Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 29
Menning 29FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „JÁ þetta var ansi sérstakt,“ segir tónlistarmað- urinn Helgi Björnsson sem ætlaði að halda tón- leika í Valhöll á Þingvöllum á föstudagskvöldið. Ekkert varð hins vegar af tónleikunum þar sem húsið brann til kaldra kola fyrr um daginn. „Við ætluðum að vera þarna á föstudagskvöldum í sumar og höfðum haldið fyrstu tónleikana viku áður. Það tókst rosalega vel, fullt hótel og svaka- lega fín stemning,“ segir Helgi sem fagnaði ein- mitt 51 árs afmæli sínu daginn sem hótelið brann. „Ég ætlaði að halda upp á það í leiðinni þannig að það var búið að stefna ansi mörgum á staðinn og fullbókað á hótelið og í mat.“ Helgi ætlar þó ekki að gefast upp og stefnir að því að halda tónleika við rústir hótelsins. „Sú hugmynd kviknaði bara þarna í hita augnabliksins. Það hefði líka verið gaman að halda sínu striki og halda tónleika núna á föstu- daginn eins og til stóð,“ segir Helgi en bætir því þó við að það náist líklega ekki þar sem hann sé á leið í mikla gönguferð um Hornstrandir. Á tónleikunum syngur Helgi annars gamlar ís- lenskar dægurperlur og hefur einvalalið sér til fulltingis, þá Kjartan Valdimarsson, Sigurð Flosason og Stefán A. Magnússon. „En hug- myndin er sem sagt sú að vera með minning- artónleika þannig að fólk geti sýnt hug sinn í verki með því að mæta og styðja þau áform að þarna verði ekki reist eitthvert minjasafn þar sem enginn má koma, heldur eitthvað lifandi sem þjóðin getur áfram notið.“ Helgi Björns ætlar að spila við rústir Valhallar Morgunblaðið/Kristinn Engin uppgjöf Helgi Björnsson gefst ekki upp.  Eins og greint var frá hér á síð- um Morgunblaðsins fyrir rúmri viku nýtur Emilíana Torrini mik- illa vinsælda í Þýskalandi um þess- ar mundir. Þannig komst lag hennar, „Jungle Drum“, í efsta sæti þýska vinsældalistans fyrir næstsíðustu helgi. Nýr listi var kynntur í lok síðustu viku, og viti menn – Emilíana er ennþá á toppnum. Þá var nýr listi einnig kynntur í Austurríki, og er „Jungle Drum“ líka á toppnum þar, aðra vikuna í röð. Ljóst er að um stórglæsilegan árangur hjá Emilíönu er að ræða og því spurning hvort ekki ætti að fara að tala um „Björk, Sigur Rós og Emilíönu Torrini“ þegar þekkt- ustu tónlistarmenn þjóðarinnar eru nefndir. Emilíana enn á toppn- um í Þýskalandi  Margt athyglisvert kemur í ljós þegar rýnt er í nýjustu könnun Capacent Gallup um áhorf á sjón- varp og hlustun á útvarp dagana 29. júní til 5. júlí. Þar kemur til dæmis í ljós að Veðurfréttir Rík- issjónvarpsins eru vinsælasti sjón- varpsþáttur landsins, en 28,3% þjóðarinnar fylgdust með þeim á umræddum tíma. Þær niðurstöður koma eflaust ekki á óvart í ljósi þess að stór hluti þjóðarinnar ferðast innanlands um þessar mundir. Í næstu sætum á eftir koma svo Kast- ljós, Fréttir Ríkissjónvarpsins, Popppunktur og Út og suður. Í ljósi vinsælda Veðurfrétta Sjón- varpsins vekur annars athygli að Veðurfréttir Stöðvar 2 með Sigurð Þ. Ragnarsson í broddi fylkingar ná aðeins 10,9% áhorfi á sama tíma. Af útvarpsstöðvum naut Rás 2 mestra vinsælda sem fyrr, en 37% landsmanna stilltu á Rásina þá vik- una. Næst á eftir kom Bylgjan með 33,2%, Rás 1 með 15,6% og FM 95,7 með 6,7%. Veðurfréttir vinsælasti sjónvarpsþátturinn Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ný plötuútgáfa, Borgin,hefur verið stofnuð ogkoma fyrstu plöturhennar út nú fyrir versl- unarmannahelgi. Er um að ræða nýja plötur frá Baggalúti og svo Agli Sæbjörnssyni. Stuttu síðar kemur út