Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Messías á Mercedes Kóreumaðurinn, séra Sun Myung Moon fullyrðir að hann sé Messías, m.ö.o. Kristur okkar tíma. Þegar kunn- ingi minn sá þessa yfirlýsingu varð honum að orði að séra Moon væri ekk- ert messíasarlegur. Þessi athugasemd kunningja míns fékk mig til að staldra við og hugleiða þetta málefni nánar. Það er erfitt fyrir kristna menn að ímynda sér Messías í jakkaföt- um, talandi í farsíma, akandi um í Mercedes og fljúgandi um loftin blá í álfuglum mannanna barna. Ekki er síður erfitt og undarlegt að hugsa sér Krist frá Kóreu, ská- eygðan frelsara, sem borðar hrís- grjón með fiskinum sínum en ekki kartöflur. Kristnir menn eru van- ari myndum af syni Guðs í kufli og sandölum, á skýjum himinsins eða arkandi um malargöturnar í Galíleu með prik í hendi og lamb í fangi. Norrænt útlit hans á krists- myndum sunnudagaskólanna á lít- ið skylt við raunverulega ásjónu gyðingsins frá Naz- aret. Myndum við kannast við Jesú Krist í jakkafötum á Hótel Hilton? Gæt- um við ímyndað okkur hann á Kast- rup eða akandi um í Kadilak? Messías okkar tíma lifir eins og nútímamaður, ber annað nafn og kemur frá öðrum og fjarlægum heims- hluta. Kristnir menn kannast ekki við hann, enda lítur hann öðruvísi út en Jesús á altaristöfl- unum, sem þeir eru vanir að sjá. Verum því viðbúin að mæta Kristi frá Kóreu, í jakkafötum með ham- borgara og kókakóla í hendi. Hann kemur ekki á skýjunum en ferðast eigi að síður með harki og hávaða um himinhvolfið í einka- þotu sinni, sem framleidd er í Bandaríkjunum en ekki á fjar- lægri plánetu. Einar Ingvi Magnússon. Ást er… … þegar það skiptir meira máli hvað þú gerir, en hvað þú segir. Velvakandi Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK er spiluð í Félagsheim- ilinu í Gullsmára 13, kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, fé- lagsvist kl. 20.30, handavinna kl. 9-16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opið kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Lokað v/ sumarleyfa starfsfólks. Uppl. um starf- semi og þjónustu er á Þjónustu- miðstöð Breiðholts. s. 411-1300, eða Þjónustuveri borgarinnar s. 411-1111. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, púttvöllur er opinn alla daga, tímapantanir hjá Helgu fótafræðingi í síma 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hárgreiðslustofan opnar aft- ur 18. júlí, tímap. í síma 894-6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Há- degisverður, brids kl. 13, kaffisala kl. 14.30. Fótaaðgerðir. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æfingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Félagsstarfeldriborgara Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ TAKIR ÞIG Á KALLINN! JÁ, JÁ... ANNARS HRINGI ÉG Í JÓLA- SVEININN! NEI ÞAÐ GERIRÐU EKKI ÉG SKAR Á SÍMALÍNUNA SÆLL FYRIRLIÐI, ÉG ER BÚIN AÐ HLAKKA MIKIÐ TIL ÉG HEF HUGSAÐ UM LÍTIÐ ANNAÐ EN HAFNABOLTA SÍÐUSTU VIKUR HELDURÐU AÐ MINNEAPOLIS VINNI YANKEES Í ÁR? ÞÚ HEFUR EKKI EINU SINNI ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ TALA UM HAFNABOLTA HELGA! FRÁ OG MEÐÞESSUM ÁRAMÓTUM ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ VERA NÝR MAÐUR! ÞAÐ LÝST MÉR VEL Á ER Í LAGI ÞÓ ÞESSI NÝJI MAÐUR VERÐI HÁVAXINN, DÖKKHÆRÐUR OG RÍKUR? EKKI FARA ÁSTIN MÍN, ÉG GET BREYST! KOMDU SÆL, ÉG VANN TÍMA Í KÖKUSKREYTINGUM HJÁ YKKUR KOMDU SÆL OG VERTU VELKOMIN ÉG HLAKKA MIKIÐ TIL AÐ BÚA TIL SVONA RISA- STÓRAR KÖKUR EINS OG ÞIÐ GERIÐ FRÁBÆRT, ÉG ÞARF SAMT AÐ SPYRJA ÞIG NOKKRA SPURNINGA FYRST SÚ FYRSTA ER: „ERTU NOKKUÐ LOFTHRÆDD?” VARLEGA KOMDU MEÐ HANA HINGAÐ TIL MÍN! SEGÐU MÉR FYRST HVAÐ ÞÚ HYGGST FYRIR HÚN ER LJÚF OG GÓÐ STÚLKA ÞÚ ERT LÍKA GÓÐUR HVAÐA VÆMNI ER ÞETTA!? ÉG ÞARF HANA TIL AÐ GETA FLÚIÐ! Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Nú er ég senn 82 ára og fyrir sjöárum þegar konan mín lá á sjúkrahúsi og ég dvaldi einn og ein- mana heima fannst mér andvöku- nóttin löng. Þá bað ég guð minn að gefa mér það „andans gull“ er gæti stytt fyrir mér stundirnar.“ Þetta kemur fram í formála skemmtilegrar bókar, Bókin mín, með sálmum, kvæðum, stökum og óbundnu máli eftir Eystein Ey- mundsson, sem kom út árið 1971. Fyrstu vísurnar eru ortar eftir að hann varð hálf-áttræður, en flest eftir að hann varð 78 ára. Eysteinn orti um æsku og elli: Æskan bregður oft á leik, yndislegt er lífið. Fylking sú, sem fer á kreik, forðast stranga kífið. Ellin þrammar erfið spor, oft er þraut á leiðum. Eitt sinn var þó æskuvor á þeim björtu heiðum. Er Eysteinn varð áttatíu ára leit hann yfir farinn veg: Áttatíu árin þá yfir hafa gengið. Margt að heyra og margt að sjá mun ég hafa fengið. Sumt var gott og sumt var illt, sumt ég ekki skrái. Öðru hafa ógnir spillt, annað betra þrái. Og hér eru nokkrar stökur eftir Eystein: Allir menn þó auðlegð safni ei mun skapast velferð nein, heldur hitt, að dyggðir dafni, dásemdir og vegsemd hrein. ... Út á lífsins ólgusjó einn á bát ég reri. En ég lenti ekki þó uppi á neinu skeri. ... Ég vil kveða lítið ljóð lífs míns til að stytta daga. Ó, ég fengi aðeins hljóð eina stund í sölum Braga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af lífsins ólgusjó - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.