Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 3 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 5 5 4 8 2 7 9 5 8 1 9 2 3 8 5 4 9 1 5 6 5 7 6 2 4 8 9 3 6 4 2 9 1 8 9 5 2 9 5 1 3 7 4 5 4 7 6 2 7 8 9 2 8 1 9 3 5 3 8 1 7 2 8 3 1 5 9 6 4 5 6 9 7 8 4 3 1 2 1 4 3 6 2 9 8 7 5 8 3 6 4 5 1 7 2 9 9 5 1 2 3 7 6 4 8 4 7 2 9 6 8 1 5 3 3 8 4 1 7 2 5 9 6 6 9 7 5 4 3 2 8 1 2 1 5 8 9 6 4 3 7 1 9 4 2 6 7 5 3 8 5 3 2 1 4 8 9 7 6 8 6 7 3 9 5 2 1 4 3 8 9 7 2 1 4 6 5 7 4 5 9 3 6 1 8 2 2 1 6 5 8 4 7 9 3 9 5 8 4 1 3 6 2 7 6 7 1 8 5 2 3 4 9 4 2 3 6 7 9 8 5 1 3 6 7 1 8 9 5 2 4 8 2 9 4 5 7 3 6 1 5 1 4 2 6 3 7 8 9 4 9 8 7 2 1 6 3 5 2 5 3 8 4 6 1 9 7 6 7 1 9 3 5 8 4 2 1 3 6 5 9 4 2 7 8 9 8 5 6 7 2 4 1 3 7 4 2 3 1 8 9 5 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 14. júlí, 195. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíld- ardagsins. (Markús 2, 27.) Víkverji er rétt að ná sér niður eft-ir langt og gott sumarfrí, nánast orðinn sólþurrkaður eftir þvílíka blíðu. Annað sumarið í röð reyndust veðurguðirnir hliðhollir Víkverja og hans fjölskyldu og það á mismunandi tíma; í fyrra frá miðjum júlí fram í ágúst og nú frá því um miðjan júní. Nánast sól og blíða upp á hvern dag og varla dropi úr lofti. Einstaka þokubakkar kældu liðið niður og gáfu gróðrinum kærkominn raka. x x x Líkt og flestir landsmenn þetta ár-ið ákvað Víkverji að ferðast inn- anlands í sumarfrínu. Utanlands- ferðir hafa verið settar á bið, þar til krónan nær sér á strik og krepputal- ið er yfirstaðið. Nokkur nátt- úruundur voru skoðuð á ferðalaginu, eins og Seljalandsfoss, Skógafoss, Dyrhólaey, Reynisfjara, Fjaðr- árgljúfur og Jökulsárlón á Suður- landi, en það sem kom Víkverja lang- mest á óvart í fríinu var Vatnsnesið í Húnaþingi. Þann krók hafði Víkverji aldrei tekið um ævina á ótal ferðum sínum norður í land. Ekki skemmdi veðrið fyrir, með útsýni til allra átta, og hreint magnað að standa uppi á Borgarvirki og horfa yfir Húnaþingið vítt og breitt. Hvítserkur er einnig með mikið aðdráttarafl en senuþjóf- arnir reyndust selirnir, sem flatmög- uðu í sólinni í hundraðatali við Ósana. Búið var að loka fyrir umferð í Hind- isvík en á Illugastöðum á vestur- ströndinni hefur verið komið upp góðri aðstöðu fyrir ferðamenn til selaskoðunar og áningar. Þar voru selirnir eitthvað færri en góðan tíma getur tekið að koma auga á þá á skerjunum. x x x Víkverji mælir eindregið með ferðum Vatnsnesið, þar sem byrjað er á Borgarvirkinu austanmegin og endað í Selasetrinu á Hvammstanga. Þar er líka hægt að fara í sund til að skola af sér ferðarykið og fá sér að lokum pitsu í Shell-skálanum. Í góðu veðri er ekkert mál að eyða heilum degi í þetta ferðalag, en einnig hægt að taka styttri útgáfu séu menn á hraðferð um Húnaþingið. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 haldin sjúk- dómi, 8 hamingja, 9 nauts, 10 veiðarfæri, 11 gljái, 13 framkvæmir, 15 umstang, 18 kempu, 21 guð, 22 kurf, 23 megnar, 24 fengsamur. Lóðrétt | 2 semja, 3 klaufdýrsins, 4 lét, 5 morkin, 6 hjartaáfall, 7 óhreinindi, 12 tangi, 14 spil, 15 árás, 16 raka, 17 vínglas, 18 helgitákn, 19 saltlög, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sækja, 4 blússa, 7 rústa, 8 tepra, 9 Rán, 11 kunn, 13 grun, 14 ýtuna, 15 fætt, 17 fold, 20 aða, 22 ætt- in, 23 guldu, 24 illur, 25 syfja. Lóðrétt: 1 spræk, 2 kusan, 3 apar, 4 botn, 5 sópur, 6 as- ann, 10 áburð, 12 nýt, 13 gaf, 15 fræði, 16 titil, 18 oflof, 19 dauða, 20 anar, 21 agns. