Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 19
ÁÐUR en Alþingi samþykkir ríkisábyrgð á Icesave-lánunum, þarf að greina fjárhags- og lagalega áhættuþætti og samspil þeirra. Þegar greiðist úr flækjunum, gæti útkoman orðið betri en forsendur fjármálaráðuneytisins gera ráð fyrir. Útkoman verður hins vegar verri, ef greiðslur úr slitameðferð Landsbanka Íslands (LÍ) tefjast fram til ársins 2011 þegar 180 millj- arða króna erlent skuldabréf ríkisins fellur á gjalddaga. Lánskjör, ríkisábyrgð og áhætta Vextirnir á Icesave-lánunum (5,55%) eru nær lægri mörkum, þ.e. fjármögnunarkostnaði breska og hollenska ríkisins (4%), en hærri mörkum, þ.e. ávöxtunarkröfu á íslenskum ríkis- skuldabréfum í evrum (15%). Ríkisábyrgðin verður ekki virk fyrr en árið 2016 og ekki þarf að greiða af láninu þangað til. Ef tekst að selja eignir LÍ tímanlega gætu þessi kjör reynst hagstæð. Ríkisábyrgð Icesave-lánanna er aftur á móti óhagstæðari en sú einfalda ábyrgð sem er fyrir lánum Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs, þar sem lánardrottnar þurfa fyrst að ganga að eignum þeirra, áður en þeir ganga að eignum ríkisins. Í tilfelli Icesave-lánanna geta bresk og hollensk stjórnvöld hins vegar gengið beint að eignum íslenska ríkisins. Réttur Breta og Hollendinga til að ganga að eignum íslenska ríkisins er einnig afdráttar- lausari í Icesave-lánasamningunum en í öðrum erlendum lánasamningum. Í alþjóðlegum skuldabréfalýsingum Íslands og Landsvirkj- unar er sérstaklega tekið fram að lánar- drottnar hafi ekki heimild til að gera aðför að eignum íslenska ríkisins sem nauðsynlegar eru fyrir starfsemi sjálfstæðs ríkis. Engin slík und- antekningarákvæði eru í Icesave-lánasamning- unum, heldur er treyst á að ríkið njóti aðfarar- verndar á öðrum grundvelli, þ.e. samkvæmt svokallaðri „ordre public“ reglu og ákvæðum Vínarsamningsins um stjórnmálasamband. Með ábyrgðinni tekur ríkið þá áhættu að inn- heimtu- eða endursöluvirði eigna LÍ rýrni ekki. Það tekur einnig gjaldeyrisáhættu vegna lítilla erlendra tekna og misvægis í samsetningu eigna LÍ og Icesave-lánanna. Þar sem um 20% markaðseigna LÍ eru í pundum, en 66% Ice- save-lánanna, kæmi sér illa ef pundið styrktist gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þróun eigna, lána og ríkisábyrgðar Við Icesave-lánin fær Tryggingarsjóður inn- stæðueigenda og fjárfesta (TIF) forgangskröfu í slitameðferð LÍ. Í upphafi verður krafan jafn há að höfuðstól og Icesave-lánin (700 millj- arðar), en þar sem eignir LÍ (1.100 milljarðar) eru lægri en forgangskröfur í bankann (1.330 milljarðar), skv. skýrslu skilanefndar LÍ, lækk- ar endurheimtuvirði hennar (580 milljarðar). Þar sem skuldir TIF verða hærri en eignir, verður eigið fé hans neikvætt. Mismunurinn (120 milljarðar) fellur þannig í ríkisábyrgð. Ef eignasafn LÍ ber 50 milljarða í vaxta- tekjur á ári, þá hækkar virði þess sem því nem- ur. Þar sem höfuðstóll forgangskrafna helst óbreyttur, mun endurheimtuhlutfall þeirra hækka til ársins 2014, þegar það verður 100%. Það sem fæst umfram 1.330 milljarða fellur al- mennum kröfuhöfum í skaut. Þar sem virði kröfu TIF mun hækka um 25 milljarða árlega (til 2014), í hlutfalli við kröfuna í LÍ, en Icesave- lánin um 40 milljarða fyrstu árin, mun eftir- standandi ríkisábyrgð aukast ár frá ári, komi ekki til greiðslna úr slitameðferðinni. Slitameðferð, útgreiðslur og hagsmunaárekstrar Af ofangreindu er ljóst að miklu máli skiptir að greiðslum slitastjórnar LÍ til TIF og ann- arra forgangskröfuhafa