Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 57

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 57
gur í tísku“ um sagnaritun á Vesturlöndum. fræðingar skrifa fyrir breiðari lesendahóp þótt meirihlutinn geri það ekki. Þú talar um aðgreiningu vísindagreinanna hverrar frá annarri. En sér maður ekki nokk- ur merki þess nú á dögum að þœr séu að renna saman? Scekja ekki t.a.m. bókmennta-, stjórn- mála-, list- og sagnfrœðingar œ meir í smiðju hvers annars? Það er alveg rétt. Við megum ekki gleyma því að skipting vísindanna í fræðigreinar er tilbúningur og þess vegna getur hún tekið á sig hlægilegar myndir. Ég get nefnt dæmi frá háskólanum í Buffalo þar sem sagnfræðin hefur aðstöðu í byggingu sem hýsir félagsvís- indi. Á ganginum á móti okkur sitja stjórn- málafræðingar sem við þekkjum nánast ekki neitt og ég nefndi eitt sinn við skorarformann þeirra að þetta sambandsleysi væri til skamm- ar. Hann hélt nú ekki og benti á að þetta væru tvær sjálfstæðar vísindagreinar. Það er hins vegar augljóst að viðfangsefni félags-, stjórnmála- og sagnfræðinga skarast. Þá hefur sagnfræðin einnig orðið fyrir áhrif- um frá mannfræðinni. Á hinn bóginn hefur þessi skipting í vísindagreinar, sem varð til á 19. og öndverðri 20. öld, fest sig í sessi. Ég minni á að hver „stétt“ hefur komið sér upp öflugum samtökum til að verja hagsmuni sína. Sjálfur átti ég í erfiðleikum með að fá starf á sínum tíma vegna þess að ég er ekki með próf í sagnfræði. Ég tók BA-próf í rómönskum málum við háskólann í Richmond og MA-próf í germönskum bók- menntum við Chicagoháskóla. Ég stundaði nám í félagsfræði og heimspeki við The New School for Social Research og að lokum tók ég doktorspróf í Chicago við rannsóknar- stofnun sem tvinnaði saman ýmsar greinar mannvísindanna. Þetta var fyrir tæpurn 50 árum en þá var umræða í gangi um að slík samtvinnun væri æskileg. Nú eru menn ekki lengur bara sagnfræðingar. Sérhæfingin er orðin slík að menn einbeita sér ekki aðeins að sögu eins lands heldur eru menn orðnir sér- fræðingar í sögu stutts tímabils. Mynd 1. Georg G. Iggers fyrir framan inn- ganginn að Schillerstrasse 50 í Göttingen þar sem hann býr hálft áriö. Það er þá ekki rétt að saka sagnfræðinga um hræðslu við almenning? Það held ég ekki. Á 19. öld varð einfald- lega til þessi hugmynd um „vísindalega“ sagn- fræði þannig að fleiri og fleiri sagnfræðingar fóru að skrifa fyrir „sérfróðan“ hóp lesenda. Ef við horfum til 18. aldar þá voru nokkrir þekktir fræðimenn sem rituðu sagnarit sem höfðuðu til almennra, menntaðra lesenda. T.d. gæti ég nefnl Englendinginn Gibbon, 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.