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Db3 Rc6 6. Rbd2 Ra5 7. Dc3 c5 8. dxc5 bxc5 9. e4 Bb7 10. e5 Re4 11. Rxe4 Bxe4 12. Bg2 Rc6 13. O-O Hb8 14. He1 Bxf3 15. Bxf3 Rd4 16. Bd1 Be7 17. Be3 Dc7 18. Hb1 Dxe5 19. Bxd4 cxd4 20. Dd2 Dc5 21. Be2 O-O 22. Hed1 e5 23. Dd3 f5 24. g4 g6 25. gxf5 gxf5 26. b4 Dc6 27. b5 Db6 28. Dg3+ Dg6 29. Bh5 Dxg3+ 30. hxg3 Bc5 31. Kg2 e4 32. Hh1 d3 33. Bd1 f4 34. Hh5 f3+ 35. Kf1 d6 36. Bb3 Hbe8 37. He1 d2 38. Hd1 Staðan kom upp á Kóngamótinu svokallaða sem lauk fyrir skömmu í Bazna í Rúmeníu. Boris Gelfand (2733) frá Ísrael hafði svart gegn Alexei Shirov (2745) frá Spáni. 38. … Bxf2! 39. Hxd2 Bc5 40. Bc2 He7 og hvítur gafst upp enda ræður hann ekki við frípeð svarts. Svartur á leik Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ósagðir hlutir. Norður ♠642 ♥104 ♦ÁK6532 ♣95 Vestur Austur ♠KDG10 ♠85 ♥G932 ♥D8765 ♦4 ♦D8 ♣D1042 ♣KG73 Suður ♠Á973 ♥ÁK ♦G1097 ♣Á86 Suður spilar 3G. Það er ekki hlutverk blinds að skipta sér af spilamennsku sagnhafa. En norð- ur gat ekki stillt sig: „Hefur enginn sagt þér að 2-1 legan er 78%?“ Hvað kallaði á þessi hranalegu viðbrögð norðurs? Út- spilið var ♠K. Suður drap strax á ♠Á, spilaði ♦G og lét hann rúlla yfir á drottningu austurs. Vörnin tók þrjá slagi á spaða í viðbót, en svo átti sagnhafi afganginn og vann sitt spil. Þegar síðar sannaðist að suður var með fjórlit í tígli vaknaði norður til lífs- ins með áðurnefndri athugasemd. En suður hafði spilað vel og gætilega. Til- gangurinn með því að hleypa ♦G var að fyrirbyggja stíflu í litum og tryggja alla vega fimm slagi – hann fær aðeins fjóra með því að taka á ♦ÁK. Suður átti síðasta orðið: „Nei, en hef- ur enginn sagt þér frá réttindum og skyldum blinds?“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nýir straumar eru að koma inn í líf þitt og það er mikilvægt að þú mætir þeim með opnum huga. Gefðu þér tíma til íhug- unar og notaðu tómstundir á upp- byggilegan hátt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft að biðja enn og aftur um það sem þú vilt, og þér finnst það allt í lagi. Lærðu að leyfa öðrum að taka til hendinni. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Vertu þolinmóð(ur) við fjölskyld- una í dag því allir eru frekar tauga- strekktir. Notaðu tækifærið til að koma hugmyndum þínum á framfæri. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Stundum er maður svo heppinn að sjá það ómögulega gerast. Margt mun koma þér til góða, þú ert líka hamingju- samari en áður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ef þú hefur ekki varann á þér gæti farið svo að gömul sár sem aldrei hafa gró- ið að fullu opnist á ný. Farðu mjög varlega með upplýsingar sem þú veitir. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú átt aldrei að missa trúna á því að það sem þú ert að gera getir þú borið fram til sigurs. Láttu fundahöld ekki taka of mikinn tíma frá þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vogin getur ekki að gert að draga að sér aðdáendur. Alvaran er ágæt, en hún getur einfaldlega orðið einum um of. