Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Ristilfélagið var stofnað 30. júní 2009 og er því nýorðið tveggja ára. Það var stofnað af hópi áhuga- manna úr hópi sjúk- linga, lækna og ann- arra heilbrigðisstarfs- manna er láta sig mál- ið varða. Rist- ilkrabbamein er þriðja algengasta krabba- meinið í konum og körlum og afar líklegt að flestir, ef ekki allir, þekki einhvern sem greinst hefur með sjúkdóminn. Þetta er ansi stór hópur, sem samt hefur lítið borið á. Brýnt er að opna umræðu um þennan alvarlega sjúkdóm til að auka þekkingu á honum í sam- félaginu. Umræða um aðrar teg- undir krabbameina er mun lengra á veg komin og almenn þekking á þeim þar með mun meiri. Flestir sjúklingar komnir á efri ár Árlega greinast 130-140 Íslend- ingar með ristilkrabbamein og ár- lega deyja um 50 manns af völdum sjúkdómsins. Í lok árs 2009 voru um 990 einstaklingar á lífi sem greinst höfðu með sjúkdóminn. Meðalaldur þeirra sem greinast er um 70 ár þannig að meginþorri sjúklinganna er kominn á efri ár. Það er erfiðara að vekja athygli á sjúkdómnum og einkennum hans meðal almennings þegar sjúklingar sem greinst hafa eru ekki áberandi í umræðunni. Ristilfélagið var stofnað til að vinna að hagsmunum þessa hóps og reyna að vinna að því að sjúk- dómurinn verði greindur á fyrri stig- um. Þannig aukast lík- ur á að hann verði læknanlegur hjá börn- um okkar og barna- börnum. Skimun nauðsynlegur hluti forvarna Ristilfélagið hefur þegar sannað gildi sitt á þeim stutta tíma sem það hefur starfað, til dæmis hafa málsvarar þess miðlað mikilvægum upplýsingum til félagsmanna og ráðamanna heil- brigðismála. Félagið nýtur stuðn- ings Krabbameinsfélags Íslands og aðildarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu við uppbyggingu sína. Það hef- ur skilað þeim árangri að nú er ákveðið að ristilkrabbamein verði sett efst á forvarnalista í kynning- arstarfi og þannig verði baráttan stórefld gegn þessum vágesti. Almennri þekkingu á sjúkdómn- um og afleiðingum hans er ábóta- vant. Þess utan er sjúkdómurinn lúmskur og einkenni hans koma oft fram of seint til að meðhöndlun skili varanlegum árangri. Eitt helsta baráttumál Ristilfélagsins er að hafin verði skipulögð skimun fyrir sjúkdómnum þar sem reynt er að greina hann á forstigi, enda er það forsenda þess að sjúklingur nái fullum bata. Það er ótrúlegt en satt að það tekur sjúkdóminn um tíu ár að þróast af meinlausu for- stigi upp í að vera banvænn. Á þessu skeiði sjúkdómsins er því nauðsynlegt að greina hann. Tilgangur Ristilfélagsins er að  stuðla að fræðslustarfsemi og miðlun upplýsinga til sjúklinga, aðstandenda, annarra velunnara og almennings í samstarfi við krabbameinsfélögin og aðra.  efla samstarf við heilbrigðis- starfsfólk, heilbrigðisstofnanir sem og félagasamtök, er láta sig varða heilbrigði og velferð þeirra er greinast með sjúk- dóminn.  hvetja til rannsókna á sjúk- dómnum og orsökum hans.  stofna til samskipta við sam- bærileg samtök erlendis.  beita sér fyrir því að hafin verði leit að ristil- og endaþarms- krabbameini á byrjunarstigi. Það er einlæg von aðstandenda Ristilfélagsins að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefjist hér á landi sem fyrst, enda hafa rannsóknir sýnt fram á að slík skimun er þjóðhagslega hagkvæm. Afar dýrt er að eiga við afleiðingar sjúkdómsins bæði er varðar lyfja- meðferð og skurðaðgerðir. