Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 70

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 70
✓ Atökin um Atlantshafsbandalagið Það er til marks um þetta áhugaleysi, að jafnvel meiri- háttar breytingar á stefnu og eðli NATO voru sáralítið ræddar hér á landi. lands tóku að sönnu þátt í fundum og þingum á vegum NATO, en viðskipta- og sjávarút- vegsmál áttu þó hug þeirra allan og þegar kom að kosningum kusu þeir fremur að bera árangur sinn á þeim sviðum á borð fyrir kjós- endur.2 Þannig kom það í hlut sjálfstæðra fé- lagasamtaka, Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu, að kynna stefnu og starfsemi Atlantshafsbandalagsins fyrir almenningi. Það er til marks um þetta áhugaleysi, að jafnvel meiriháttar breytingar á stefnu og eðli NATO voru sáralítið ræddar hér á landi. Árið 1955 eignaðist Atlantshafsbandalagið sem slíkt kjarnorkuvopn í fyrsta sinn, en fram að því höfðu slík vopn í Vestur-Evrópu einungis verið í eigu Bandaríkjamanna. Hér var um mikilvæg umskipti að ræða, þar sem NATO tók að breytast úr hefðbundnu hernaðar- bandalagi yfir í kjarnorkubandalag. Enn frek- ari breytingar urðu á NATO árið 1967 þegar kjarnorkumálahópi bandalagsins (NPG) var komið á fót. Um svipað leyti gjörbreyttist hernaðar- stefna NATO. Áður hafði verið ráð fyrir því gert að sérhverri árás á bandalagsríki yrði svarað af fullum þunga, en með kenningunni um sveigjanleg viðbrögð, þar sem styrkur gagn- árásarinnar gæti verið breytilegur, vöknuðu hugmyndir um að heyja mætti staðbundin kjarn- orkuátök og kjarnorkusprengjur urðu hægt og bítandi gjaldgengur valkostur í hernaði. Ef íslensk dagblöð eru könnuð, til dæmis í kringum alþingiskosningarnar 1956 og 1967, er ekki að sjá að landsmenn hafi látið þessar breytingar sig neinu varða. Islendingar litu á sig sem herlausa þjóð sem hvorki kærði sig um né hefði forsendur til að blanda sér í um- ræður um hertæknileg mál. Stjórnmálamenn allra flokka hafa klifað á því að þjóðin sé vopnlaus og friðsöm og lítt hneigð til stríðs- rekstrar. Stuðningur við aðild landsins að NATO var víðtækur, en það vafðist hvorki fyrir stjórnmálamönnum né almenningi að sverja af sér hernaðarstefnu þess. Þessi tvöfeldni kom skýrast fram þegar umræðan um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum náði hámarki á ní- unda áratugnum. Þar hafði hún raunar staðið með hléum frá árinu 1963, en barst fyrst lil Is- lands um 1981, ef undan er skilin fyrirspurn Ragnars Arnalds á Alþingi árið 1964 um af- stöðu viðreisnarstjórnarinnar í málinu. Skemmst er frá því að segja, að hugmynd- in naut yfirgnæfandi stuðnings meðal þjóðar- innar. í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofn- unnar frá árinu 1987 sögðust yfir 90% að- spurðra vera mjög eða frekar hlynnt aðild Is- lands að slíku svæði, þar af voru tæp 95% kvenna og 93% ungs fólks þeirrar skoðunar.3 Þessar niðurstöður eru sláandi, ef haft er í huga að stjórnir þeirra norrænu ríkja sem að- ild áttu að NATO, sáu öll tormerki á hug- myndinni. Var því haldið fram að hún væri óraunhæf, enda myndi slík yfirlýsing engin áhrif hafa. Þess í stað væri betra að kanna málið í tengslum við almennar afvopnunar- viðræður risaveldanna og þá helst í samhengi við afvopnun Sovétmanna á Kólaskaga eða fyrir botni Eystrasalts. Þeir stjórnmálamenn sem helst lögðust gegn tillögunni gerðu það þó á þeirn forsendum að ekki mætti sundra einingu NATO-ríkja og að varhugavert væri að gera greinarmun á stöðu einstakra svæða innan bandalagsins.4 Embættismannabylting í utanríkisráðuneyti Afdráttarlaus stuðningur íslendinga við hug- myndina um kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd og þar með skýr höfnun á kjarnorku- vopnastefnu Atlantshafsbandalagsins, sýnir að afstaða almennings til þess hvernig aðild landsins að NATO skyldi háttað var hin sama undir lok níunda áratugarins og verið hafði á „óvirka tímabilinu“ sem fyrr var nefnt. Eng- inn áhugi var á því að axla ábyrgð á hern- aðarstefnu bandalagsins meira en nauðsyn krefði og ekkert sem þrýsti á stjórnmálamenn að laka aukið frumkvæði í þessum málaflokki. Engu að síður var sú þróun að eiga sér stað. I byrjun níunda áralugarins hófst mikil hernaðaruppbygging á Keflavíkurflugvelli og víðar hér á landi. Hafist var handa við bygg- ingu flugskýla sem áttu að geta staðið af sér kjarnorkuátök, miklar framkvæmdir voru við olíuhöfnina í Helguvík og nýjar ratsjárstöðv- ar voru reistar svo eitthvað sé nefnt. Stór- framkvæmdir á vegum hersins voru engin nýlunda, en það sem var óvenjulegt við þessar 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.