Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 ✝ Magnús Þór-arinsson, listmál- ari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nýju Fasteignasöl- unnar, fæddist á Hjaltabakka í Aust- ur-Húnavatnssýslu 1. júní 1915. Hann lést á heimili sínu á Bergstaðastræti 11A í Reykjavík sunnu- daginn 5. júlí sl. For- eldrar Magnúsar voru Þórarinn Jóns- son, alþingismaður og bóndi á Hjaltabakka, og Sigríð- ur Þorvaldsdóttir, húsfreyja á Hjaltabakka. Systkini Magnúsar voru Þorvaldur, f. 1899, d. 1901, Ingibjörg Jóninna, f. 1903, d. 1994, Aðalheiður, f. 1905, d. 1999, Brynhildur, f. 1905, d. 1994, Skafti, f. 1908, d. 1936, Sigríður, f. 1910, d. 1956, Jón, f. 1911, d. 1999, Hermann, f. 1913, d. 1965, sjómaður, f. 1959, maki Sigríður G. Pálsdóttir, f. 1958, 7) Svanhild- ur, f. 1962. Barnabörn Magnúsar og Vilborgar eru fimmtán, og barnabarnabörnin eru 16. Magnús var fæddur á Hjalta- bakka í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu og ólst þar upp. Hann lauk unglingaprófi á Blönduósi og var veturna 1934- 1936 í myndlistaskóla Finns Jóns- sonar og Jóhanns Briem í Reykja- vík. Sumarið 1936 vann Magnús á búgarði í Danmörku, en réð sig þá um haustið í vinnu hjá Jóni Loftssyni stórkaupmanni við hin ýmsu störf, bæði í Reykjavík og á Arnarstapa en þar var hann verkstjóri í vikurnámi í þrjú ár. Magnús stofnaði og var fram- kvæmdastjóri Nýju Fasteignasöl- unnar í Reykjavík í um 30 ár, og stofnaði síðan og rak Nýja Gall- eríið á Laugavegi 12 í Reykjavík til ársins 1989. Magnús og Vil- borg bjuggu á Bergstaðastræti 11A. Magnús verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 14. júlí, klukkan 15. Þóra, f. 1916, d. 1947, og Hjalti, f. 1920, d. 2008. Magnús kvæntist 1944 Vilborgu Guð- bergsdóttur, f. 1920, d. 2004, foreldrar hennar voru Guð- bergur Davíðsson bóndi og Svanhildur Árnadóttir hús- freyja. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Sig- valdi skipstjóri, f. 1944, maki Anna Magnea Ólafsdóttir, f. 1948, 2) Guðbergur trésmíða- meistari, f. 1946, maki Guðný Ragnarsdóttir, f. 1947, 3) Þórir Skafti deildarstjóri, f. 1948, maki Matthildur Guðmannsdóttir, f. 1958, 4) Stefán deildarstjóri, f. 1950, maki Guðbjörg Ása And- ersen, f. 1954, 5) Jóhannes mál- arameistari, f. 1954, sambýliskona Elsa Björnsdóttir, f. 1951, 6) Helgi Elsku besti afi minn. Ekki bjóst ég við að þurfa að skrifa þér seinasta bréfið svo skjótt. Ég elskaði þig afar heitt, elsku afi, og mér fannst ég ekki ná því að faðma þig og segja þér hve vænt mér þætti um þig. Það er sárt að sjá á eftir þér og erfitt að sjá Bergstaðastrætið autt. Þar var allt- af best að vera, hjá ömmu og afa á Bergstaðastrætinu. Minningarnar eru ótal margar og yndislegar og mér finnst ég svo lánsöm að hafa átt ykkur að. Þú varst mikill maður og lifðir löngu og viðburðaríku lífi. Áttir stóra fjölskyldu og varst vinmarg- ur. Vel máli farinn, mikill skemmti- kraftur með harmónikuna við hönd og hrókur alls fagnaðar. Það var ekkert skemmtilegra en að hlusta á sögurnar þínar og skoða málverkin þín fallegu. Skemmtilegast fannst mér að heyra af honum Kjarval vini þínum og af dvöl þinni í Dan- mörku. Þar lentirðu í ýmsum æv- intýrum sem hægt var að hlæja að. Það var toppurinn að rölta með ömmu til þín í galleríið á Lauga- vegi. Þar tóku á móti mér alls kyns furðuverur eins og dvergurinn litli skrækróma og fuglinn