Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 ✝ ArnþrúðurMargrét Jó- hannesdóttir (Dúa) sjúkraliði fæddist 25. júlí 1931 á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Árnason bóndi og Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir ljós- móðir. Systkini: Axel, Anna Guðrún, Arnbjörg, Sigríður, Þorbjörg, Árni og Guðbjörg. Arnþrúður giftist árið 1951 Sigurði Gunnlaugssyni, fæddum 1929 á Akureyri, garðyrkju- fræðingi og prjónameistara. Foreldrar hans voru Hulda Guð- mundsdóttir og Gunnlaugur Jónsson. Fósturfaðir Sigurðar var Gunnlaugur Sigurður Jóns- son. Arnþrúður og Sigurður eign- uðust fimm börn: 1) Aðalbjörg, f. 1951, gift Gísla Eiríkssyni. Börn þeirra: Eiríkur f. 1979, í sambúð með Helgu Þórunni Gunnlaugs- urhúsum á Gunnarsstöðum næst yngst í systkinahópnum. Ung að aldri missti hún móður sína, en Jóhannes faðir hennar hélt áfram heimili og búskap með börnum sínum. Veturinn 1947- 48 sótti hún nám í Reykjaskóla í Hrútafirði og veturinn 1950-51 í Húsmæðraskólann á Hvera- bökkum. Arnþrúður vann um tíma á Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi þar sem föð- ursystir hennar var ráðskona. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum vorið 1949, þar sem hann stundaði nám. Arnþrúður og Sigurður byggðu sér hús á Kópavogsbraut á Kárs- nesi, fluttu í það vorið 1960 og bjuggu þar til ársins 1999. Um tíu ára skeið gekk hún næt- urvaktir á Grund ásamt því að sinna heimilisrekstri og uppeldi barna. Í kjölfarið lauk hún námi í Sjúkraliðaskóla Íslands og réð sig til starfa á endurhæfing- ardeild Grensáss. Þar vann hún allt til starfsloka, var stolt af og talaði af virðingu um starfsem- ina þar. Kringum 1980 keyptu þau hjón sé landskika úr landi Austureyjar við Apavatn. Þar hófu þau trjárækt og komu sam- hent, sér og fjölskyldunni, upp sælureit sem þau nefndu Mýri. Útför Arnþrúðar fer fram í kyrrþey, að hennar ósk, mánu- daginn 11. júlí. dóttur og þau eiga tvö börn, Greipur, f. 1982, Arnþrúður, f. 1987. 2) Gunn- laugur Sigurður, f. 1953, d. 2009, kvæntur Gíslunni Arngrímsdóttur. Börn þeirra: dreng- ur f. 20. apríl 1970, d. 21. apríl sama ár, Sigurður, f. 1973, Bergþóra, f. 1975, hún á einn son, Hulda, f. 1986, hún á einn son. 3) Hulda, f. 1957, gift Haraldi Þorsteinssyni. Börn þeirra: Jóhannes, f. 1977, Þor- geir f. 1980, í sambúð með Ásdísi Einardóttur, þau eiga einn son, Bergþóra Magnea, f. 1983. 4) Sigurlaug, f. 1962, gift Emil Val- garðssyni. Börn þeirra: Bene- dikt Sigmar, f. 1981, Ester Anna, f. 1984, Emil Þorri, f. 1990, Þorkell Óttar, f. 1994. 5) Margrét, f. 1965, gift Eyþóri Rafni Þórhallssyni. Börn þeirra: Guðlaugur Garðar, f. 1991, Dav- íð Ármann, f. 1994, María Mar- grét, f. 2005. Arnþrúður ólst upp í föð- „Að kveðjustundu hefur klukkan tifað.“ (Jóhann Jóhannsson) Síðustu daga hefur þetta ljóð hljómað í höfði mínu, með blíðri og fallegri söngrödd mömmu: Snemma lóan litla í lofti bláu , „dírrindí“ undir sólu syngur: „lofið gæsku gjafarans – grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur“. Ég á bú í berjamó, börnin smá í kyrrð og ró heima’ í hreiðri bíða; mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“ Lóan heim úr lofti flaug (ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu) til að annast unga smá – alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu! (Jónas Hallgrímsson) Við hjónin viljum þakka henni fyrir allan stuðninginn í gegnum árin. Húmorinn hennar, náttúran og heilræðin eru okkur ofarlega í huga. Henni þótti mikilvægt að allir kynnu þá kúnst að skilja áhyggjur af börnum og búi eftir um leið