Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Svæðið Þetta kort af Árneshreppi lét Einar Óskar teikna síðasta sumar. Vertinn Einar Óskar Sigurðsson ásamt syni sínum og framkvæmdastjóra Gauta Einarssyni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is ÍÁrneshreppi í Strandasýsluer rekið kaffihúsið Kaffi Norð-urfjörður. Þar er lögð áherslaá að nota ferskt hráefni beint frá býli og nýr matseðill teiknaður upp á hverjum degi. Blaðamaður sló á þráðinn og spjallaði við vertinn á staðnum, Einar Óskar Sigurðsson. Hann hefur búið á Norðurfirði síðast- liðin þrjú sumur ásamt fjölskyldu sinni og tekið á móti fjölda ánægðra gesta. „Árneshreppur ákvað að taka hér í gegn gamla verbúð sem var í niðurníðslu. Henni var breytt í kaffi- hús og litla íbúð. Áhersla var lögð á að eldhúsið væri lögilt til matvælafram- leiðslu, en hugsunin var sú að hér yrði rekið kaffihús yfir sumartímann og á veturna gætu bændur notað eldhúsið til að framleiða vörurnar sínar frá a til ö. Við erum aðeins að fikta í þessu líka með því að reykja kjöt og þurrka og búa þá til svokallað „jerky“. Ragn- heiður Edda Hafsteinsdóttir sá um kaffihúsið fyrsta sumarið 2008 en hún Nýr matseðill á hverjum degi Á Norðurfirði býr ungur maður, Einar Óskar Sigurðs- son, ásamt fjölskyldu sinni. Hann rekur þar kaffihúsið Kaffi Norðurfjörður og tekur vel á móti gestum með veitingum gerðum úr ferskasta hráefninu hverju sinni. Frumlegt Bleiki kraninn er sæt og skemmtileg hönnun. Garðyrkjusýningin Hampton Court Palace Flower Show stendur nú yfir í Vestur-London. Þar er sannarlega margt sem kætir augað og ætti allt áhugafólk svo og fagfólk um garðyrkju að njóta þess að kíkja á sýninguna. Fyrsta sýn- ingin var haldin árið 1990 en hún er í dag stærsta sýning sinnar tegundar í heimi. Fjölbreytnin er mikil og gefur að líta margs konar tegundir blóma og plantna á sýningunni. Ýmiss konar þemu einkenna líka hvert svæði og er eitt þeirra í anda Lísu í Undralandi. Ættu því allir í fjölskyld- unni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Reuters Afslöppun Það virðist vera nokkuð notalegt að liggja á þessum óvenjulega grasbala, ef svo má kalla. Glæsileg blómasýning í London Garðyrkja Á televisionwithoutpity.com kennir ýmissa grasa í tengslum við kvik- myndir og sjónvarpsþætti. Þar má finna ítarlegar umfjallanir þar sem söguþræðir eru raktir, spjallborð, blogg, myndir og er hægt að skoða stutt brot úr þáttum eða jafnvel heilu þættina. Titill síðunnar vísar til þess að þar eru þáttum og kvikmyndum engin grið gefin. Miskunnarlaust eru slæm- ir þættir rakkaðir niður, bent á hvað sé ótrúverðugt og fjarstæðukennt og hvað mætti betur fara. Einnig er að finna alls kyns al- mennar umfjallanir um þætti og kvik- myndir, t.d. hvað standi fólki til boða í kvikmyndahúsum í sumar og tíu verstu gamanþættir síðasta áratugar. Á síðunni er jafnframt hægt að kjósa um bestu og verstu sjónvarpsþætti liðins vetrar og verða úrslitin kunn- gjörð í haust. Vefsíðan www.televisionwithoutpity.com Gossip Girl Hægt er að lesa sér ítarlega til um þáttinn á síðunni. Allt um þætti og kvikmyndir Nú eru útsölur í fullum gangi í flestum verslunum. Þá er um að gera að ná sér í fallegu flíkina eða skóna sem þig hefur langað í fyrir sumarið á aðeins betra verði. Oft er hægt að gera góð kaup en líka líklegra að maður leyfi sér aðeins meira þegar búið er að lækka verð- ið. Það er einmitt svo gaman því oft vantar mann ekkert endilega eina hálsfesti í viðbót eða par af eyrnalokkum. Á fallegum helg- ardegi er skemmtilegt að rölta um miðbæinn og kíkja í búðir, njóta mannlífsins og fá sér eitthvað gott í gogginn. Endilega … Útsala Margir finna eitthvað fínt á góðu verði á útsölunum. … farið á útsölurnar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.