Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 EKKI TALA VIÐ DÝRIN...NEMA ÞAU TALI VIÐ ÞIG FYRST! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR -.T.V., SÉÐ & HEYRT „FRÁBÆR!“ B.G. - MBL. NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS ZOOKEEPER KL. 6 - 8 - 10 L BAD TEACHER KL. 8 14 BRIDESMAIDS KL. 5.50 - 10 12 ZOOKEEPER KL. 5.45 - 8 - 10.15 L BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 ZOOKEEPER KL. 3.30 -5.45 -8 -10.15 L ZOOKEEPER Í LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 L TRANSFORMERS 3 3D KL. 5 - 8 - 11 12 TRANSFORMERS 3 3D Í LÚXUS KL. 8 - 11 12 BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 L BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSL TAL 3D KL. 3.40 L HÚN FER EKKI EFTIR NEINNI KENNSLUBÓK! 5% „...MIKIL ÁGÆTIS SKEMMTUN FYRIR FJÖLSKYLDUNA“ B.B. - MBL. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum HHH “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10:10 ZOOKEEPER Sýnd kl. 4, 6 og 8 TRANSFORMERS 3D Sýnd kl. 4, 7 og 10 HHH - Þú munt ekki sjá flottari hasar í sumar, og ég verð mjög hissa ef við sjáum betri brellusýningu það sem eftir er af árinu T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt FLOTTASTAHASARMYNDSUMARSINS Stórskemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna frá leikstjóra The Wedding Singer. Cher, Nick Nolte, Adam Sandler, Sylvester Stallone og fleiri stórstjörnur ljá dýrunum rödd sína og fara á kostum. -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is KVIKMYNDIR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þúsundir kvikmyndahátíða eru í gangi útum allan heim á hverju ári. Bara í júlímánuði skipta hátíðirnar hundruðum, ekki aðeins stærri hátíðir eins og Karlovy Vary-hátíðin, heldur einnig smærri eins og Odessa Int- ernational Film Festival, hryllingsmyndahá- tíðin í San Fransisco, All Sports Los Angeles Film Festival sem einbeitir sér að myndum um íþróttir og Disaccordi Open Air Cinema Festival á Ítalíu svo einhverjar séu nefndar. Kvikmyndagerð er frekar ung listgrein, enda var tæknin ekki fundin upp fyrr en á 19. öld. Ekki eru nema rúm hundrað ár síðan var farið að gera myndir með eiginlegum sögum. Fyrsta kvikmyndahátíðin var ekki stofnuð fyrr en árið 1932. Það var Feneyja-Film Festivalið sem var stofnað til af bissnessmanninum og stjórnmálamanninum Giuseppe Volpi. Hátíðin þótti frá upphafi vera misnotuð af ítölsku fas- istunum og eftir seinni heimsstyrjöldina fóru fleiri þjóðir af stað og stofnuðu til stórra há- tíða. Þáverandi Tékkóslóvakía var fyrst, en það var eitt stærsta efnahagsveldi Evrópu um þær mundir, og stofnaði til kvikmyndahátíð- arinnar í Karlovy Vary árið 1946, sem er í dag hluti af Tékklandi. Í Cannes opnuðu Frakkar sína fyrstu kvikmyndahátíð seinna þetta sama ár og sömuleiðis Svisslendingar í Locarno. Berlín byrjaði sína hátíð árið 1951 og kvik- myndahátíðin í Moskvu hófst árið 1959. Strax frá byrjun nutu þessar hátíðir mikilla vinsælda áhorfenda og mjög fljótt varð til markaður í kringum þær þannig að pening- arnir fóru að flæða á þeim. Á þessar hátíðir koma þúsundir kvikmyndagerðarmanna og dreifingaraðila til að selja og kaupa myndir. Að komast inní keppni á einhverri þessara há- tíða tryggir góða auglýsingu fyrir fjölda kaup- enda. Á flestum þessara hátíða renna hundruð milljóna dollara á milli manna og jafnvel millj- arðar dollara. En markaðurinn er líka líflegur í kringum myndir sem eru ekki á hátíðinni. Eins og Árni Samúelsson hjá Sambíóum upplýsti í viðtali við Morgunblaðið á hátíðinni í Cannes í vor var mikið magn mynda sem hann keypti ekki enn komið í tökur. Áætluð frumsýning sumra þeirra er ekki fyrr en eftir mörg ár. Ísland með viðveru á stærri hátíðunum Kvikmyndamiðstöð Íslands reynir að hjálpa íslenskum bíómyndum á þessum mörkuðum þannig að auðveldara sé fyrir framleiðendurna að selja þær. Í samtali við Christof Wehmeier hjá miðstöðinni segir hann að hátíðirnar sem þau leggi áherslu á séu Rotterdam Inter- national Film Festival, Clermont Ferrand Int- ernational Short Film Festival, Kvikmyndahá- tíðin í Gautaborg, Berlínar-hátíðin og Cannes-hátíðin, Karlovy Vary og Hauga- sunds-hátíðin og svo sé Toronto-hátíðin í Kan- ada mjög stór og þau séu alltaf þar með kynn- ingu. Undanfarin ár hafa þau verið með viðveru á Busan/Pusan International Film Festival í Suður-Kóreu. „Sú hátíð er farin að skríða fram úr Tókýóhátíðinni og er líklega orðin stærsta hátíðin í Asíu,“ segir Christof. „Við sérstakar aðstæður höfum við líka verið á Shanghai-hátíðinni. Og svo höfum við alltaf einhverskonar viðveru á stærstu heimild- armyndahátíðinni sem er í Amsterdam.“ Þegar hann er spurður um gildi svona hátíða segir hann þær ganga fyrst og fremst út á að sýna kvikmyndirnar og selja þær. „Það er oft- ast mjög gott að vera komin með sölufyrirtæki áður en farið er á hátíðirnar. En stundum fá menn umboðsaðila á staðnum. Á þessar A- hátíðir koma líka hátíðarhaldarar annarra há- tíða og velja inná sínar hátíðir, þannig að þetta er oft keðjuverkandi,“ segir Christof. Auk stóru hátíðanna er síðan gríðarlegt magn minni hátíða í gangi. Sumar eru vaxandi og með metnað til að komast í hóp þeirra sem bjóða uppá stóra markaði og bíómyndir sem markaðirnir verði að kaupa. Aðrar eru minni og vilja einbeita sér að gæðum mynda sem boðið er uppá. Reykjavík International Film Festival (RIFF) er stolt okkar Íslendinga, en á aðeins nokkrum árum hefur hún náð að vinna sér virðingu í heimi hinna alþjóðlegu hátíða; þótt markaðurinn á henni sé lítill þá eru gæði myndanna mikil. Peningarnir flæða um kvikmyndahátíðirnar  Flest þekkjum við kvikmyndahátíðirnar sem hina bestu skemmtun en þær eru líka hátíð peninganna  Sumar hátíðir leggja áherslu á markaðinn en aðrar á gæði mynda í boði Morgunblaðið/Kristinn Sigurvegarar Þórir Snær Sigurjónsson, Dagur Kári Pétursson og Skúli Malmquist. Bíómyndir þeirra hafa unnið til margra verðlauna úti um allan heim. Sjóararnir Brim vann Edduverðlaunin í ár og ferðast nú á milli kvikmyndahátíða. Ferðalag Bíómyndin Órói hefur ferðast á milli margra kvikmyndahátíða og gengið vel. Morgunblaðið/Eggert Sigurvegari Lilja og Baltasar Kormákur en Baltasar sigraði á Karlovy Vary hátíðinni með Mýrinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.