Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 89

Ný saga - 01.01.1999, Blaðsíða 89
Erindi liðins tíma starfi, starfsaðferðum og skipulagi. Slík um- ræða og endurmat geta því aðeins farið fram og skilað félaginu fram á við að sagan sé okk- ur kunn og aðgengileg. Stefnumótun félaga- samtaka byggir ekki aðeins á þeirri framtíð sem sýnist vera í vændum. Hún byggir líka á reynslunni, þekkingunni á því sem á undan er gengið, hefðum og reglum sem skapast hafa í tímanna rás. Þegar litið er til þátta sem þess- ara er ljóst að í höndum félagsmanna getur sagan orðið til þess að efla andann í þeirra hópi og þannig treysta innviði félagsins. Þetta má ekki vanmeta því oft eiga stéttarfélög á brattann að sækja í starfi sínu og er því hald í hverju því sem styrkur er að fyrir baráttu þeirra. Hvers konar saga? Það leiðir af því sem hér hefur verið sagt að saga húsvískrar verkalýðshreyfingar var tekin saman fyrst og fremst svo unnt væri að koma henni á framfæri við meðlimi félagsins. A hinn bóginn verður einnig að gera ráð fyrir að verkið höfði til fleiri en félagsmanna einna og þá einkum áhugafólks um sögu verkalýðs- hreyfingar og atvinnulífs, fræðimanna og skólafólks. Þótt mismunandi væntingar standi til verksins frá svo sundurleitum hópi er næsta víst að almennt sé leitað eftir bæði fróðleik og afþreyingu. Jafnframt því sem gerð er, krafa unr agaða og fræðilega vinnu höfundar er ætlast til að ritmálið sé bæði lif- andi og auðvelt aflestrar. Frá upphafi var að því stefnt að fræðileg undirstaða verksins væri traust hvað varðaði vinnubrögð höfundar, rannsóknir og framsetningu efnis. A fyrstu fundum höfundar og ritnefndar sem skipuð var honum til halds og trausts var á það bent að því fylgir nokkur ábyrgð að ráðast í sagn- fræðilegar rannsóknir og útgáfu sagnfræðirits. Hvert slíkt verkefni er tækifæri til þess að stuðla að vexti og viðgangi íslenskra sagn- fræðirannsókna og getur um leið bætt nokkru við þjóðarsöguna. Séu kröfur um ágæti verks- ins vægilegar og metnaður að öðru leyti tak- markaður er tækifærið gengið úr greipum og þær vonir sem bundnar voru við verkefnið broslnar. Markmiðið var því að verkið yrði vandað og fengi risið undir þeim kröfum sem til þess yrðu gerðar frá væntanlegum lesend- urn. Um þetta var fullkomin eining meðal allra þeirra sem komu að málinu: höfundar; ritnefndar og stjórnar félagsins. En hvernig lítur þá slík saga út þegar búið er að tína hana saman í bók? Sú hugmynd kom fram strax í upphafi að segja yrði sögu verkalýðshreyfingar á Húsavík, ekki aðeins félaga hennar. Verkalýðsfélag Húsavíkur er sprottið upp af tveimur eldri félögum, Verka- mannafélagi Húsavíkur og Verkakvennafé- laginu Von sem sameinuð voru árið 1964. Á dögum Verkamannafélagsins urðu til tvö sér- greinafélög, Bílstjórafélag Húsavíkur, sem enn starfar, og Iðnaðarmannafélagið garnla, sem árið 1964 skiptist upp í Byggingamanna- félagið Árvakur og Sveinafélag járniðnaðar- manna. Skömmu fyrir sameiningu gömlu fé- laganna tveggja varð til Starfsmannafélag Húsavíkurbæjar sem sótti félagsfólk sitt til þeirra beggja. Síðan hafa fleiri sérgreinafélög af meiði Verkalýðsfélagsins litið dagsins ljós sem og nýjar félagsdeildir. Vafalítið hefur þróun félagasamtaka launafólks í öðrum bæj- um og þorpurn orðið með svipuðum hætti. Um aðdragandann að stofnun fyrstu stéttar- félaganna gegndi líku máli; fyrirmyndir að starfi og skipulagi voru sóttar til verkamanna- félaga í öðrum bæjum, samvinnufélaga, menningarfélaga og kvenfélagahreyfingar- innar. Félagssagan sjálf er flókin en hún endurspeglar aðeins þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku þjóðfélagi á þeim tírna Mynd 1. Bátur á siglingu i Húsavikurhöfn. „Það er að mörgu að hyggja áður en ráðist er í að skrifa um það liðna". 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.