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér einkenni þessa sjúk- dóms. Eftir Magneu Guðmundsdóttir » Brýnt er að opna umræðu um þennan alvarlega sjúkdóm til að auka þekkingu á honum í samfélaginu. Magnea Guðmundsdóttir Höfundur er formaður Ristilfélagsins. Ristilkrabbamein – sjúk- dómur sem of hljótt er um Ég þakka þér fyrir grein þína, og langar að gera nokkrar at- hugasemdir, þó ekki þannig að þú hafir á neinn hátt haft rangt fyrir þér í neinu, en ekki rétt heldur. Þú átt gott, að þekkja ekki fátækt- ina. Hún hefur fylgt okkur frá upphafi, og er sannarlega ekki á leiðinni að yfirgefa okkur, og ef til vill, ef við leitum, þá getum við fundið hana í kunnuglegu andliti í biðröðinni eftir matarpakka í gamla fjósinu við Miklatorg, ekki síður en í gömlum sögnum. Það er erfitt fyrir okkur nú til dags, að setja okkur í spor for- mæðra okkar og -feðra. Jafnvel þó aðeins sé hundrað ár aftur í tím- ann. Aðalvandamálið er, að þau vissu ekki allt sem við teljum okk- ur vita, og, það sem erfiðara er, við vitum ekki svo ótalmargt sem þau þekktu. Þess sem við þekkjum ekki, söknum við ekki, þess vegna gleðjumst við ekki yfir sömu at- vikum og þau. Við tárumst þó enn yfir því sama, þó ef til vill með öðrum formerkjum sé. Þau bjuggu ekki í eins fínum húsum og við, en þau bjuggu sér ekki til umhverfi, sem krefst róandi og örvandi lyfja, til þess að lifa það af. Þau misstu börn sín úr sjúkdómum, sem læknanlegir eru í dag, en þau misstu ekki börn sín í eiturlyf. Þú þværð ekki hár þitt úr keytu, en samt þværð þú hár þitt úr vatni, sem í milljónir ára hefur verið drukkið og migið í af mönn- um og dýrum merkurinnar, en ensímin í keytunni eru það sem við köllum í dag efnakljúfa sjálfr- ar náttúrunnar, sem frægir eru í þvottaefnaauglýsingum. Aldrei sáust fallegri konuhendur en þeirra kvenna, sem unnu við að þvo ullina úr þessum þvottalegi. Aldraður bóndi, sem nú er látinn og ég var svo lánsamur að kynn- ast, sagði mér, að þegar gamli bærinn hans var rifinn og hann flutti í nýtt hús, þá vildi hann ekki verða við þeirri ósk, að friða gömlu bæjarhúsin. Hann sagði, að þegar gamli bærinn væri yfirgefinn, þá hyrfi hlýjan, nærveran við íbúana, og þó hann væri hitaður upp, þá bæri hann ekki vitni lífinu, sem í honum var, heldur kæmi fólk sem skoðaði hann til með að segja: „Að hugsa sér, að fólk hafi búið í þessu.“ Bílarnir, sem ég lék mér að í sveitinni, voru smíðaðir úr tveim trékubbum negldum saman, og þeir voru fínni drossíur en mód- elin sem fengust í búðum fyrir sunnan, og sögurnar sem mér voru sagðar þar, standa mér betur ljóslifandi fyrir hugsjónum, en nokkur kvikmynd sem ég hef séð. Líf okkar í dag er í raun alls ekki svo frábrugðið því sem var fyrr á tímum, sömu væntingar og óskir um framtíðina, sömu draum- arnir og sami raunveruleikinn, og viðhorfið til lífsins og tilverunnar er hið sama og forðum. Þegar kóngar og drottningar réðu ríkj- um sagði drottningin eitt sinn: „Ef fólkið á sér ekki brauð til að borða, af hverju borðar það þá ekki bara kökur?“ En arftakinn hér heima segir: „Ef fólkið hefur ekki efni á að kaupa sér bensín á bílinn sinn, af hverju kaupir það sér þá ekki bara sparneytnari bíl?“ Það hefur nefnilega ekkert breyst. Til hamingju að vera til á þessum síðustu og bestu tímum. Andsvar við pistli Unu Sighvatsdóttur um arfleifð torfbæjanna Eftir Kristján Hall » Það er erfitt fyrir okkur nú til dags, að setja okkur í spor formæðra okkar og -feðra. Kristján Hall Höfundur er fv. atvinnurekandi og gamall sveitastrákur. Með nýjum vegi um Arnkötludal og Gautsdal er lokið uppbyggingu nútíma- vegar með bundnu slitlagi frá aðal- þjóðvegakerfinu að Hólmavík og á norð- anverða Vestfirði. Áður voru önnur tímamót þegar síðasti kaflinn í uppbyggingu vegar um Ísafjarðar- djúp var tekinn í notkun. Báðir þessir áfangar eiga eftir að opna okkur nýja möguleika og styrkja byggð í heild sinni á Vestfjörðum þótt meira þurfi til. Með tilkomu nýja vegarins hafa orðið þau tíma- mót í samgöngumálum fjórðungs- ins að í fyrsta sinn er nú bundið slitlag á allri leiðinni milli Reykja- víkur og Ísafjarðar og reyndar alla leið til Bolungarvíkur. Um þessa tvo dali styttist vegalengdin frá aðalþjóðvegakerfinu að Hólmavík