Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 94

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 94
í sagnfræðiritum hefur þannig frásögn Odda- verjaþáttar um deilur Þorláks við innlenda höfðingja og einkum Jón Loftsson út af yfirráðum yfir kirkjustöðum verið höfð fyrir satt s s Armann Jakobsson og Asdís Egilsdóttir Þorlákssögu, enda er hún rituð sem lífssaga biskups (vita) í kirkjulegum anda og greinir lítt frá veraldarvafstri hans. En síðar var úr þessu bætt og aukið inn í söguna frásögnum af staðamálum hinum fyrri og deilum Jóns Loftssonar og Þorláks biskups.“6 Niðurstaða hans virðist vera að úr frumgerð sögunnar sé einhverju efni sleppt en ekki er skýrt hvort það lá fyrir ritað eða ekki. Síðar var því svo aftur bætt við. Hjá Sverri Tómassyni eru línur skýrari. Frumgerðin sem bæði Jón Böðvarsson og aðrir virðast gera ráð fyrir er þá hin elsta Þor- lákssaga á latínu sem nokkur brot eru til úr. Sverrir telur „hugsanlegt að kafli sá sem fjall- ar um staðamál hafi alltaf fylgt latínusögunni, en ástæðulaust hafi þótt að þýða hann fyrr en vel hentaði pólitík kirkjunnar í valdastríði innanlands.“7 Um A-gerð Þorlákssögu hefur Sverrir þetta að segja: „Þorláks saga er dæmi- gerð játarasaga, þar sem sérhverri stétt dýr- lingsins er haldið til haga og eftirlíking hans í Kristi staðfest með biblíutilvitnun hverju sinni. Það er nánast með ólíkindum hve vel höfundi A-gerðarinnar tekst að gefa frásögn- inni ópersónulegan blæ og lyfta Þorláki sem líflausri líkneskju á stall. Einmitt sökum þess- arar tilhneigingar höfundarins er hún mjög varasöm sagnfræðileg heimild um raunveru- lega atburði á valdatíð Þorláks. Aðeins á ein- um stað er vikið að deilum Þorláks við höfð- ingja...“.8 Helsta niðurstaða Jóns Böðvarssonar og þeirra sem áður og síðar hafa ritað um Þor- lákssögu er því sú að A-gerð Þorlákssögu sé slök sagnfræðileg heimild. B-gerð Þorláks- sögu með Oddaverjaþætti innanborðs sé mun traustari og Jón Helgason og Sverrir Tómas- son nefna þessu til stuðnings hve ítarleg hún er. í sagnfræðiritum hefur þannig frásögn Oddaverjaþáttar um deilur Þorláks við inn- lenda höfðingja og einkum Jón Loftsson út af yfirráðum yfir kirkjustöðum verið höfð fyrir satt.9 En hver er ástæðan fyrir því að A-gerð fellir þá burt efni úr hinni elstu latínugerð? Jón Böðvarsson lýsir skoðunum fyrri fræði- manna á þessu svo: „Sú skoðun er ríkjandi, að höfundur A hafi sleppt öllu, sem varðaði deil- ur Þorláks við Oddaverja og aðra höfðingja landsins af tillitssemi við Pál biskup. Ekki þekki ég dæmi þess, að fræðimenn hafi sett fram aðrar skoðanir, en margir hafa haldið þessu fram.“10 Sjálfur telur Jón aftur á móti að í A-gerð sé Iögð áhersla á að kirkjustjórn hans sé eins og fyrri byskupa þar sem hún sé rituð á vegum manna sem voru íhaldssantir í kirkjuumbótum og andstæðingar kirkjuvalds- stefnu: „Hin algera þögn um baráttu Þorláks við innlenda höfðingjavaldið er ekki vangá. Það hefur höfundur B vitað - og vel skilið, að lýsing hins ástsæla dýrlings í A var kirkju- valdsstefnunni skaðsamleg“.n Eins og hér hefur komið fram hefur ríkt fá- gætur samhljómur meðal fræðimanna um þetta. A-gerð þegir yfir því sem B-gerð segir frá. Á hinn bóginn stendur eftir að tilgátan er aðeins tilgáta. í brotum latínugerðar Þorláks- sögu, sem talin er næst frumgerð sögunnar, er ekkert sem styður þá hugmynd að það efni sem er í B-gerð en ekki í A-gerð sé upphaf- legt í sögunni þó að greinilegt sé að frá sumu hefur latínugerðin sagt nákvæmar en A-gerð. Ut frá textafræðalegu sjónarmiði er ekkert líklegra að A-gerð hafi fellt út t.d. efni Odda- verjaþáttar en að B-gerð hafi bætt þessu efni við. Eftir stendur því að gera rækilega könnun á heimildargildi A- og B-gerðar og gera grein fyrir forsendum við að meta gildi sagnfræði- legra heimilda. Hér verður reynt að bera sam- an A- og B-gerð í þessu tillili en einkum þó Oddaverjaþátt. Það er athyglisvert að menn hafa tekið undir hugmyndir Jóns Böðvarsson- ar um að B-gerð sé rituð á dögum staðamála síðari og undir áhrifum kirkjuvaldsstefnu og þar með viðurkennt að hún sé ágætt áróðurs- rit. Eftir sem áður eru fræðimenn jafn sann- færðir um að heimildargildi hennar sé meira en A-gerðar og þannig hefur meginniður- staða Jóns í raun ennþá ekki leitt til neins. Það er því tímabært að huga aðeins að heim- ildargildi B-gerðar og sérstaklega Oddaverja- þáttar í þessu ljósi. Hneigö A-gerðar og stfll Megineinkenni A-gerðar Þorlákssögu, sem að öllum líkindum er fyrsta íslenska játara- sagan, er að hún leggur áherslu á hið almenna fremur en hið sérstaka. Þorlákur er hafinn 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.