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ræddu markmið þín og drauma við aðra núna og á næstu vikum. Leyfðu hugmyndunum að flæða og þá fer allt á bezta veg. Sums staðar verður að gefa undan. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Láttu ekki hanka þig á því að þú hafir ekki unnið heimavinnuna þína. Vertu bara þakklát(ur) og mundu að sönn vinátta snýst um það að gefa og þiggja. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Dagurinn í dag er upplagður fyr- ir andlega áreynslu af hvaða tagi sem er. Reyndu að forðast rifrildi við fjölskyldu- meðlimi. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Notaðu daginn til þess að ræða við maka um allt það sem honum er mik- ilvægt. Finndu út úr því hverju eða hverj- um er um að kenna. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að biðja yfirmenn þína um leyfi eða sam- þykki. Meginmálið er bara að finna þær að- ferðir sem við eiga hverju sinni. Stjörnuspá 14. júlí 1839 Skírnarfontur sem Bertel Thorvaldsen gaf Dómkirkj- unni í Reykjavík var vígður. Við athöfnina var drengur skírður í höfuðið á listamann- inum, sem var íslenskur í föð- urætt. 14. júlí 1841 Jónas Hallgrímsson orti kvæð- ið Fjallið Skjaldbreiður. Það hefst á orðunum „Fanna skautar faldi háum / fjallið, allra hæða val.“ 14. júlí 1909 Danski rithöfundurinn Martin Andersen Nexö kom til lands- ins. Hann hafði þá nýlega lok- ið við söguna um Pelle sig- urvegara. 14. júlí 1962 Hótel Saga í Reykjavík var tekin í notkun. Fyrstu gest- irnir voru norsk hjón, sænsk hjón, hópur frá Sviss, Banda- ríkjamaður og bóndi austan úr Hrunamannahreppi. Þorvald- ur Guðmundsson var hótel- stjóri. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist …  Franklín Máni og Jenný Una eru fjögurra ára vinir sem héldu tom- bólu fyrir utan Bónus á Laugavegi og söfnuðu 3.433 kr. sem þau færðu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta „ÉG var búinn að gleyma því að ég ætti afmæli! En það leggst bara vel í mig, það er gaman að eldast og vitkast,“ segir afmælisbarnið Stefán Þórarinn Ólafsson, lögmaður á Blönduósi. Hann hyggur ekki á mikil veisluhöld í tilefni dagsins en segist þó búast við að fjölskyldan syngi honum afmæl- issönginn og að kaka verði fram borin. „Það er hins vegar óljóst með baksturinn. Ég er ekki mjög sterkur á svellinu þegar kemur að bakstri. Garð- urinn og ryksugan eru betri vinir mínir en bak- araofninn. Stefán segist muna eftir mörgum góð- um afmælisdögum, sérstaklega í barnæsku í sveitinni en hann er frá Steiná í Svartárdal. „Það var gaman að eiga afmæli í sveitinni, þar var svo mannmargt á sumrin og alltaf nóg af kökum. Stundum var komið með veisluföngin niður á tún.“ Stefán segir að í seinni tíð hafi hann haldið afmælisveislur en engin þeirra komist í hálfkvisti við veislurnar í sveitinni. „En ætli ég haldi ekki mikla veislu þegar ég verð fimmtugur. Kannski hljómsveitin Demó troði upp,“ en Stefán Þórarinn er gítarleikari hljómsveitarinnar. „Við troðum stundum upp en það er regla hjá okkur að æfa bara daginn fyrir eða sama dag og tónleikar eru haldnir.“ svanbjorg@mbl.is Stefán Þórarinn Ólafsson lögmaður er 45 ára Veislur í túninu heima ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.