Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 88

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 88
✓ Aðalsteinn Arni Baldursson sagnaritun varðar gögn og heimildir. Því fá- tæklegri sem heimildirnar eru eða aðgangur að þeim takmarkaðri, þeim mun minni lík- ur eru á því að föng séu til að ráðast í dýrar og umfangsmiklar sagnfræðirannsóknir. Al- mennt hafa fyrirtæki, stéttarfélög og önnur félagasamtök á Húsavík haldið vel til haga gerðarbókum og öðrum gögnum um starf- semi sína í gegnum tíðina og þar er rnikið safn frumheimilda um mannlíf og byggð í bænum að finna í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík. Það styrkir óneitanlega ákvörðun um sagna- ritun þegar slíkur heimildagrunnur er til stað- ar. Að minnsta kosti er ljóst að vinna við tímafreka og kostnaðarsama söfnun heimilda og óvissan um árangur af því starfi stendur síður í veginum fyrir ákvörðun unr ritun fé- lagssögunnar. Loks verða fjárhagsaðstæður að leyfa að ráðist verði í svo viðamikið og tímafrekt verk- efni sem sagnaritun er. Hér koma til sögu fjöl- margir óvissuþættir. í fyrsta lagi verða ein- hverjar áætlanir um kostnað að liggja fyrir og á þeim grundvelli verður félagið að gera það upp við sig hve miklu skal varið til verkefnis- ins. í öðru lagi er mjög erfitt að setja tíma- mörk þótt jafnan sé stefnt að því að verkinu Ijúki innan tiltekins tíma - hjallarnir á leiðinni til verkloka verða ekki séðir fyrir og víst að verkið mun á stundum sækjast torveldar en maður sjálfur vildi. í þriðja lagi er heldur ekki ljóst í upphafi hversu viðamikið verkið verð- ur, hvort það verði ein bók eða fleiri. Það er þó að nokkru leyti háð umfangi verkefnisins eða því sjónarhorni sem valið er. Um það mun ég fjalla nánar hér á eftir. í fjórða lagi vakna spurningar um hvort til staðar sé mark- aður fyrir verkið. Þótt merkileg saga sé í sjálfu sér góð og gild ástæða fyrir því að ráð- ist sé í ritun hennar og útgáfu er óhjákvæmi- legt að útlögðum kostnaði verði mætt með tekjum af sölu, a.m.k að nokkru. Við getunr gengið að því vísu að allnokkur hluti félags- manna muni vilja eiga verkið, einnig aðrir heinramenn og sveitungar. Bókasöfn, skólar, önnur stéttarfélög og áhugamenn um verka- lýðs- og atvinnulífssögu eru einnig mögulegur markhópur sem hægt er að höfða lil. Allar kostnaðarstærðir og tekjumöguleika verður að skoða vel áður en lagt er upp. Líklega sníða fjárhagsaðstæður einna þrengstan stakk öllum fyrirætlunum um sagnaritun og bókaút- gáfu og í þeinr efnum njóta félagasamtök ein- skis „akademísks" frelsis eða fríðinda; mark- aðurinn er harður húsbóndi eins og allir vita. I aðdraganda verksins verður flestunr lík- lega fyrst litið til peningadæmisins, sjálfsagt með áhyggjuhrukkur á enni eins og vera ber. Annar flötur og ekki síður mikilvægur varðar spurninguna um tilganginn með ritun og út- gáfu félagssögunnar. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það tilgangurinn sem helgar með- alið. Vissan um að sagan sé ritunarverð er náttúrlega meginforsenda en alls ekki sú eina. Önnur er sú viðurkenning sem félagið sýnir með sögurituninni því starfi sem unnið hefur verið innan þess frá upphafi, baráttunni og þeinr árangri sem náðst hefur. Þetta starf hef- ur oft verið unnið við aðstæður sem reynt hafa á þrautseigju, vilja og áræði forystu- manna jafnt sem almennra félaga. Það er virðingin við þetta starf sem einnig stuðlar að því að í verkið verði ráðist en ekki síður þörf- in á að varðveita þann félagslega arf sem okk- ur hefur verið fenginn í hendur. Þráðurinn til upphafsins, hugsjónanna, frunrherjanna og samstöðunnar sem á sínum tíma batt fólk saman og gaf því afl til breytinga og framfara; þessi þráður má aldrei bresta. I honum geym- ist lífsandi, siðferðisþrek og starfsorka allra stéttarfélaga. í þessu sambandi verður líka að hyggja að því að í þessu felast nokkrar skyldur. Sögu fé- lagsins, vitneskjunni unr það sem á undan er gengið, verður að skila í hendur þeim sem nú starfa innan félagsins og skipa raðir þess. Glatist okkur vitneskjan um hvað geymist í fortíð félagsins er hætt við að okkur rnuni reynast erfiðara að henda reiður á tilgangi fé- lagsstarfsins; að við förum að líta á það sem eitthvert fortíðarfyrirbæri sem aðeins þrífst af gömlum vana. Jafnvel að við tökum að líta á félagið senr lítið annað en vel búið skrifstofu- húsnæði, orlofshús - eða á ársreikninga sjóða félagsins. Er hægt að ætlast til að við sýnunr því og tilgangi þess sömu virðingu og þegar okkur er ljós allur aðdragandi að starfi þess í dag? Lifandi félag er ekki l'ast í viðjurn sinnar eigin fortíðar. Innan þess verður að fara fram stöðug umræða og endurmat á markmiðum, 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.