og nágrenni að Ísafjarðardjúpi og byggðinni við norðanverða Vest- firði um 40 km, þarna er miðað við heilsársveg. Með tilkomu Hvalfjarðargang- anna styttist vegalengdin jafn- mikið milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands. Hér skal ósagt lát- ið hvort þessi nýi vegur verður næstu áratugina öruggur fyrir miklum blindbyl, snjóþyngslum og mikilli veðurhæð sem farið getur í 20 til 30 metra á sekúndu. Það leiðir tíminn í ljós án þess að greinarhöfundur beini spjótinu gegn þessari samgöngubót fyrstu árin. Víða á Vestfjörðum eru allar forsendur til að nýi vegurinn hafi sömu áhrif og Hvalfjarðargöngin ef hættan á snjóþyngslum og mik- illi veðurhæð verður lítil. Með vel uppbyggðum vegi á láglendi getur Vegagerðin hvergi tryggt örugga heilsárstengingu byggðanna um ókomin ár þegar allra veðra von er á Íslandi. Óhjá- kvæmilegt er að vega- gerð verði líka haldið við suður Strandir alla leið að Holtavörðu- heiði. Talið er að slíkt verkefni sé nú auð- leystara þegar það liggur fyrir að umferð þungaflutninga verður mun minni, þá getur Vegagerðin tekið mið af því. Annað verkefni sem er tvímæla- laust brýnast á Vestfjörðum þolir enga bið. Það er Vestfjarðavegur nr. 60, þjóðleiðin frá aðal- þjóðvegakerfinu og um Austur- og Vestur-Barðastrandasýslu. Þaðan heyrir maður aðra og sorglegri sögu. Í sem stystu máli grúfir yfir þeim málum algjör óvissa og stöðnun. Viðurkennt er að þetta sé eitt brýnasta verkefnið í sam- göngumálum fjórðungsins. Á þess- um slóðum eru vegirnir einfaldlega ekki nokkrum manni bjóðandi. Þetta ástand tefur alla uppbygg- ingu á öllum sunnanverðum Vest- fjörðum á sviði atvinnulífsins, ný- sköpunar og mannlegra samskipta. Óverjandi er að lögreglan á Pat- reksfirði sem þjónar líka íbúum Reykhóla skuli keyra fram og til baka um 400 km. Yfir vetrarmán- uðina tekst það aldrei vegna ill- viðris og mikilla snjóþyngsla sem heimamenn á þessu svæði verða aldrei spurðir um. Sunnan Dynjandisheiðar og í Vesturbyggð geta heimamenn ekki gert sér þetta ástand að góðu þótt ákvörðun um að hefja fram- kvæmdir við Dýrafjarðargöng standi óhögguð. Norðan Dynjand- isheiðar sem lokast vegna mikilla snjóþyngsla og illviðris yfir vetr- armánuðina einangrast heimamenn í Arnarfirði við sunnanverða- og Jarðgöng undir Klettsháls Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Án jarðganga undir Klettsháls sem alltaf verður slysagildra er tenging Vesturbyggðar og Barðastrandar við Hólmavík og nágrenni óhugsandi þótt umferð hafi verið hleypt á nýja veginn um Arnkötludal. Höfundur er farandverkamaður. norðanverða Vestfirði þegar snjó- mokstrar á báðum heiðunum eru óframkvæmanlegir. Settar hafa verið fram hugmyndir um þrenn jarðgöng inn í Geirþjófsfjörð og Trostansfjörð og þaðan aðeins lengri veggöng inn á Barðaströnd samkvæmt samantekt Vegagerð- arinnar. Fjórðungssamband Vest- firðinga skal leggja meiri áherslu á stutt veggöng undir Meðalnesfjall sem yrðu ódýr til að vegfarendur losni við slysahættuna á veginum í Mjólkárhlíð. Án jarðganga undir Klettsháls sem alltaf verður slysa- gildra er tenging Vesturbyggðar og Barðastrandar við Hólmavík og nágrenni óhugsandi þótt umferð hafi verið hleypt á nýja veginn um Arnkötludal. Hugmyndin um að hætta rekstri Breiðafjarðarferjunnar yfir vetr- armánuðina án þess að talað sé um 3,8 km löng veggöng undir þennan stórhættulega þröskuld vekur litla hrifningu sveitarstjórnar Vestur- byggðar og er blaut tuska í andlit heimamanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Skammarlegt er að þingmenn Norðvesturkjördæmis skuli færast undan í flæmingi í hvert skipti sem þeir eru spurðir að því hvort þeir vilji flytja tillögu um jarðgöng undir Klettsháls og stutt göng sunnan við Galtará í Kollafirði. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.