Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  160. tölublað  99. árgangur  SÉRSTAKT KAFFIHÚS Á NORÐURFIRÐI KONURNAR Í FRAMFÖR Í GOLFINU BÓKIN ÍSLENSKUR FUGLAVÍSIR GEFIN ÚT AÐ NÝJU LANDSLIÐIN ÍÞRÓTTIR KRAFTMIKIÐ FUGLALÍF 25NÝR MATSEÐILL 10 Náttúran í grennd við Landmannalaugar er stórbrotin en á laugardaginn hefst Laugavegshlaupið og eru 333 skráðir til þátttöku að þessu sinni, þar af 58 útlendingar. Fyrir nokkru var snjórinn á svæðinu ennþá mikill og litaður af eldfjalla- ösku, eins og sést á myndinni. Að sögn Benediktu Svav- arsdóttur, skálavarðar í Landmannalaugum, var ekki hægt að komast á staðinn fyrr en 18. júní, sem er óvenju seint. En í gær var þar indælis veður, „eins og best verður á kosið“. Þar voru alls um 200 manns, fólk á öllum aldri og útlendingar í meirihluta. Benedikta sagði að hressileg rigning í fimm daga hefði hreinsað snjóinn í grennd við laugarnar, hann væri nú búinn að fá sinn rétta lit. Enn er snjóþungt á hálendinu Morgunblaðið/RAX  Siglingaleið- in yfir Norður- Íshafið er mun styttri en leiðin suður fyrir Afríku en mun þó ekki um- bylta gáma- flutningum um fyrirsjáanlega framtíð, að sögn yfirmanns hjá Mærsk-skipa- félaginu danska. Hann bendir á að þótt hlýnun bræði ísinn, eins og spáð er að ger- ist, verði ekki hægt að nota norð- urleiðina svonefndu auðveldlega nema í nokkrar vikur á ári. Að- stæður séu erfiðar á svæðinu, óstöðugt veðurfar og lélegt skyggni valdi því að ekki sé hægt að tryggja að vara berist á réttum tíma. Ef tímasetning standist ekki geti það verið geysilegt, fjárhags- legt áfall fyrir viðskiptavini skipa- félagsins. »13 Er siglingaleiðin um Norður-Íshafið aðeins draumsýn? Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Stefnt er að því að hefjast handa við að ferja fólk yfir Múlakvísl frá og með deginum í dag í rammgerðri 40 manna rútu. Vinna er þegar hafin við gerð bráðabirgðabrúar yfir kvíslina en vegamálastjóri segir verkið taka 2-3 vikur. Sveitarstjórnir Mýrdals- hrepps og Skaftárhrepps krefjast að vegurinn við Múlakvísl verði orðinn opinn allri umferð fyrir næstu helgi. Brúin yfir Múlakvísl eyðilagðist í hlaupi á laugardag og ljóst er að ferðaþjónustan á svæðinu bíður mik- inn skaða af ef samgöngur komast ekki fljótt á. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu segir næstu þrjár vikur þær sem afla greininni mestra tekna á hverju ári og að er- lendir ferðaheildsalar hafi strax eftir hlaupið afpantað gistingu. Hótel- stjóri í Mýrdalnum segir töluvert um að væntanlegir gestir hans hafi hringt og afbókað sig – fólk vilji kom- ast í hringferð en komi ekki á svæðið til þess eins að snúa við og fara sömu leið til baka. Því sé lykilatriði að um- ferð komist á með einhverjum hætti. Nokkuð var um að ferðafólk færi um Fjallabak um helgina, margir á bílum sem þangað áttu alls ekki er- indi, að sögn félaga í Landsbjörgu sem voru á svæðinu. MHlaup í Múlakvísl »4, 6 Skiptir sköpum að umferð komist á aftur  Hafist verður handa að ferja fólk yfir Múlakvísl í dag  Næstu þrjár vikur þær mikilvægustu fyrir ferðaþjónustuna Þrýst á um lausnir » Fyrirtæki í ferðaþjónustu í Skaftárhreppi vilja að ræsis- hólkar verði lagðir í Múlakvísl. » Sveitarstjórnir Mýrdals- hrepps og Skaftárhrepps benda á að fyrir 50 árum hafi bílar verið ferjaðir yfir Múla- kvísl þegar brúin fór. Mælingar á sýnum úr hlaupvatninu úr Múlakvísl sýndu mikið magn upp- leystra efna í vatninu auk ýmissa gastegunda og efnis sem aldrei hef- ur mælst áður í slíkum sýnum, kolmónoxíð. Þá sé greinilegt að vatnið hafi haft efnaskipti við berg sem bendir til þess að jarðhitavatn sé líklegri orsök hlaupsins en eldgos þótt enn sé ekki mögulegt að útiloka eldgos. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Ummerki Sigkatlar í Mýrdalsjökli. Útiloka ekki eldgos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.