Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Fræðsla Íslenski safnadagurinn var í gær og landsmenn létu sig ekki vanta á söfnum. Fjölmenni var í Árbæjarsafni þar sem gestir nutu skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Golli Sú nýlunda heyrist nú daglega í Rík- isútvarpinu, að starfs- menn þar á bæ eru hættir að kalla stofn- unina sínu rétta nafni, heldur búa til skamm- stöfunina RÚV. Ekki stafar þetta af því að nafnið sé of langt og fari illa í munni. Ann- að mál var, þegar þrjú löng orð: Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, voru stytt og kallað SÍS, enda náði sú nafn- gift fljótt fótfestu í málinu. Nei, hér liggur eitthvað allt ann- að að baki en málfarsleg nauðsyn. Það skyldi þó ekki heldur vera hitt, sem bæði mér og mörgum öðrum hefur dottið í hug: Þeir sem nú stjórna málefnum Rík- isútvarpsins, illu heilli, lifa enn í þeim bjálfalegu draumórum ný- frjálshyggjunnar, að ekkert megi heita Ríkis… Þeir vilja venja okk- ur af að nota þetta orð. Þeir vilja ekki að Ríkisútvarpið sé ohf., held- ur ehf., einkahlutafélag (Páls Magnússonar og Óðins Jónssonar, vel að merkja!) Þessir tveir menn hafa siglt Ríkisútvarpinu sléttan sjó und- anfarin ár, í skjóli ríkisins og í hléi við dáðlausa ríkisstjórn, sem hreyfir hvorki legg né lið. Þeir reka einn mikilhæfasta fréttamann Sjónvarpsins án dóms og laga og á óvenju ruddalegan hátt (Elín Hirst). Þeir leggja niður vinsæl- ustu og menningarlegustu þætti dagskrárinnar í sparnaðarskyni (Spaugstofan og Orð skulu standa). En þeir ríghalda í alls konar bull í tali og tónum, að ógleymdum boltanum, sem þeir virðast telja að sé sjálft líf þjóð- arinnar. Og svo þegja allir – nema Eiður Guðnason í pistlum sínum. „Hví sæta firn slík“? stendur í Njálu. Hver eða hverjir ráða þessu? Hver hefur hin raunverulegu völd í málefnum Rík- isútvarpsins – Páll Magnússon, svoköll- uð stjórn hluta- félagsins eða ráð- herrarnir Katrín Jakobsdóttir, Stein- grímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir? Heyrir Rík- isútvarpið ekki undir neitt ráðu- neyti, þegar til kemur? Þessu vil ég fá svarað. Og meira en það. Ég krefst þess að fá formleg svör frá þar til bærum aðiljum viðkomandi ráðuneyta. Ég er ekkert að grín- ast. Og ég skrifa þetta með vitund og vilja félaga minna í Hollvina- samtökum Ríkisútvarpsins, því okkur er öllum annt um Útvarpið. En ég ætlast auðvitað ekki til þess að Páll Magnússon svari mér. Bréf hans til Eiðs Guðnasonar er mér minnisstæðara en svo! Ég á til mikið efni um Ríkis- útvarpið og þær hremmingar sem það hefur mátt þola í gegnum tíð- ina. Ég er reiðubúinn að hefja birtingu á völdum köflum úr þeim skrifum þegar henta þykir, en fyrst er að sjá hvort ég fæ viðhlít- andi svör við þeim spurningum sem hér eru bornar fram. Eftir Valgeir Sigurðsson »Heyrir Ríkisútvarpið ekki undir neitt ráðuneyti, þegar til kemur? Valgeir Sigurðsson Höfundur er varaformaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Heitir Ríkis- útvarpið RÚV? Það er og hefur verið einkenni aðildarsinna ESB að blanda saman hugtökunum Evrópa og ESB. Þannig ritar Joschka Fischer í Morgunblaðið grein með fyrirsögninni „Ber Evrópa dauðaósk í brjósti sér?