaá í Fljótum gerðu þó góðan túr í lok síðustu viku þrátt fyrir erfið skilyrði. Áin sem er mjög straumhörð fyrir, var óvenju vatnsmikil og litaðist í kakólit seinni- part dags vegna hita og bráðnunar. Einn lax var skráður í veiðibók, en þann tók Adrian Latimer í Bakkahyl á fyrstu veiðidögunum. Þeir feðgar Hörður Blöndal og Gísli Harðarson bættu þó um betur og lönduðu fjórum löxum til viðbótar auk þess sem þeir og aðrir veiðimenn hreinlega mokuðu upp vænni bleikju. Bleikjumergðin í Fljótaá er með ólík- indum á þessum tíma árs og eru veiði- menn oft tvístígandi hvort þeir eigi að leggja áherslu á laxveiði eða halda sig við bleikjupúpurnar. Unaðslegur val- kvíði. Veitt og sleppt á maðk Blaðamaður átti leið um Víðidal í lok síðustu viku og hitti þar fyrir veiðimennina Stefán Kristjánsson og Stefán Sigurðsson. Þeir höfðu verið að veiða Brúna og þó enn væri hálf- tími eftir af vaktinni voru þeir orðnir saddir eins og þeir orðuðu það og ætl- uðu fyrr í mat. Blaðamaður gat þó tal- að þá til og fékk að fylgjast með Stef- áni Kristjánssyni vaða út í grunna ána og renna maðkinum ofan í litla holu neðan brúarinnar. „Þetta verður erfitt, við erum búnir að taka marga fiska hérna,“ sagði hann. „Svona ger- um við þegar við viljum veiða og sleppa í maðkveiði,“ sagði hann og sýndi hvernig hann kom maðki fyrir á lítilli þríkrækju sem vanalega hang- ir aftan úr flugutúbum. „Svo bara kippum við um leið og laxinn tekur.“ Það var greinilegt að mikið var af laxi í pyttinum og tvisvar skellti fiskur sér snöggt á maðkinn en náði ekki að festa sig. Tvær mínútur í hádegismat setti Stefán þó í grálúsugan smálax, landaði honum og sleppti aftur. Stefán Sigurðsson er leigutaki Víðidalsár og hann sagði hollið hafa náð 69 löxum á átta stangir. „Þetta er rosalega gott holl hér. Það er að smella sér inn hellingur af smálaxi.“ Hann sagði hollið sem á eftir þeim kom hafa fengið yfir 30 laxa. „Það er lax um alla á. Kominn langt upp á heiði. Það er t.d. fullt af laxi í Girðing- arhyl,“ sagði Stefán en sá hylur er mjög ofarlega í Fitjá, þverá Víðidals- ár. Stefán sagði menn ánægða með að veðrið færi kólnandi og sólin færi í felur. „Það er búið að vera sól og tutt- ugu stiga hiti hér í 10 daga og vatnið eftir því.“ Góður gangur í Blöndu Stefán sagði mikla veiði í Blöndu. „Það hafa verið að koma allt að 30 laxar á vakt á svæði 1. Bæði smálax en líka mjög stórir laxar,“ sagði Stef- án og taldi upp nokkra laxa sem hann hafði heyrt af. „Tveir veiðimenn hafa hringt í mig sem hafa sett í laxa á Breiðunni og misst þá niður að Kríueyju og af færinu. Einn var með hendurnar skornar og brunnar eftir átökin. Annar var eiginlega grenj- andi þegar hann hringdi. Hann elti laxinn alla leið niður eftir og aftur uppeftir. Þá sleit hann á steini.“ Morgunblaðið/Golli Víðidalsá Stefán Sigurðsson og Stefán Kristjánsson hjálpast að við að losa úr grálúsugum smálaxi sem sá síðarnefndi setti í og landaði við brúna í Víðidalsá. Þeir sögðu lax um alla á, langt upp á heiði. Hollið tók 69 laxa á átta stangir. „Rosalega gott holl hér“ Páll Magnússon náði lúsugum 17 punda hæng í Strengjunum í Langá á gárutúpu. Er það annar stórlaxinn á stuttum tíma sem kemur úr þessari annars hreinu smálaxaá. Sá fyrri var 94 cm flykki sem tók á sama stað í júní. Stórlaxarnir veiðast enn í Laxá í Aðaldal. Á vefnum svfr.is er sagt frá þremur 20 til 22 punda fiskum sem komið hafa þar á land síðustu daga. Einnig mun veiðikona hafa lotið í gras fyrir risalaxi sem áhorf- endur fullyrða að hafi verið um 30 pund. Sá tók í þeim fræga stór- laxastað Höfðahyl. Á vefnum votnogveidi.is segir Þröstur Elliðason frá 100 senti- metra hrygnu sem hann landaði í Breiðdalsá og vigtaði 24 pund. Frásögnin er þó hlaðin trega því fiskeldismaðurinn Þröstur hafði aldrei veitt jafn stóran lax og þessa hrygnu og sá fyrir sér fram- tíðarstofn árinnar koma undan henni. Hún lifði þó ekki að komast í eldisstöðina, heldur drapst í klak- kistu. Risahrygna veiddist í Breiðdalsá SKIPULAGSSTOFNUN hefur gef- ið álit sitt um mat á umhverfisáhrif- um fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði. Það er niðurstaða Skipu- lagsstofnunar að óháð því hvaða kost- ur verði valinn við að tvöfalda og/eða aðskilja akstursstefnur á Suður- landsvegi á milli Hólmsár og Hvera- gerðis, þá hafi þeir allir jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Stofnunin telur sig hins vegar ekki hafa forsendur til að leggja mat á hver kostanna sé bestur m.t.t. umferðaröryggis. Neikvæðustu umhverfisáhrif verða vegna lagningar 2+2 vegar með mislægum vegamótum, sem hef- ur í för með sér verulega neikvæð áhrif á nútímahraun og búsvæði fugla og talsvert neikvæð áhrif á gróður, landslag, fornminjar og útivist. Um- ferðarmannvirki vegna 2+2 vegar í nágrenni byggðar hafi verulega nei- kvæð sjónræn áhrif. Áhrif á hljóðvist af 2+2 vegi með mislægum vegamót- um og hljóðvörnum muni hins vegar ekki verða verulega neikvæð. Áhrif 2+2 vegar með vegamót í plani muni verða talsvert neikvæð á nútíma- hraun, en síður á lífríki, landslag, úti- vist, hljóðvist og fornminjar heldur en af 2+2 vegi með mislægum vega- mótum. Áhrif 2+1 vegar með vega- mót í plani verða nokkuð neikvæð á hraun að mati Skipulagsstofnunar, en ekki verulega neikvæð á lífríki, landslag, útivist, hljóðvist og forn- minjar. Álitið í heild sem og mats- skýrslu Vegagerðarinnar má finna á: www.skipulag.is. Allar útfærslur auka umferðaröryggi Suðurlandsvegur Annar varla um- ferðinni á á háannatímum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 19.-21. júlí Eigum laust: 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440 veiðideild Húsgagnahöl l inni , s ími 585 7239. L indir , Skógar l ind 2, s ími 585 7262 efni í lundaháfa Opið 7 dagavikunnar  „Hendurnar skornar og brunnar eftir átökin“  Mikið af bleikju í Fljótaá  „Grenjandi þegar hann hringdi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.