verði hraðað svo að ríkisábyrgðin verði sem lægst árið 2016 þegar hún virkjast. Hins vegar þjónar það hags- munum almennra kröfuhafa, sem eiga 1.900 milljarða kröfu í búið, að tefja sölu eigna. Þessu má lýsa með ímynduðu dæmi. Eftir tvö ár, árið 2011, verður mögulega unnt að selja eignasafn bankans á 1.200 milljarða (leið A), og þá fengju almennir kröfuhafar ekkert, en sé beðið til árs- ins 2016 yrði hugsanlegt að selja það á 1.450 milljarða króna (leið B), og þá fengju almennir kröfuhafar 120 milljarða. Leið A er hagkvæm- ari fyrir ríkið þar sem þá yrðu eftirstöðvar Ice- save-lánanna 200 milljarðar árið 2016, en ef leið B yrði farin, yrðu eftirstöðvarnar 350 millj- arðar árið 2016. stangist á við aðra lánasamninga ríkisins, en hefð er fyrir slíku í fjármálaheiminum. Það er misskilningur að alþjóðlegir láns- fjármarkaðir muni einungis opnast íslenskum aðilum með því að taka Icesave-lánin og lán tengd áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Hafi AGS ofmetið lánsfjárþörf íslenska ríkisins, t.d. vegna uppgjörs og endurreisnar bankanna, getur öll þessi skuldasöfnun stefnt lánshæfis- mati íslenska ríkisins í hættu. Þá yrði erfiðara fyrir alla íslenska aðila að sækja lánsfjármagn til erlendra banka og skuldabréfasjóða, en það er bagalegt þar sem skuldabréfamarkaðir hafa styrkst og þessir aðilar hafa hingað til lánað ís- lenskum aðilum án þeirra íþyngjandi skilyrða sem alþjóðlegar stofnanir og erlend stjórnvöld setja. Afgangur af rekstri ríkisins er betri mæli- kvarði á greiðslugetu ríkissjóðs en landsfram- leiðsla, enda er „þjóðarbúið“ ekki lögaðili að lánasamningum ríkisins. Vegna Icesave- lánanna og fjárlagahalla næstu tvö árin munu skuldir ríkisins aukast fram úr væntingum matsfyrirtækjanna, en þó hugsanlega rúmast innan áætlunar AGS. Sökum þessa er óvíst að endurskoðunarákvæði Icesave-lánasamning- anna geti verið virkjuð. Þar sem ósennilegt er að háar útgreiðslur hafi borist úr slitameðferð LÍ fyrir árið 2011 til að greiða niður Icesave-lánin, munu lánshæf- ismatsfyrirtæki líta á heildarfjárhæð Icesave- lánanna, sem þá verður um 800 milljarðar, en ekki nettóskuldbindingu íslenska ríkisins, og væntanlega lækka lánshæfismat Íslands. Þessi hætta er þegar endurspegluð í því að skulda- tryggingarálag Íslands er nú svipað og hjá að- ilum með lægra lánshæfismat (á bilinu BB- til B+) en ríkið (BBB). Þar sem skuldabréf rík- isins upp á einn milljarð evra fellur á gjalddaga árið 2011, myndi íslenska ríkið þá standa frammi fyrir þremur kostum: að missa 180 milljarða af gjaldeyrisvaraforðanum úr landi (ef svo mikið verður þá til), endurfjármagna skuldina á afarkjörum eða greiða hana ekki, sem væri ígildi greiðsluþrots íslenska ríkisins. Lokaorð Með Icesave-lánunum tekur íslenska ríkið á sig þunga fjárhagslega ábyrgð. Fjárhagslega áhættan og lagalega óvissan af því að sam- þykkja fyrirliggjandi ábyrgð er veruleg. Með þessari grein deilum við okkar hugmyndum um hvernig mál geta þróast ef ríkisábyrgðin verður samþykkt. Eftir Jón Gunnar Jónsson og Helga Áss Grétarsson »Með Icesave- lánunum tekur íslenska ríkið á sig þunga fjárhagslega ábyrgð. Fjárhagslega áhættan og lagalega óvissan af því að sam- þykkja fyrirliggjandi ábyrgð er veruleg. Jón Gunnar Jónsson Jón Gunnar hefur starfað við alþjóðlega lána- og skuldabréfafjármögnun, Helgi Áss er lögfræðingur. Samkvæmt lögum á slitastjórn að hámarka eignavirði fjármálafyrirtækis, t.d. með því að bíða eftir efndatíma útistandandi krafna. Reyni slitastjórn hins