góði sem átti það til að gogga í mig þar til ég veltist um af hlátri á gólfinu. Alltaf sástu til þess að nóg væri um kræs- ingarnar, afi minn, enda mikill gestgjafi. Þú varst hálfgerður jóla- sveinn í augum okkar barna- barnanna og gladdir okkur mikið með gotteríi og gjöfum. Ég brosi í gegnum tárin við þá hugsun að nú sértu hjá elsku ömmu. Þar áttu heima, í faðmi ynd- islegu eiginkonu þinnar. Minning- arnar varðveiti ég í hjarta mínu og ég vona að þú vakir yfir okkur. Á næstu dögum ætla ég að fljúga norður á Blönduós og koma við á Hjaltabakka. Ég efast ekki um að þú verðir með mér í hægra sætinu. Ég sendi þér og ömmu saknaðar- kveðjur og ég vona að Guð varðveiti ykkur. Þið voruð mér allt. Við þökkum öll elsku Ellu okkar fyrir að hafa séð svo vel um þig, afi minn. Þín Berglind. Magnús Þórarinsson ✝ Helga Guð-mundsdóttir fæddist í Nýjabæ í Kelduhverfi 26. sept- ember 1916. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 4. júlí síðastliðinn. Hún var yngsta dótt- ir hjónanna Guð- bjargar Ingimund- ardóttur húsmóður, f. 16.7. 1877, d. 18.6. 1951, og Guðmundar Guðmundssonar bónda og farkenn- ara, f. 12.5. 1879, d. 29.1. 1933. Systur Helgu voru: 1) Anna, ljós- móðir á Grenivík, f. 30.5. 1907, d. 18.2. 1983, var gift Þorbirni Ás- kelssyni, útgerðarmanni, f. 6.7. Akureyri og síðar ráðskona í Núpasveit, f. 15.10. 1914, d. 15.01. 2003. Helga vann lengi við versl- unarstörf í Verzluninni Eyja- fjörður á Akureyri og bjó þá við Bjarmastíg ásamt Guðrúnu og Birnu systrum sínum en tók síðan að sér fimm barna heimili fyrir Gunnar Kristjánsson kaupmann er kona hans veiktist og bjó í mörg ár í Hafnarstræti 86 á Akureyri. Til Siglufjarðar fluttist Helga síðan 1961 og bjó þar ásamt Jó- hönnu systur sinni. Þar vann hún hjá Kaupfélagi Siglfirðinga og þá lengst af í mjólkurbúð. Árið 1970 fluttu þær Jóhanna til Reykjavík- ur og þá hóf Helga störf hjá Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún vann við umönnun í 16 ár. Útför Helgu fer fram frá Foss- voskapellu í dag, 14. júlí, og hefst athöfnin kl. 11. 1904, d. 14.4. 1963. Þau eignuðust sex börn. 2) Jóhanna Sigríður versl- unarmaður á Siglu- firði og síðar sauma- kona í Reykjavík, f. 29.5. 1909, d. 2.1. 1997. 3) Hólmfríður verslunarmaður á Siglufirði, f. 11.4. 1911, d. 30.10. 1982, var gift Þórhalli Björnssyni versl- unarstjóra, f. 19.11. 1912, d. 2.7. 1992. Þau eignuðust eina dóttur. 4) Guð- rún Aðalbjörg verslunarmaður á Akureyri og síðar saumakona í Reykjavík, f. 5.9. 1912, d. 24.2. 1984. 5) Birna, rak prjónastofu á Hún Helga móðursystir mín hefur nú kvatt þennan heim. Hún sofnaði svo fallega að morgni laugardagsins 4. júlí sl. Það verður skrítin tilfinning að eiga ekki lengur erindi vestur á Grund. Hún Helga var sú besta frænka sem nokkur gat hugsað sér. Hún sat svo hljóð með prjónana sína eða heklunálina en hafði þó frá svo mörgu að segja. Hún var amma fyrir barna- börn systra sinna og langamma fyrir langömmubörn þeirra. Góðar vinkon- ur átti hún margar á Grund og var gjarnan tekið í spil – reyndar var spil- að á hverjum morgni í mörg ár. Hún var búin að hjúkra systrum sínum og hlúa að þeim í mörg ár en nú var hennar tími kominn til að kveðja. Nú geta þær systur allar sest með minn- ingarnar sínar heima á stóru þúfu eins og Helga var búin að hlakka til. Hún átti sér líka þá ósk að þær færu saman systurnar allar að