“ og gagn- rýnir öll önnur Evr- ópuríki en Frakkland og Þýskaland fyrir að vilja ekki ganga þeirra veg. Það er „eigingirni þjóðanna“ og „hrikalegur skortur á forystu“ að vilja ekki sjá né skilja, að einungis Þýskaland og Frakkland eru „fær um að leysa vandann“ með evruna og ESB. Ég er sammála Fischer í útlistun hans á, hvernig vandamál ESB er á líðandi stundu, þ.e.a.s. að ESB berst fyrir tilveru sinni. Sú dauðaósk, sem Fischer klínir á Evrópu, lýsir hins vegar hroka þess manns, sem vill kenna öllum öðrum en tveimur ríkj- um um, að tilraunin með evruna og ESB hefur mistekist. Í málflutning Fischers vantar algjörlega samhengi hlutanna, orsaka- og afleiðinga- samband þeirra. Boðskapur Fisc- hers er krafa um að velta tapi af ábyrgðarlausum útlánum þýskra og franskra stórbanka yfir á skattgreið- endur annarra ESB ríkja. Þetta er sama leiðin og farin hefur verið á Írlandi, í Portúgal og nú í Grikklandi. Icesave-leiðin sem Ís- lendingar höfnuðu. Það að skuld- setja skattgreiðendur ESB fyrir ranga útlánastarfsemi og í ýmsum tilvikum beina glæpastarfsemi er ekki lausn þess vanda, sem á rætur í gölluðu regluverki, hjá bankamafíu og spilltum stjórnmálamönnum. Leið Fischers breytir aðildarríkjum ESB í skuldaþræla og opnar leiðina fyrir þýska og franska banka að ganga inn og taka yfir eigur og fyrirtæki þeirra. Í stað þess að ganga hreint til verks og afskrifa skuld- ir Grikklands með til- heyrandi afskriftum hjá fjármálageiranum og sleppa grísku þjóðinni úr hlekkjum evrunnar, þýðir þessi leið að er- lend fjármálafyrirtæki, aðallega franskir og þýskir bankar, geta minnkað eigin hlut í skuldum Grikklands frá núverandi 42% í 12% á tveimur árum. Á sama tíma mun hlutur skattgreiðenda ESB vegna gríska skuldabaggans aukast frá nú- verandi 26% í 64%. Það þýðir þref- öldun þessarar skuldar á hvert heim- ili innan ESB vegna Fischer-kröfunnar. Eignaupptaka í svo miklum mæli getur ekki gerst án gjaldþrota og efnahagslegs „dauða“ mjög margra smá- og meðalstórra einkafyrirtækja og venjulegra heim- ila innan ESB. Leið Fischers mun óhjákvæmilega auka þjóðfélagslegan óróleika í allri Evrópu, þegar almenningur skilur, að verið er að taka lönd þeirra upp í skuldir óreiðumanna. Framkvæmd þessarar stefnu getur aðeins orðið með síaukinni valdbeitingu lögreglu og hers gegn eigin þegnum aðild- arríkja ESB. Að berja hausnum við steininn og neita að viðurkenna þá staðreynd, að sama myntin hentar ekki öllum, mun einungis auka á vandamálið og þjáningar þeirra, sem blekktir voru til að yfirgefa mynt sína og koma um borð í evruvagninn. Fullyrðing Fischers um að einungis Þýskaland og Frakkland „geti leyst vandann“ eru skýr skilaboð til ann- arra aðildarríkja ESB um að þau skuli halda sér á mottunni, að engin „forysta“ geti komið frá neinum öðr- um. Að predika alríki ESB við þess- ar kringumstæður er hrein tíma- skekkja og afturför til sömu ríkishugmyndar og þegar hefur kostað Evrópu miljónir mannslífa. Frakkar höfnuðu stjórnarskrá ESB og engin trygging er fyrir því, að nú- verandi „vinátta“ þeirra við Þýska- land verði varanleg. Þar sem Fisc- her útskýrir ekki, hvaða „grundvallarbreytingar“ á mynt- bandalaginu hann vill fá fram né í hverju hið „nýja heimskerfi“ er fólg- ið, sem hann boðar, þá hljómar krafa hans um „forystu“ í Evrópu eins og kunn gömul krafa frá árunum fyrir seinni heimsstyrjöld: „Ein Reich – Ein Führer“. Við Íslendingar getum prísað okkur sæla fyrir stjórnarskrár- varðveitt lýðræði, sem gaf þjóðinni möguleikann með atbeina forsetans að kjósa um málið. Hins vegar flæk- ist lýðræðið fyrir ráðamönnum ESB og ýmsum stjórnmálaleiðtogum í Evrópu eins og Fischer. Guð forði okkur frá forystu þeirra. Eftir Gústaf Adolf Skúlason »…mun hlutur skattgreiðenda ESB aukast frá núverandi 26% í 64%. Það þýðir þreföldun þessarar skuldar á hvert heimili innan ESB vegna Fischer-kröfunnar. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Eiga íbúar Evrópu að bera ábyrgð á útlánastefnu þýskra og franskra banka?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.