Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 62

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 62
„Hlutlægni er ekki lengur í tísku“ Róttækasta afbrigðið af póstmódern- isma gerir ráð fyrir að enginn munur sé á skáldskap og veruleika Hlutlægni í anda Rankes er orðin úrelt á einn hátt en í sagnfræðinni er um margar leiðir að ræða. Hugmyndin um nývœðingu er þá ekki sér- stakt kennimið? Nei, hún er aðeins ein kenning af mörgum, ein leið til að túlka söguna. En hvctð með almenning og stórviðburði? / bandarískum bókabúðum er hilluplássið sem bcmdaríska borgarastríðið og síðari heims- styrjöldin fá ótrúlega mikið? Fólk virðist almennt hafa mikinn áhuga á hroðalegum atburðum. Er þá hinn aukni áhugi á helförinni bara enn eitt dœmi um það? Námskeið um hana í bandarískum háskólum virðast njóta gífur- legra vinsadda? Jú, það er rétt. (Iggers vísaði spurningunni til konu sinnar sem sat við tölvu í hinum enda stofunnar en áslátturinn bar þess glögg merki að hún hafði byrjað ritferil sinn á tíma hand- knúinna ritvéla. Hún fullyrti að fyrir marga stúdenta sé þetta eins og að fara á hrollvekju eða hryllingsmynd.] Að lokum langar mig til að minnast á póst- módernismann. Hvað finnst þér um þá gagn- rýni sem póstmódernistar hafa settfram á hina hefðbundnu, heimildabundnu sagnfræði? Róttækasta afbrigðið af póstmódernisman- um gerir ráð fyrir að enginn munur sé á skáld- skap og veruleika, að sagan sé bæði tilbúning- ur og samhengislaus. Ég tel þessa aðferð al- gerlega ónothæfa fyrir sagnfræðinga. Þótt það sé bæði flókið og erfitt að afla vitneskju um fortíðina þá verðum við að ganga út frá því að til sé raunveruleiki, við getum ekki einfald- lega búið til fortíðina. Póstmódernisminn er hins vegar afsprengi okkar tíma og hann hef- ur minnt okkur rækilega á hvernig vísindin hafa verið misnotuð í nafni hlutlægni og hlut- leysis. Ýmsir virtir sagnfræðingar telja sig póst- módernista, t.d. Simon Schama og Jonathan Spence. Það mætti e.t.v. líkja sagnaritun þeirra við morðsögu þar sem vitnin sem köll- uð eru fyrir koma fram með ólíkar útgáfur af því sem „raunverulega“ gerðist. Einkennist sagnfrœðin um þessar mundir frekar af átökum á milli formgerðarsinna og menningarsinna? Mér sýnist að nú séu menn farnir að blanda aðferðum saman og ég skrifaði bókina um sagnaritun á 20. öld m.a. til þess að vekja á þessu athygli. Ég taldi að við yrðum að taka þeirri áskorun sem felst í póstmódernisman- um en urn leið vildi ég gagnrýna róttækasta form hans. í bókinni reynir þú að feta meðalveg þegar þú notar hugtakið sennileiki til að lýsa því markmiði sem niðurstöður sagnfrœðirann- sókna eigi að hafa. Já, það er rétt. Ert þú þá að reyna að draga úr spennunni á milli hlutlœgni í anda Rankes og póstmódern- isma? Hlutlægni í anda Rankes er orðin úrelt. Hann er sem sagt dauður? Já, Ranke er dauður, en þó ekki sú við- leitni hans að byggja frásögnina á traustum heimildum. Með tímanum hafa sagnfræðing- ar orðið enn gagnrýnni á heimildirnar en hann var, saml erum við aldrei nægilega gagnrýnin. Nú á dögum er talsvert um sagnaritun bæði í anda femínisma og póstmódernisma, marx- isma og íhaldsstefnu, sem túlkar heimildirnar á mjög frjálslegan hátt. Og þú vilt að menn haldi sig við heimild- irnar? Já, vissulega, og ég vil leggja áherslu á að við getum aldrei verið of varkár í notkun þeirra. Við vitum að margir sagnfræðingar hafa notað söguna í pólitískum tilgangi, einn- ig þeir sem kenndu sig við hlullægni; einnig þeir héldu í skjalasöfnin til þess að grafa upp „vísindalegar sannanir“ fyrir fordómum sín- um - þjóðernislegum, kynferðislegum og kyn- þáttalegum. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.