Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 2009 UNG Vinstri græn telja það ekki brjóta gegn stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar, að samþykkt verði breytingartillaga við tillögu ríkis- stjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, sem felur það í sér að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu. Ung vinstri græn hafa skilning á þeirri erfiðu stöðu sem margir þingmenn Vinstri grænna eru í varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og styður þing- menn í því að fylgja eigin sannfær- ingu í öllum málum sem fjallað er um á þingi. Þingmenn fylgi sannfæringu sinni Morgunblaðið/Ómar Barist Kasparov (t.v.) og Karpov tóku þátt í skákmóti í Reykjavík árið 2004. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SKÁKJÖFRARNIR Garrí Kasp- arov og Anatólí Karpov munu heyja 12 skáka einvígi í Valencia á Spáni í lok september til að minnast þess að 25 ár verða þá liðin frá upphafi frægs maraþoneinvígis kappanna tveggja í Moskvu. Síðustu átta skákirnar í ein- víginu munu verða hraðskákir. Kasparov er oft talinn mesti skák- maður sögunnar og árið 1999 hlaut hann fleiri skákstig á svonefndum Elo-stigalista en nokkur annar hefur fengið. Síðast kepptu snillingarnir tveir 1990, þá sigraði Kasparov naumlega. Þeir hafa síðar leitt sam- an hesta sína á hraðskákmótum. Kasparov hætti að mestu að tefla opinberlega árið 2005 og hefur síðan einbeitt sér að stjórnmálum en hann er eindreginn andstæðingur Vladím- írs Pútíns og liðsmanna hans. Kar- pov heimsótti Kasparov í varðhaldið 2007 er hann hafði verið handtekinn vegna þátttöku í mótmælum. „Einvígin þeirra fimm voru mögn- uð, eiga sér enga hliðstæðu í sögunni og það er ánægjulegt að sjá að Kasp- arov ætlar að tefla aftur,“ segir Helgi Ólafsson stórmeistari. „Hann hætti eiginlega á toppnum, var enn stigahæsti skákmaður heims og var að vinna mót með glæsibrag.“ Helgi segir að Karpov hafi auðvitað verið frábær og sé vafalaust öflugur enn. En hann hafi einhvern veginn aldrei náð sér aftur á strik eftir einvígin fimm við Kasparov. Heyja einvígi í Valencia  Kasparov og Karpov minnast maraþoneinvígisins frá 1984-1985 með nýju einvígi á Spáni í haust  Hinn fyrrnefndi tefldi síðast opinberlega árið 2005 og hefur síðan helgað sig baráttu gegn Pútín Hvenær vann Karpov titilinn? Árið 1975. Bobby Fischer sigraði Borís Spasskí í Reykjavík 1972 en Fischer setti síðan skilyrði fyrir því að tefla við áskorandann Kar- pov. Alþjóðaskáksambandið tók loks titilinn af Fischer. En Kasparov? Árið 1985. Hann ávann sér rétt til að skora á Karpov 1984 en flest- um skákanna lauk með jafntefli. Svo fór í ársbyrjun 1985 að forseti FIDE stöðvaði einvígið, taldi heilsu keppinautanna í húfi. Kasparov vann næsta einvígi síðar á árinu. S&S Fljót | Einu sinni á ári er messað í Knappsstaðakirkju í Stíflu. Hefð er fyrir því að messa þar annan sunnu- dag í júlí. Knappsstaðakirkja er elsta timburkirkja landsins, reist 1840. Liðlega hundrað manns sótti guð- þjónustuna. Venja er fyrir því að hluti kirkjufólks komi ríðandi til messu og var svo einnig nú en færra en undanfarin ár. Knappsstaða- kirkja var sóknarkirkja um árabil, en eftir að fólki fækkaði í Stíflunni sem er fremsti hluti sveitarinnar var kirkjan aflögð sem sóknarkirkja. Heimafólk og velunnarar tóku sig síðan til og endurgerðu kirkjuna að verulegu leyti eftir að hún hafði ver- ið í lítilli umhirðu nokkur ár. Síðan hefur verið messa þar a.m.k. einu sinni hvert sumar. Kirkjan er lítil, tekur um 40 manns í sæti og því verður talsverður hluti kirkjugesta að hlýða á guðsþjónustuna utan dyra. Það var auðvelt að þessu sinni í glaðasólskini og miklum hita eins og verið hefur undanfarna daga. Eftir athöfn er ávallt boðið upp á kaffi- veitingar undir berum himni. Það er ávallt sérstök stemming yf- ir messuhaldi að Knappsstöðum þar sem gamlir kunningjar hittast og rifja gjarnan upp atburði frá liðinni tíð. Messa í elstu timbur- kirkjunni Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Messa Margir hlýddu á guðsþjón- ustuna í kirkjunni utan dyra. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÁHUGI landsmanna á bænda- eða sveitamörkuðunum hefur aukist á umliðnum misserum og í takt við það hef- ur slíkum mörkuðum fjölgað nokkuð milli ára. