Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 42

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 42
Sverrir Jakobsson Mynd 3. Halvdan Koht. Mynd 4. Landslagsteikning frá Vestfold í Noregi. Englandi. A.m.k. fjórir víkingahöfðingar á Englandi og írlandi heita þessu nafni milli 860 og 925.13 Halvdan Koht (1873-1965) dró af þessu þá ályktun að „hinir norsku Hálf- dánar væru til vitnis unr menningaráhrif úr Danmörku, einkum á höfðingjaættir."14 Ýmis önnur nöfn innan norsku konungsæltarinnar eru sjaldséð á vestnorrænu málsvæði á þess- unr tíma, s.s. Ragnar, Guðröður og Sigfröður. Halvdan Koht mótmælti hugnryndum Linds, enda þótt hann féllist á að þessi nöfn væru sennilega upphaflega dönsk. Hann færði sannfærandi rök fyrir því að nöfnin tilheyrðu ekki einungis Ynglingaættinni. Hins vegar er ósannað að Haraldur hárfagri hafi verið af þeirri ætt. Hann er t.d. ekki nefndur í Yng- lingatali. Nöfnin Haraldur, Hálfdan og Guð- röður eru öll af dönskunr uppruna og fáir finnast á vestnorrænu málsvæði sem bera þau. Koht var ekki svo skyni skroppinn að hann kæmi ekki auga á þetta. Hann gat sér til að þessi nöfn, ásamt ýnrsum öðrum, s.s. Ólafur, Sigtryggur og ívar, hefðu verið tískunöfn sem tíðkast hafi í konungsættum um öll Norður- lönd. Hugmynd Kohts virðist hafa unnið hylli fræðimanna en fáir hafa tekið upp merki Linds og haldið fram dönskum uppruna norsku konungsættarinnar. En kenningar Kohts hvíla á veikum grunni. Hvers vegna í ósköpunum hefðu norskir konungar, hefðu þeir á annað borð viljað skilja sig frá þegnum sínum, átt að taka upp dönsk nöfn í því skyni? Þess finnast fá dæmi að menn hafi sótt nöfn til nágrannaþjóða í slíkum tilgangi. Öðru máli gegndi ef Haraldur Hálfdanarson og niðjar hans hefðu verið dönsk ætt að uppruna. Pá eykur það dýrð ættarinnar að halda fast við sín fornu nöfn enda þótt engir þegnar beri þau. Frankaannálar gefa til kynna að Vestfold hafi verið stjórnað af dönskum konungum 813, og Orosiusþýðing Alfreðs staðfeslir að Vestfold hafi lotið Dönum á 9. öld.15 Taldi Koht líklegt að Haraldur hefði verið það- an. Vestfoldarmenn væru einu víkingarnir úr Danmörku og Noregi sem bæru nafn af heimahögunum, að frátöldum Höröum á Vesturlandi sem getið er urn 790. 1 Vestfold hefði eini kaupstaðurinn í Noregi verið og sennilega flest herskip.16 Per Sveaas Ander- sen (f. 1921) taldi einnig að Haraldur hefði konrið frá Vestfold, en aðrir mæla því í mót.17 Heimildir leyfa ekki annað en getgátur um það. Adam frá Brimum er fróðastur Vestur- Evrópunranna um sögu Norðurlanda frá 9. öld til 11. aldar og iðulega er rit hans sú heirn- ild sem er næst atburðum í tíma. Af sögu hans má ráða að upplýsingar íslenskra miðalda- annála unr að Gormur hinn garnli hafi tekið við völdunr í Danmörku nálægt 840 eru rang- ar.18 En Adam hefur ekki verið talinn jal'n gotl viðmið á Noregskonunga. Hann þekkir engan slíkan fyrr en Hákon jarl réð ríkjum. Hákon var að hans mati „rnanna grimmastur, af ætt Ingvars og hafði risablóð í æðum. Hann gerð- ist konungur fyrstur Norðmanna, en áður var þeinr stjórnað af hertogum [ducibus].“ Telur Adam að Tryggvi og sonur hans, Ólafur krákubein, hafi verið komnir af honum, enda hafi Ólafur verið mikill galdramaður.19 Að finna Harald hárfagra í samtímaheim- ildunr reynist ekki lélt verk. Norðmaðurinn Óttar minnist ekki á hann, ekki heldur annál- ar frá Bretlandseyjum eða meginlandi Evr- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.