tónleikaplata með Megasi og Senuþjófunum og einnig er fjórðu plötu Hjálma stefnt út í ágúst. Rúllað af stað Þrír aðilar standa að útgáfunni, þeir Steinþór Helgi Aðalsteinsson, Baldvin Esra Einarsson og Guð- mundur Kristinn Jónsson. Steinþór er umboðsmaður Hjaltalín, Baldvin er framkvæmdastjóri Kimi Records, sem hefur verið áberandi í útgáfu á óháðri tónlist undanfarið og Guð- mundur Kristinn, Kiddi Hjálmur, er meðlimur í Hjálmum, Baggalúti, Senuþjófunum og Memfismafíunni og hefur verið potturinn og pannan í mörgum farsælum verkefnum und- anfarin misseri í gegnum starf sitt sem upptökustjóri í Hljóðrita, Hafn- arfirði. Steinþór Helgi er markaðs- og rekstrarstjóri Borgarinnar. „Þetta byrjaði með því að Kidda langaði til að fara að gefa út þá tón- list sem honum þætti skemmtileg,“ útskýrir hann. „Ég og Baldvin komum svo inn í þetta. Kiddi og hans menn rúlluðu þessu af stað en svo komum við Baldvin með okkar fólk inn í þetta, eins og Hjaltalín og Sigríði Thorla- cius, söngkonu þeirrar sveitar, sem gefur út sólóplötu í haust. Við erum svo í viðræðum við fleiri listamenn.“ Blóðtaka fyrir Senu? Steinþór segir að útgáfan hafi orðið til fyrst og síðast vegna nefndra listamanna, þetta sé kannski meira í ætt við nokkurs konar samtök um útgáfu fremur en „hefðbundið“ útgáfufyrirtæki. „Við erum að fara að gera samn- inga sem hafa hvorki tíðkast hér- lendis né erlendis. Þetta á að þjóna listamönnunum fyrst og síðast. T.a.m. verða ekki gerðir eignarrétt- arsamningar um tónlist flytjenda, einungis leigusamningar (licensing deal).“ Steinþór segir Borgina heilmikið batterí og skrifstofur hafa verið opnaðar í Vonarstræti. Steinþór verður þar með aðstöðu en Baldvin verður sem fyrr norður á Akureyri og Kiddi mun einbeita sér að hljóð- versvinnu eins og áður. Nokkrar öflugar mjólkurkýr Senu eru þannig komnar undir Borgina. Ætlar hún í samkeppni við þá útgáfu? „Alls ekki,“ segir Steinþór. „Við erum að „stela“ listamönnum frá fleiri útgáfum, ef það er hægt að orða það svo. Hugmyndin með út- gáfunni er sú að reyna að snúa við ákveðinni þróun í útgáfumálum en sala á geisladiskum fer minnkandi. Við og þessir listamenn erum að snúa bökum saman og leita nýrra leiða í markaðsfræðunum og bregð- ast við erfiðum tímum sem eru sannarlega framundan.“ Hjálmar á vínyl Að lokum er vert að geta þess að á meðal framtíðarverkefna Borg- arinnar er að gefa út allt fyrirliggj- andi efni Hjálma í sérstökum vínyl- kassa fyrir jólin. Um fjögurra platna kassa verður að ræða, þar sem nýja platan bætist við þær þrjár sem þegar hafa komið út. Morgunblaðið/hag Ljósmynd/Guðmundur VigfússonLjósmynd/Guðmundur Vigfú sson Ný og öflug útgáfa standsett  Ný útgáfa, Borgin, mun m.a. gefa út Hjálma, Baggalút og Megas sem voru áður hjá Senu Snýst fyrst og síðast í kringum listamennina, segir talsmaður Borgarlistamenn Egill S, Megas (ásamt Senuþjófunum), Hjálmar og Baggalút- ur eru nú á mála hjá Borginni, og vænt- anlegar plötur þess- ara aðila verða undir hennar hatti. Orgeltónleikar í Reykholtskirkju 14. júlí kl. 20:30 Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti við Akureyrarkirkju Leikin verða verk eftir: Jan Pieterszoon Sweelinck, Francois Couperin, Johann Sebastian Bach, Felix Mendelssohnn Bartholdy, César Auguste Frank, Léon Boëllmann og Sigfried Karg-Elert. Tónleikarnir eru þeir þriðju í orgeltónleikaröð sumarsins á vegum Reykholtskirkju og Félags íslenskra organleikara. Aðgangseyrir rennur í Orgelsjóð Reykholtskirkju Miðaverð: 1.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.