Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Sá fáheyrði atburður átti sér stað áAlþingi í gær, að frumvarp við- skiptanefndar Alþingis, sem heimilar ótvírætt að laun til 120 fyrrverandi starfsmanna SPRON verði greidd úr þrotabúi út uppsagnarfrest starfs- mannanna, var lögfest, eftir aðeins tuttugu mínútna umræður.     47 þingmennsamþykktu frumvarpið, sem lagt var fram í þinginu á laug- ardag, en karpað hefur verið um málið frá því fyrir síðustu mán- aðamót og starfs- fólkið verið í mik- illi óvissu á sama tíma.     Slitastjórn SPRON tilkynnti starfs-mönnunum þann 30. júní sl. að ekki yrðu greidd laun í uppsagn- arfrestinum, þar sem hún taldi sig ekki hafa lagaheimild til að borga þau.     Eftir það lýsti Gylfi Magnússon við-skiptaráðherra því yfir að hann teldi nefndina hafa heimild til launa- greiðslna og í sama streng tók Álf- heiður Ingadóttir, formaður við- skiptanefndar. En slitastjórn sat við sinn keip og taldi sig ekki hafa laga- heimild.     Því er það ánægjulegt, að það skuliekki hafa tekið þingheim meira en tuttugu mínútur að höggva á hnútinn og aflétta réttaróvissu starfsmannanna.     En það er vissulega hálfvandræða-legt að það skuli hafa gerst hjá viðskiptanefnd að í tvígang skuli hafa þurft að leiðrétta hið uppruna- lega frumvarp.     Hlynur Jónsson, slitastjóri SPRON,benti strax í júníbyrjun á galla upphaflega frumvarpsins. Hvers vegna var ekki hlustað á hann þá? Álfheiður Ingadóttir Batnandi mönnum er best að lifa Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 16 léttskýjað Lúxemborg 22 skýjað Algarve 28 heiðskírt Bolungarvík 14 léttskýjað Brussel 23 skýjað Madríd 35 heiðskírt Akureyri 10 heiðskírt Dublin 15 skýjað Barcelona 27 léttskýjað Egilsstaðir 9 alskýjað Glasgow 16 léttskýjað Mallorca 33 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 13 skýjað London 22 heiðskírt Róm 30 heiðskírt Nuuk 12 skýjað París 21 heiðskírt Aþena 30 léttskýjað Þórshöfn 13 skýjað Amsterdam 22 léttskýjað Winnipeg 21 alskýjað Ósló 17 skýjað Hamborg 23 heiðskírt Montreal 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Berlín 24 heiðskírt New York 24 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Chicago 24 skýjað Helsinki 17 skýjað Moskva 28 skýjað Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 14. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.33 0,9 10.40 3,2 16.46 1,1 22.59 3,2 3:40 23:29 ÍSAFJÖRÐUR 6.33 0,6 12.26 1,8 18.38 0,7 3:04 24:14 SIGLUFJÖRÐUR 2.45 1,2 8.52 0,3 15.19 1,1 21.08 0,5 2:45 23:59 DJÚPIVOGUR 1.34 0,6 7.39 1,9 13.53 0,7 19.54 1,8 3:00 23:07 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag og fimmtudag Norðaustan 3-10 m/s, dálítil rigning eða súld á N- og A- landi, annars skýjað með köfl- um og stöku skúrir S-lands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðvest- antil. Á föstudag og laugardag Austan- og norðaustanátt, skýj- að með köflum og stöku skúrir sunnantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag Útlit fyrir svipað veður áfram. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 en hægari vindur á austanverðu landinu. Dálítil rigning eða súld en þurrt að mestu SV-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst. „ÞAÐ er ljóst að við náum ekki að standa undir aðhalds- kröfum næstu ára nema að draga mjög saman í rekstri og stjórnunarkostnaði,“ segir Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, um sameiningu Tryggingastofn- unar (TR), Vinnumálastofnun- ar og Vinnueftirlitsins. Hann segir sameiningu einnig koma til með að einfalda þá vinnu sem fari í að und- irbúa starfsendurhæfingu fyrir öryrkja og auð- velda þeim endurkomu á vinnumarkaðinn. Þá verði almannatryggingakerfinu jafnframt breytt til einföldunar. Árni Páll segist ekki vera kom- inn með nákvæmar tölur um kostnað af samein- ingunni en gera megi ráð fyrir nálægt 20 millj- ónum í kostnaði. Ekki sé gert ráð fyrir umtalsverðum árangri af hagræðingunni fyrr en árið 2011. Árni Páll staðfestir að sameining þýði að ein yfirstjórn komi til með að verða yfir sameinaðri stofnun og segir nú búið að taka fyrir fastráðn- ingar. Stefnt sé að því að starfsemin færist und- ir eitt þak á höfuðborgarsvæðinu og einnig þurfi að útfæra sameiningu stofnananna sem eru dreifðar úti á landsbyggðinni. sigrunrosa@mbl.is Sparað í stjórnunarkostnaði Í HNOTSKURN »Áætluð fjárveiting til rekstrar Trygg-ingastofnunar, Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlitsins var samtals um 1.200 milljónir á endurskoðuðum fjárlögum 2009. »Er gert að spara um 2% í rekstrargjöld-um út þetta ár og 10% á því næsta. »Sameining kostar nálægt 20 milljónum,áætlað að árangur af hagræðingu fari að skila sér árið 2011. Árni Páll Árnason RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 1971 • 2009 ÁTTU SUMARBÚSTAÐ? ER SJÓNVARPIÐ ÓSKÝRT? Stafrænar sjónvarpsútsendingar eru nú komnar í gang víða um land. Með þeim og stafrænum DVBT móttakara má ná fulkomnum myndgæðum. Þar sem áður var snjór og truflanir í mynd verða kristaltær myndgæði. Auk þess nást útsendingar frá Stöð 2 og Skjá 1 víða þar sem þær gerðu illa áður. Dantax DVBT510 • Stafrænn DVB-T MÓTTAKARI • Fyrir UHF/Digital útsendingasvæði • Samhæft við PAL sjónvarpstæki • EPG dagskrávísir • Hljóðstillingar • 2 Scart tengi • Sjálfvirk leit • Textavarp • Fjarstýring VERÐ 12.990 FRÁBÆRT VERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.