vegar að selja útlán bankans áð- ur en þau falla á gjalddaga og greiða úr búinu geta almennir kröfuhafar kært ákvarðanir hennar til dómstóla. Slíkt er til þess fallið að tefja útgreiðslur úr búinu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að slitastjórnin hyggist ekki greiða út úr búinu fyrr en öllum dómsmálum er varða stöðu þess verður lokið. Útgreiðslur gætu einnig tafist vegna skaða- bótakrafna almennra kröfuhafa LÍ vegna órétt- mætrar auðgunar, þar sem ríkið notfærir sér ákvæði neyðarlaganna um forgang innlána, á kostnað annarra kröfuhafa, til að standa skil á ábyrgðum sínum á Icesave-lánunum. Í þessu samhengi má nefna að skuldabréf LÍ hafa tæp- lega tvöfaldast í verði á alþjóðlegum mörkuðum eftir að Icesave-lánasamningarnir voru birtir. Í mögulegum málaferlum getur íslenska ríkið þó borið fyrir sig að hafa náð fram affrystingu eigna bankans í London, öllum kröfuhöfum til hagsbóta. Ríkið er einnig almennur kröfuhafi í slita- meðferð LÍ vegna veðlána Seðlabankans og hefur þannig hag af því að eignir bankans séu seldar á sem hæstu verði. Hins vegar, sem hlut- hafi í nýja Landsbankanum, hefur ríkið einnig hagsmuni af að kaupa þær á sem lægstu verði. Lánshæfismat, skuldir ríkisins og alþjóðasamfélagið Beinar erlendar skuldir ríkissjóðs munu rúmlega tvöfaldast vegna Icesave, án þess að nokkrar eignir komi á móti, en fjármálaráðu- neytið metur núvirði ríkisábyrgðarinnar á 373 milljarða, sem er svipuð fjárhæð og skuldir Landsvirkjunar, sem ríkið ábyrgist einnig. Ekkert bendir til þess, að leitað hafi verið álits matsfyrirtækja á lánshæfisáhrifum Icesave- lánanna, eða álits lögfræðinga um hvort þau Helgi Áss Grétarsson Icesave-lánin: Í upphafi skal endinn skoða 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Í þungum þönkum Þeir voru mjög ábúðarfullir, fjárlaganefndarmennirnir Höskuldur Þór Þórhallsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson, á fundi í nefndinni í gær enda eru margar tölulegar upplýsingar nú um stundir ekki sem ánægjulegastar. Þá er bara að trúa máltækinu, sem segir, að að öll él birti upp um síðir. Ómar Ívar Pálsson | 13. júlí Skræfurnar sitja hjá Þær geta aldrei stigið al- mennilega í annan fótinn og fara því hvergi. Loksins þegar þær koma út úr ESB- skápnum, þá er það orðið of seint, samninga- viðræður án almennilegs umboðs hafnar við ESB sem skila engu. Skræfur þessar tefja almennilegt flokksstarf hjá Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, þar sem 80% hrein and- staða er við ESB-aðild í báðum flokkum. Framsókn þarf líka að eiga við þetta, en þar er líklega ESB prósentan hærri. Heimtið að þingmenn „ykkar“ taki af- stöðu, hver fyrir sig, með eða á móti. Skræfurnar sitja hjá og láta aðra um að standa í eldlínunni. Meira: astromix.blog.is Sigurjón Þórðarson | 13. júlí Jón Bjarnason í mjög vondum málum Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra hefur sýnt vanmáttugan vilja til að koma með breytingar á kvótakerfinu, s.s. með því að opna örlitla glufu til strandveiða. Ég veit eiginlega ekki hvort ég get virt viljann fyrir verkið þar sem það hefur verið mikil fljótaskrift á útfærslunni og allt gengið út á að breytingarnar raski ekki gjaldþrota kvótakerfi. Jón Bjarnason er þar að auki flæktur í net reiknisfiski- fræðinga Hafró sem telja að það eina rétta fyrir Íslendinga sé að halda áfram að berja hausnum við steininn og veiða minna til að geta veitt meira seinna. . . . Meira: sigurjonth.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.