Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 99

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 99
Er Oddaverjaþætti treystandi? staðir í hans vald gefnir í Austfirðinga- fjórðúngi. En eptir kirkjuvígslu ok messu skipaði byskup Sigurði staðinn í lén, ok af þessu tiltæki biskups hófz sá vanði at höfðingjar í Austfjörðum skipuðu staði með byskups ráði eða samþykkt allt til Arna byskups. En af því at hann tók öll kirkna forráð af hverjum sem áðr höfðu undir sik vóru margir tregir til at segja sér af hent þat áhald sem þeir þóttuz áðr eiga.44 Þessi lýsing er svo samhljóða þeirri sem er í Oddaverjaþætti að líklegt má teljast að þær séu ættaðar úr sörnu smiðju.45 Sérstaka at- hygli vekur að Arni er í raun að endurtaka verk Þorláks, Þorlákur fékk vald yfir sörnu kirkjustöðum og í báðum tilvikum eru Þvottá og Hallormsstaðir undan skilin. Síðan fer Árni til Odda sem er prófmálið, nákvæmlega eins og í Oddaverjaþætti, en í þetta sinn fer kirkjan með sigur af hólmi. Það má kallast merkilegt að Árni og Þor- lákur skuli fara nákvæmlega eins að og kem- ur aðeins tvennt til. Annað hvort hefur Árni fylgt fordæmi Þorláks eða búið það til, þ.e. hegðun Þorláks í Oddaverjaþætti er mótuð af hegðun Árna en ekki öfugt. Hvað sem því líð- ur má ljóst vera að árangur Þorláks í staða- málurn er svo lítill að hann mun vart hafa fylgt þeim eftir nema með hálfurn huga. í Oddaverjaþætti er hann sagður láta undan og þessi skýring gefin á: „því hyggja menn að Þorlákur byskup mælti þessi orð að hann fann að alþýðan fylgdi Jóni um kirkjumálin, vægði hann því að sinni að hann sá engan ávöxt á vera þótt hann héldi fram en rnikinn skaða á marga vega og ætlaði síðar með erkibyskups fulltingi að kirkjan myndi fá sín réttindi.“46 Það þarf að útskýra sérstaklega hvers vegna staðamál fyrri breytlu kirkjueign landsmanna lítið sem ekkert og bætt er við að þegar Ey- steinn flæmdist úr landi hafi rnálið verið von- laust. En að sjálfsögðu er Þorlákur sjálfur gerður sama sinnis og eftirmaður hans, Árni Þorláksson, sem stendur að rituninni. Á undan hafa aftur á rnóti farið miklar deilur sem óhikað eru mestu stórtíðindi síns tíma, ef rétt væri frá sagt í Oddaverjaþætti. Þeirra er þó hvergi getið annarstaðar. Þó að hér hafi verið færð rök fyrir því að ekki sé við því að búast að A-gerð Þorlákssögu þegði yfir svo miklum atburðum sem þessum má láta hana liggja milli hluta hér. En þar að auki er átaka Þorláks og Jóns Loftssonar um staði að engu getið í Sturlungu. í Prestssögu Guð- mundar Arasonar er Þorlákur ítrekað nefnd- ur og þar er sagt frá Bæjar-Högnamálum sem miklurn tíðindum. Einnig er þar getið um vin- áttu Þorláks við Gissur Hallsson og sonu hans og við systursonu sína, Orm og Pál, sonu Ragnheiðar og Jóns Loftssonar. Sú rnynd sem þar er dregin upp af samskiptum Þorláks við valdaklíku Oddaverja og Haukdæla kemur því mjög heim við það sem lýst er í A-gerð Þorlákssögu og víðar en er á skjön við lýsingu Oddaverjaþáttar á átökum Þorláks og Odda- verja.47 Einnig eru þeir Þorlákur og Jón Lofts- son samherjar í stuðningi við Pál Sölvason í deilum hans við Hvamm-Sturlu sem frá er greint í Sturluþætti. Þar er Þorlákur látinn Mynd 4. Oddi á Rangárvöllum. Hvað sem því líður má Ijóst vera að árangur Þorláks í staða- málum er svo lítill að hann mun vart hafa fylgt þeim eftir nema með hálfum huga 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.