Dettifossi, í Forvöðin, Ásbyrgi og Hljóðakletta. Ég kveð Helgu mína með ljóðlínum eftir föður hennar: Æskunnar morgunn mér brosti blítt á mót og barnslundin gladdist við sérhver vinahót, litfögur blóm ég leit í hverri rein og ljúfust sól í heiði svo fögur skein. Söngfuglakliður mér lyfti létt og blítt lækjanna niður mér kvað í eyru hlýtt, brosti til mín himins stjörnuher og hlæja jafnvel frostrósir sýndist mér. Ljúfasti vorblær mér lék um kinn og brá, að lifa og vaka – það var mér kærast þá. Hefur allt breyst og horfið er nú flest, og hvíldina og svefninn ég þrái mest. (Guðm. Guðmundsson frá Nýjabæ.) Hvíl í friði, mín kæra frænka. Anna Laufey. Helga Guðmundsdóttir  Fleiri minningargreinar um Helgu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLL PÉTURSSON frá Ísafirði, hjúkrunarheimilinu Skjóli, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 6. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. júlí kl. 13.00. Sigríður Jónsdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Þórunn Ísfeld Jónsdóttir, Ragnar Kristjánsson, Jón Viðar Arnórsson, Sigrún Briem, Steinunn Karólína Arnórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, HALLGRÍMUR HELGASON, Haggi, Tröllagili 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 3. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 15. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Helgadóttir, Björg Helgadóttir, Páll Helgason. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJÁLMAR INDRIÐI GUÐMUNDSSON bóndi og bifreiðarstjóri, Korná, Skagafirði, lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins 12. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Birna Hjördís Jóhannesdóttir, Sólborg Rósa Hjálmarsdóttir, Þórmundur Skúlason, Jóhannes Hjálmarsson, Ólöf Þórhallsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, María Bergþórsdóttir, Monika Björk Hjálmarsdóttir, Högni Elfar Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MIKKALÍNA FINNBJÖRNSDÓTTIR frá Efri-Miðvík í Aðalvík, síðast til heimilis Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði fimmtudaginn 9. júlí. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 17. júlí kl. 13.30. Ólafía Kristín Guðjónsdóttir, Jón Norðfjörð, Finnbjörn Helgi Guðjónsson, Sigurlaug Markúsdóttir, Einar Sigurður Guðjónsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Oddný Bergþóra Guðjónsdóttir, Richard Henry Eckard, Helga Herborg Guðjónsdóttir, Bolli Thor Valdimarsson, Helga Leona Friðjónsdóttir, Benóný Guðjónsson, Ína Dóra Hjálmarsdóttir, Kristján Jóhann Guðjónsson, Anna María Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVEINBORG LÁRUSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Sjafnargötu 10, lést fimmtudaginn 9. júlí. Jarðarförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 17. júlí kl. 13.00. Bjarni Sigfússon, Guðrún Á. Magnúsdóttir, Kristján Sigfússon, Guðfinna Inga Guðmundsdóttir, Ingvar A. Sigfússon, Ingibjörg Bjartmarz, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi föstudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 18. júlí kl. 14.00. Ellert Kristinsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Marinó Kristinsson, Margrét Halldórsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Þórdís Helgadóttir, Jón Steinar Kristinsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.