Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 82

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 82
Katrín Kristinsdóttir Sumir halda að ég sé rafur- magnskerling. Þegar ég fór ofan að borða þá voru þar tvær konur að tala saman. Önnur segir þegar hún sá mig: „Hvað er nú þetta?" Hin svarar henni strax eins og hún væri hennar ráðanautur og vissi allt milli himins og jarðar. „Ó þetta er ein sort af nunnum" frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur sem ég mun seint gleyma fyrir hennar frjálsu framkomu. Verið þið allar blessaðar og sælar og líði ykkur ætíð sem best þess óskar ykkar einlæg vinkona Halldóra Jónasdóttir Vancouver Kanada 12. apríl 1952 Elsku frænka mín og kæru konur. Ekki veit ég hvort mér tekst að segja ykkur frá nokkru héðan sem þið hafið gagn eða gaman af að heyra og þótt ég hafi flakkað nokkuð víða þá hefi ég því miður tekið lítið af því niður á blað sem ég hef orðið vör við eða kynnst, en ég held ég ætti nú samt að gera það. Ég varð að leita að því í huganum og því verður það kannski nokkuð ruglingslegt. Þið kannist allar við náungann sem ferð- aðist frá Jerúsalem til Jeríkó og réðust á hann ræningjar. Þá kom þessi hjartagóði Samverji og líknaði honum en nú kvö þeir vera að hverfa úr sögunni með öllu, eftir því sem sagan segir úr ferðasögu eftir íslending sem ferðaðist til Gyðingalands (Sigfús Berg- mann). Þessi flokkur hafði verið um 25 þús- undir, en nú aðeins eftir 150 af þeim. Það fylgir ekki sögunni hvers vegna þeir voru of- sóttir og drepnir niður, líklega af því þeir voru góðir og sögðu sannleikann. Mér kemur þetta í huga í sambandi við það sem fyrir mig hefur komið hér og ég sný mér til ykkar eins og nokkurs konar Samverja og til réttlætingar. Ég er komin út á þá hálu braut að segja fréttir frá íslandi. Það sem ég sagði er að húsin og húsmunir væru fínni en hjá margföldum miljónera hér í landi - sem ég vann hjá um tíma - „en það væru sorglega fáir sem hefðu þannig hús, því húsnæðisvand- ræði væru mikil minnsta kosti í Reykjavík.“ Af þessu reiddust sumir því það vildi heyra að allir hefðu svo mikla peninga að það hefði nóg af þeim til að brenna. Allir fín hús og svo minntist ég ekkert á biskupinn eða höfðingja sérstaklega. Það er eins og nokkurs konar járntjald hjá ykkur á íslandi en munurinn er sá og á hinu járntjaldinu að allir mega ferðast um allt landið, en það eru margar tylftir af fólki sem fara til Islands árlega héðan og allir segja mismunandi sögur. Svo það er erfitt að átta sig á nema að sannleikurinn fari forgörð- um stöku sinnum. Mig langar að segja ykkur það að þrátt fyr- ir þetta allt þá er ég að reyna að halda uppi starfi sem varðar ykkur konur. Mig langar mikið til að sýna í verki þjóðarmetnað, sýna að maður vinni og starfi þjóð vorri og manni sjálfum til sóma. Ég er algjörlega ómenntuð en ég get sýnt í verki að við kunnum að vinna sem ekki er síður nauðsynlegt. Mér er sagt að sú vinna sé að leggjast niður á íslandi og þyk- ir mér sárt til þess að vita. Þetta er að spinna á rokk. Ég fór í eina stærstu búðina10 hér og spurði um þessa vinnu, já það var kannski ekki vitlaust að reyna það, og þar hefi ég ver- ið að spinna undanfarna daga, og allir eru svo hrifnir af að horfa á þetta undraverk og svo hjálpar íslenski búningurinn mikið til. Fáir skilja hvernig hægt er að teygja úr lopanum svona mikið án þess að hann slitni, sumir halda að ég sé rafurmagnskerling. Þegar ég fór ofan að borða þá voru þar tvær konur að tala saman. Önnur segir þegar hún sá mig: „Hvað er nú þetta?“ Hin svarar henni strax eins og hún væri hennar ráðanautur og vissi allt milli himins og jarðar. „Ó þetta er ein sort af nunnum.“ Hin sýndist trúa því eins og nýju neti og vera ánægð með svarið. Þegar maður mætir mörgu fólki þá dynja yfir mann spurningar og ýmislegt sem ég meira segja kynnist sem ég vissi ekki áður. Þetta fólk gefur manni ýmsar hugmyndir, þótt sumt af því sé kjánalegt. Kona ein sem hafði mikið að segja um íslendinga sagði það hefði verið á útvarpinu að íslendingar væru besta þjóðin sem til Kanada hefði komið. Þeir liefðu svo langtum fleira menntafólk en aðrar þjóðir hér í landi. Já önnur tók undir það og sagðist hafa þekkt íslending sem hefði aðeins borðað tvær máltíðir á dag þar til hann hefði lokið við að borga allar sínar skuldir. Ég tók þessu öllu vel, en ég bara hugsaði, það er víst langt síðan þetta var. Nýlega sá ég í blaði þessa yfirskrift: „Menn eru hættir að hlægja að fjarstæðum.“ Þegar ég ígrunda ferð mína til Utah þá man ég vel hversu undrandi ég var að kynnast öllu þar | 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.