Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Undirbúningur að gerð bráða- birgðabrúar yfir Múlakvísl hófst strax í gær og vonast er til þess að verkið hefjist af krafti í dag. Vega- málastjóri sagði á laugardag að a.m.k. 2-3 vikur liðu þar til umferð kæmist á aftur og var það gagnrýnt af fólki í ferðaþjónustunni. Hann er þó enn á sömu skoðun. „Við vissum frá upphafi að það tæki 2-3 vikur að reisa bráða- birgðabrú. Það tók 21 dag þegar brú- in á Skeiðará fór 1996 og þetta er svipað mannvirki. Við vonumst auð- vitað til að geta verið fljótari, menn hafa meiri reynslu nú og önnur tæki, en þetta tekur sinn tíma, alveg sama hvort ferðaþjónustan eða aðrir eru óhressir. Það er tæknilega ómögu- legt að gera þetta hraðar,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri við Morgunblaðið í gær. Brúin yfir Múlakvísl sem fór var 128 metrar að lengd, byggð 1990. Hreinn bendir á að þó um bráða- birgðamannvirki sé að ræða verði að vanda til verka. „Það er ekki hægt að henda upp slíku mannvirki eins og sumir virðast halda. Brúin verður að ráða við tiltölulega stóra jökulá og mikla flutninga,“ segir hann. Og ekki sé einungis um að ræða brúarsmíð- ina sjálfa heldur þurfi m.a. að útbúa varnargarða. Ekki má gera ráð fyrir því að ný brú verði tilbúin fyrr en næsta vor. „Þá brú þarf að hanna því hún verð- ur væntanlega 2-3 metrum hærri en sú sem fyrir var vegna þess að aur- inn er hærri en þegar hún var byggð. Sú nýja verður heldur ekki á ná- kvæmlega sama stað. Þá er hugsan- legt að nýja brúin verði steypt en ekki gerð úr stálbitum. Síðan þarf að bjóða verkið út þannig að þetta yrði unnið í haust og vetur og við mynd- um reyna að taka í notkun nýja framtíðarbrú fyrir vorið.“ Í dag er stefnt að því að byrja að ferja fólk yfir Múlakvísl í ramm- gerðri rútu eins og fram kemur neð- ar á síðunni. Hreinn sagði að ákveðið hafi verið að reyna það fyrst jafn mikið sjatnaði í kvíslinni og raun ber vitni. „Við viljum reyna að ferja fólk yfir og vonumst til að ferðaþjónustu- aðilar verði með rútur sitt hvorum megin. Þá er líka verið að skoða hvort hægt sé að flytja bíla yfir kvísl- ina líka.“ „Vanda verður til verka“  Gerð bráðabirgðabrúar hefst í dag  Verkið tekur 2-3 vikur  „Tæknilega ómögulegt að gera þetta hraðar,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri Hlaup í Múlakvísl Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Á vettvangi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við Múlakvísl. Jarðýta frá Vegagerðinni stendur úti í miðri Múlakvísl í gær rétt fyrir ofan stæði brúarinnar, sem hlaupið sópaði burt á laugardagsmorgun. Gert er ráð fyrir að unnið verði allan sólarhring- inn við smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl. „Það verður unnið eins hratt og mögulegt er og aðstæður leyfa,“ segir Hreinn Haraldsson vega- málastjóri um smíði brúarinnar, í samtali við mbl.is í gær. Unnið allan sólarhringinn að bráðabirgðabrú Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rúta sem sérsmíðuð var fyrir þýska herinn og ætluð í eyðimerkurhernað, verður notuð til þess að ferja fólk yfir Múlakvísl. Vonast er til að hægt verði að hefjast handa í dag. Rútan rúmar 40 farþega. Fjórir slíkir bílar eru til í heiminum, þar af einn á Ís- landi, að sögn Björns Sigurðssonar í Eyjafirði, en hann sér um