Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 29

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 29
Matseljur og kostgangarar í Reykjavík á meðan ekkjurnar sáu í matsölu góða leið til þess að geta haldið saman heimilum sínum þá var matsala ógiftu konunum einn af mörgum kostum lil að sjá fyrir sér. Að velja matsölu og kostgangara Margir voru kostgangarar hluta úr ævinni, á meðan þeir voru í skóla, þangað til þeir gift- ust eða eftir að þeir skildu við konuna.24 Aðr- ir hættu sem kostgangarar þegar þeir fengu húsnæði með aðstöðu til eldunar eða þegar mötuneyti byrjuðu á vinnustað þeirra.25 Þegar kostgangari valdi sér matsölu var að mörgu að hyggja og þótt surnir kostgangarar færu eftir auglýsingum í blöðum var það sjaldgæft. Flestir fréttu af góðri matsölu og fóru þangað og spurðu hvort þeir gætu komist í fast fæði.26 Fáir gerðu eins og Sveinn Víkingur gerði árið 1915: „Ég var orðinn afskaplega svangur, þegar þessari fyrslu setu minni í Menntaskólanum lauk, enda hafði ég ekki bragðað mat síðan einhvern tíman daginn áður á sjónum..Ég tók að ráfa um næsta nágrenni skólans í ein- hverju tilgangsleysi, dapur og niðurdreginn, soltinn eins og úlfur. Vinstra megin eða ofan götunnar er stórt og reisulegt timburhús. Og á framhlið þess stendur með stórum stöf- um orðið: MATSALA. ... Með hálfum huga réðst ég í að ganga upp tröppurnar og berja að dyrum. ... Þetta er Miðstræti 5. Og ég er í einu vetfangi orðinn þarna eins og einn af heimilisfólkinu og kann prýðilega við mig. Mynd 14. Guðrún Benedikts- dóttir. Myndir 15-16. Miðstræti 5 til vinstri og Vesturgata 10 hér fyrir neðan. Húsráðendur þarna eru Pétur Ingimundar- son, slökkviliðsstjóri, og kona hans, Guðrún Benediktsdóttir."27 Snemma fór að bera á því að kostgangarar skiptu sér niöur á matsölurnar bæði eftir stétt og efnahag. Sumar matseljur völdu kostgang- ara inn á matsölur sínar eftir sömu mælistiku og margar settu það sem skilyrði áður en þær tóku nýjan kostgangara að hann ynni hrein- lega vinnu.28 Staðsetning matsölunnar skipti einnig máli. Á stöðum nærri höfninni voru verkamenn í meirihluta kostgangara en í mið- bænum l'rekar skrifstofumenn, kennarar og þingmenn. Sem dæmi má nefna að á matsölu Óskar Jósefsdóttur á Vesturgötu borðuðu aðallega verkamenn frá höfninni, nemar í Stýrimannaskólanum við Öldugötu og skrif- stofumenn úr nágrenninu.29 Annars gat stór hluti af matartímanum sem var klukkutími farið í ferðir á milli matsölu og vinnustaðar.30 Þær matseljur sem voru með betri mat og hærra verð fengu „fínni'1 viðskiptavini en þær matseljur sem minna báru í matinn. Stéttar- staða matseljunnar hafði þar óbein áhrif því almennt voru læknisekkjurnar með fínar og dýrar matsölur en konur úr alþýðustétt hneigðust fremur til að bjóða upp á einfaldari mat og ódýrari. Vel getur verið að kostgang- arar hafi leitað uppi matseljur sem voru af sörnu stétt og þeir sjálfir en líklegra má joó telja að gæði matarins og verð hafi skipt þá meira máli en stétt þegar þeir völdu sér mat- sölu. Margir þingmenn voru kostgangarar yfir 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.