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar heilbrigðiseftirlits Suður- lands, Vesturlands og Norðurlands eystra í samtali við Morgunblaðið. Segja þeir þennan áhuga vafalítið mega rekja til stefnu stjórnvalda um að neytendur geti keypt vörur beint af bóndabýlum. Hins vegar virðist nokkur misbrestur á því að umsjónaraðilar slíkra markaða sem og seljendur matvæla átti sig á því hvaða leyfi þurfi til að mega selja neytendum vörur sínar beint. Að sögn Valdimars Brynjólfssonar, framkvæmda- stjóra heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, þurfa um- sjónaraðilar bændamarkaða að sækja um rekstrarleyfi í hvert sinn sem markaðirnir eru haldnir, hins vegar sé hægt að sækja um leyfi fyrir rekstri í heilt sumar ef tryggt er að aðbúnaður sé sambærilegur milli skipta, en oft eru markaðirnir aðeins opnir um helgar. Heimabakstur leyfilegur fyrir kökubasara „Á bændamörkuðum má selja frumframleiðslu á borð við grænmeti og sumarblóm, en unnin matvæli má ekki selja nema þau komi úr viðurkenndu eldhúsi og séu merkt framleiðanda,“ segir Elsa Ingjaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Vísar hún þar til matvæla á borð við sultur, heimabakstur og kæfu. „Það er undir öllum kringumstæðum bannað að selja heimabakstur úr einkaeldhúsi nema um sé að ræða kökubasar í góðgerðarstarfsemi.“ Í samtali við Morgunblaðið bendir Elsa á að þótt stjórnvöld hafi talað fyrir því að auðvelda ætti almenn- ingi að kaupa beint frá býli, hafi þeim fyrirætlunum ekki verið fylgt nægjanlega vel úr garði. „Þannig má það ljóst vera að sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að auð- velda fólki að kaupa beint frá býli og ýta þannig undir sjálfsbjargarviðleitni bænda, þá þarf að gera tilteknar breytingar á núverandi matvælalöggjöf,“ segir Elsa og ítrekar að matvælalöggjöfin snúist fyrst og fremst um neytendavernd, þ.e. að neytendur geti verið vissir um að varan sem þeir kaupi uppfylli tilteknar kröfur um gæði og heilnæmi. „Ég tel að það verði að stíga mjög varlega til jarðar í því að gera meiriháttar tilslakanir á matvæla- löggjöfinni, en það er alveg ljóst að það er hægt að gera einhverjar tilslakanir. Að mínu mati þarf þó alltaf að gera lágmarkskröfur sem snúast m.a. um úttekt á hús- næðinu þar sem varan er framleidd og gefa út starfsleyfi til framleiðslunnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Súkkulaði Aðeins má selja heimabakstur úr viðurkenndu eldhúsi nema um sé að ræða kökubasar. Bændamarkaðir verða sífellt vinsælli Ekki heimilt að selja unnin matvæli nema þau séu framleidd í viðurkenndu eldhúsi sem uppfyllir matvælareglugerðina Í HNOTSKURN »Í fyrra voru tveir bændamarkaðir starf-ræktir á Suðurlandi en í ár eru þeir fjórir. »Til þess að eldhús fáist viðurkennt þarf þaðm.a. að uppfylla atriði á borð við að það sé hreint og auðþrífanlegt, nægt aðgengi sé að hreinu vatni frá viðurkenndri vatnsveitu og í rýminu séu að lágmarki tveir vaskar. »Aðeins tekur nokkra daga að afgreiða fram-leiðsluleyfi matvæla svo framarlega sem all- ur aðbúnaður sé í lagi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur taldi að ríkissaksóknari væri hæfur til að gefa út ákæru gegn manni sem í liðinni viku var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir hrottaleg kynferðis- og of- beldisbrot gegn sambýliskonu sinni. Lögmaður mannsins hefur sagt að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar og þá verði aftur láta reyna á hæfið. Hilmar Ingimundarson hrl., lög- maður mannsins, hefur vakið at- hygli á því að eiginkona Valtýs Sig- urðssonar ríkissaksóknara er lög- fræðingur á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Þá er Hulda Elsa Björgvins- dóttir, settur saksóknari hjá emb- ætti ríkissaksóknara og sú sem sótti manninn til saka, dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar. Þessi tengsl telur Hilmar að kunni að valda van- hæfi ríkissaksóknara. Valtýr Sig- urðsson ríkissaksóknari segir lang- sótt að slík tengsl valdi vanhæfi. Reynt hafi á þetta álitamál fyrir héraðsdómi sem hafi ekki tekið undir með lögmanni mannsins. runarp@mbl.is Hæfið var metið í héraði Valtýr Sigurðsson KORTAÞJÓNUSTAN hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins en í henni er fyrirtækið Valitor sak- að um brot á sam- keppnislögum og nokkrum tiltekn- um skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Sam- keppniseftirlitið á sl. ári. Kvörtun- in snýr að misnotkun á markaðsráð- andi stöðu, t.d. með sértækum verð- lækkunum, ólögmætri samtvinnun þjónustuþátta, ómálefnalegri beit- ingu hópaðildarfyrirkomulags o.fl. Um er að ræða alvarleg brot á 11. og 12. grein samkeppnislaga, að því er fram kemur í kvörtuninni. Fyrir 18 mánuðum náðu Valitor, Borgun og Fjölgreiðslumiðlun sátt- um við Samkeppniseftirlitið um greiðslu á 735 milljóna kr. sektum, þar sem fyrirtækin viðurkenndu langvarandi og víðtæk samkeppnis- lagabrot. Valitor telur kæru Korta- þjónustunnar ekki eiga við rök að styðjast, fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt fyrirmælum laga og reglna um hegðun á markaði.Valitor bend- ir á að kvörtun Kortaþjónustunnar sé 20. kvörtunin sem fyrirtækið sendir frá sér á árinu. Ásakanir um brot á samkeppnislögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.