að gera bílinn út. Eigandinn, Ágúst Guðjónsson, býr á Hólmavík og þar hefur bíllinn verið í vetur enda nóg að gera fyrir vestan vegna mikilla snjóa og ófærðar. Björn var að ganga út úr dyrunum á heimili sínu síðdegis í gær þegar blaðamaður ræddi við hann og reiknaði með að verða tilbúinn í slaginn í dag. „Við keyrum auðveldlega yfir kvíslina. Það stoppar þennan bíl ekkert. Hann vegur 12 og hálft tonn tómur, þannig að það þarf mikinn straum til að færa hann til,“ sagði Björn. Rútan er af Iveco-gerð, árgerð 1981. „Í honum er loftkæld átta sílindra vél og dekkin á stærð við veghefilsdekk. Bíllinn er úr þykku áli, er skot- heldur og með skottefjandi rúðum,“ sagði Björn. „Þetta er rammgerður bíll.“ Frumkvæðið var Vegagerðarinnar og áhersla lögð á að fyllsta öryggis yrði gætt. Enginn vafi er á að allt verði í lagi, segir Björn. „Þetta er eina leiðin sem við sjáum til að byggja brú yfir kvíslina, ef svo má segja, þar til bráða- birgðabrúin verður til. Hægt verður að hafa rútur báðum megin kvíslarinnar sem taka við fólkinu. Það verður að halda ferðaþjónustunni gangandi.“ skapti@mbl.is Flytja fólk yfir Múlakvísl í rammgerðri herrútu Getur allt Rútan sem á að ferja fólk yfir Múlakvísl.  Það stoppar þennan bíl ekk- ert, segir Björn Sigurðsson Framundan eru þær þrjár vikur sem færa ferða- þjónustunni mestu tekjurnar á ári hverju. Það er því graf- alvarlegt ef ekki verður hægt að koma ferðamönn- um yfir Múlakvísl því fólk í ferðaþjónustu verður ann- ars fyrir miklu tapi, segir Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Víða er mesti annatíminn stuttur og þá má ekkert klikka því að á tekjum þessa tíma ársins lifa margir af veturinn,“ sagði Erna í gær. Björgvin Jóhannesson hótelstjóri á hótel Höfðabrekku, fáeinum kíló- metrum austan Víkur í Mýrdal, segir að töluvert hafi verið um afbókanir þar strax á laugardag og áfram í gær. Síðdegis í gær sá hann til sólar því þá kom til hans 30 manna hópur sem kom Fjallabaksleið. Þyldum eitt ár án hamfara „Þetta er versti mögulegi tíminn. Askan frá gosinu í fyrra er enn að hrella fólk á Suðurlandi þegar þurrt er, við erum nýbúin að jafna okkur eftir gosið um daginn og nú dynur þetta yfir. Við þyldum alveg eitt ár án stórkostlegra náttúruhamfara!“ sagði hann. Björgvin sagði að „góðar fréttir“ af samgöngum yrðu að ber- ast strax í dag svo erlendar ferða- skrifstofur héldu ekki áfram að af- bóka. „Fólk verður að treysta því að óhætt sé að ferðast hingað. Smáfrétt- ir af náttúruhamförum vekja athygli og geta verið góð auglýsing en ef þetta er daglegt brauð er ég hrædd- ur um að það fæli frá.“ Björgvin segir lykilatriði að hægt sé að koma fólki yfir Múlakvísl. „Fólk vill fara hringferð. Það kemur enginn hingað til þess að skoða sig um ef hann þarf að fara sömu leið til baka. Þá fer fólk eitthvert annað í staðinn. Þetta svæði dettur bara út.“ Sem betur fer séu enn margir á svæðinu og fólk sýni skilning. Björgvin var óhress með að vegamálastjóri skyldi gefa út strax á laugardag að það tæki 2-3 vikur að lágmarki að koma upp bráðabirgðabrú. Erna tók í sama streng og sagði að erlendar ferða- skrifstofur hefðu strax eftir það byrj- að að afbóka gistingu. skapti@mbl.is „Versti mögulegi tíminn“ Erna Hauksdóttir Þrjár mikilvægustu vikur ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.