Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „TIL AÐ MYNDA í þremur tilvikum eru til samtöl milli mín og seðlabanka- stjóra Englands þar sem hann segir efnislega að ef það sé svo að inni- stæðutryggingasjóðurinn […] ráði ekki við þetta og að menn hafi verið að braska og reyna að fá mjög háa vexti þó að þeir hefðu verið varaðir við, að þá muni hann ekki gera kröfu til þess að við borgum það,“ sagði Davíð Oddsson, spurður í viðtalsþætt- inum Málefninu á Skjá einum í gær- kvöldi, um þau fyrri ummæli hans að til væru gögn sem sýndu fram á þetta álit Englandsbanka. Davíð, sem segir þessi gögn til hjá ríkinu, fór um víðan völl í viðtalinu og lýsti m.a. þar yfir þeirri skoðun sinni að samn- ingamenn Íslands hefðu gert regin- mistök með því að „viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða“ [skuldbindingar vegna Ice- save]. Hann vísaði ríkisábyrgð á bug. „Málið er þannig vaxið að þú getur ekki sagt að Landsbankinn hafi verið seldur Björgólfsfeðgum með ríkis- ábyrgð. Menn hafa verið að tala um að Landsbankinn hafi verið seldur ódýrt, fyrir slikk, og hafi reyndar margoft verið boðinn til sölu […] En hafi hann verið seldur fyrir slikk þá var hann ekki seldur fyrir neitt ef honum fylgdi ríkisábyrgð.“ Átti að taka nokkra mánuði Davíð vitnaði jafnframt til fundar með bankastjórum Landsbankans í febrúar, eða mars, 2008, þar sem hon- um var tjáð að búið yrði að flytja Ice- save inn í dótturfélag á Englandi á fjórum til fimm mánuðum. Í júní hafi hins vegar orðið fátt um svör. „Þá kom þögn […] og þeir til- kynntu okkur að það yrði ekkert í þessu gert því að þetta væri svo erfitt fyrir Landsbankann og svo framveg- is. Okkur var mjög brugðið þegar við heyrðum þetta.“ Meira: mbl.is Engin krafa um greiðslu  Davíð Oddsson segir gögn til sem sýni að bankastjóri Englandsbanka hafi ekki talið Íslendinga þurfa að ganga í ábyrgð vegna Icesave  Vísar ríkisábyrgð á bug Davíð Oddsson LANDSMENN hafa að undanförnu notið ein- stakrar veðurblíðu, sólin hefur skinið frá morgni til miðnættis, og í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum er líf og fjör allan daginn. Þar er líka gam- an að sigla, jafnvel þótt stýrimennirnir séu kannski ekki alveg sammála um stefnuna. STOLT SIGLIR FLEYIÐ MITT Morgunblaðið/Ómar Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞETTA eru dýratilraunir og þær segja ekki alla söguna. Við fylgjumst fyrst og fremst með því sem gerist í mann- fólkinu,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um nýj- ar rannsóknir á mörðum, öpum og músum sem benda til þess að H1N1-veiran, sem veldur svínaflensu, ráðist á öndunarfæri með ákveðnari hætti en venjuleg árstíða- bundin inflúensa. BBC greindi í gær frá rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Wisconsin og birt var í fræðiritinu Nature. Niðurstöður hennar benda til þess að veiran fjölgi sér meira og víðar um öndunarkerfið en hefðbundin flensa og sé líklegri en ella til að valda lungnabólgu. Sömuleiðis gæti svínaflensan hegðað sér svipað og spænska veikin sem 1918 olli miklu manntjóni og lagðist einmitt þungt á öndunarfæri. Rannsóknarteymið leggur þó áherslu á að í langflestum tilfellum séu einkenni svínaflensunnar væg og hún sé enn móttækileg fyrir lyfjum. Haraldur tekur undir þetta. „Enn lítum við á þetta sem frekar væga pest, en það má ekki gleyma því að þær geta líka verið skæðar og valdið mannslátum. En við fylgj- umst vel með því hvort hún taki einhverjum þeim breyt- ingum sem þarna er lýst.“ Hann segir aðspurður að líkt og með spænsku veikina leggist svínaflensan frekar á yngra fólk en hið eldra, þótt ýmsar ástæður geti verið fyrir því. | 7 Ýmsar hliðstæður við spænsku veikina 1918 Reuters Svínaflensan Von er á bóluefni til landsins í haust. Svínaflensan enn væg í fólki og móttækileg fyrir lyfjum FYRRVERANDI starfsmenn SPRON sem ekki fengu greidd laun í uppsagnarfresti um síðustu mán- aðamót fengu laun sín greidd í gær, eftir að Al- þingi lögfesti í gær frumvarp sem tekur af öll tvímæli um að slitastjórn sé heimilt að greiða launin úr þrotabúi SPRON. Að sögn Hlyns Jónssonar, skiptastjóra SPRON, fóru launin inn á reikninga starfsmannanna strax eftir að lögin voru sam- þykkt, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var búið að vinna launakeyrsluna fyrirfram, og því lítið annað eftir en að ýta á „enter“. Greiðslan í gær var loka- og uppgjörsgreiðsla til stórs hluta starfsmanna, þ.e. þeirra sem voru með þriggja mánaða uppsagnar- frest. „Hins vegar var starfsaldurinn hár hjá SPRON og margir voru búnir að vinna þar lengi og voru því með sex mánaða uppsagnar- frest,“ segir Hlynur. ben@mbl.is Fengu útborguð laun í gær Hlynur Jónsson Alþingi samþykkti lög vegna slita SPRON SAMNINGANEFND Alþýðu- sambands Íslands hefur staðfest samkomulag sem gert var við Sam- tök atvinnulífsins undir lok júní um framlengingu kjarasamninga og til- kynnt SA þá niðurstöðu. Fyrir lá, samkvæmt upplýsingum ASÍ, að víðtæk samstaða væri um nið- urstöðu samningsaðila og gerð stöðugleikasáttmálans. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir mikilvæga niðurstöðu vera í höfn. „Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við okkar bakland,“ segir Gylfi. Kauptaxtar hækkuðu um 6.750 kr. eða 8.750 kr. 1. júlí sl. en það er helmingur þess sem kveðið var á um í fyrri samningum. Samningar staðfestir fyrir alla sem www.gottimatinn.is fituminnstagrillsósan! loksinsfáanlegiraftur! góðir með grillmatnum – Tilbúnir til notkunar! Þarf í mesta lagi að setja þá í skál. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sögðu í þættinum EES-samn- inginn í húfi væri ekki gengið frá Icesave-samningnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, vildi setjast við samningaborðið á ný enda væri samningsstaða Íslands sterk í þessu máli. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, taldi dómstólaleiðina hins vegar færa. EES-samningur í húfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.