og fólk lokaði dyrunum á eftir sér á leið í ferðalag. Njóta frísins, treysta því að þeir sem gættu heimilisins myndu sjá um að allt gengi vel. Nú biðjum við þess að hún hafi skilið við sínar áhyggjur og treysti okkur til að sjá um þá sem eftir eru, sérstak- lega pabba. Góða ferð, elsku mamma. Sigurlaug og Emil. Hugsið ykkur, allt þetta fólk og enginn eins. Svona lýsti Dúa tengdamóðir mín heimsókn sinni til erlendrar stórborgar fyrir nokkrum árum. Þessi orð lýsa Dúu betur en mörg önnur, því þannig var hún, lagði sig í líma við að kynnast hverjum einstak- lingi og meta hann að eigin verð- leikum og skipti þar engu um stöðu, stétt eða hvort um barn eða fullorðinn var að ræða. Þann- ig löðuðust barnabörnin að henni og undu sér hvergi betur en í ná- vist ömmu sinnar og þar var hún drottning í ríki sínu og skipulagði út í hörgul leiki með þeim og hafði einnig einstakt lag á að láta þau hjálpa til við létt störf sem til féllu. Sama hvað amma Dúa hafði fyrir stafni þá var það gert á spennandi hátt í augum barnanna og þannig náði hún að laða fram það besta í fari hvers og eins, og þannig var það með fullorðna fólkið líka, allir höfðu einhverju hlutverki að gegna í návist Dúu. Ég kynntist Dúu um miðbik sjöunda áratugarins þegar kynni mín og Huldu dóttur hennar hóf- ust og má með sanni segja að hún tók mér vel og urðum við fljótt góðir félagar og áður en varði var undirritaður byrjaður að taka til hendinni undir öruggri hand- leiðslu hennar við að stinga upp kartöflugarðinn, flísaleggja og mála glugga og veggi á Kópa- vogsbrautinni. Skipti þar engu hvort undirritaður hafði unnið slík störf áður, maður þurfti þá bara að læra. Allt þetta var gert í hæfilegum skömmtum, vandlega úthugsuðum af Dúu. Dúu tókst einnig að gera matargikkinn mig að alætu á skömmum tíma, enda afbragðs kokkur, það var alveg sama hvað var í pottunum, allt varð að veislumat. Eitt sinn vorum við Dúa ásamt fleirum í berjamó í miklu berja- landi og hafði Dúa áhyggjur af því hvað við þyrftum að skilja mikið af berjum eftir þrátt fyrir ötula tínslu, því hvert sem litið var voru bláar þúfur stútfullar af berjum. Þá hafði Dúa að orði að seinka ætti kennslu í grunnskól- um og leyfa börnunum að fara í berjamó, þannig mætti slá tvær flugur í einu höggi, annars vegar myndu börnin komast í nána snertingu við íslenska náttúru og einnig færa björg í bú. Svona var Dúa, alltaf tilbúin með lausnir á vandamálum, réttlátar, jákvæðar og hugmyndaríkar lausnir fyrir allt og alla, lausnir sem voru markaðar af skýrri og sterkri réttlætiskennd ástinni á Íslandi, íslenskri náttúru, mönnum og málleysingjum. Ég vil í lokin á þessum fátæk- legu orðum nota tækifærið og færa þér, Dúa, þakklæti fyrir „stálskálarnar“, „þegar ég sagaði slátrið“ , „ökulagið“, „skoðanirn- ar“, „dugnaðinn“, „hugmynda- auðgina“, „samfylgdina“, „Huldu“, minninguna um þig. Haraldur Þorsteinsson Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin barna minna! Ég hef fellt í lag og línu ljóðið mitt í grasi þínu. Yfir höfuð yrkir mitt aftur seinna grasið þitt. Hjarta og hugur er heimabundið þér. Met ei við milljón dali mætur, sem á þér ég hef, stuðla ei í stef hrós þitt í hundraða tali. Sé ei rík þú sért – syng, að slík þú ert: Allslaus undi eg mér, ás og grund, hjá þér. Einkunn er þín sú, yndi mér varst þú! Myndi í fjarlægð þér frá fluttur út í heiminn víða eftir þínu sólskini sjá, sakna þína hríða.– Bert og bólfest land, byls og skjóla land, hvamms og hóla land, húms og sólar land! Landið, sem mín vígð er vinna, vöggustöðin niðja minna! (Stephan G. Stephansson) Elsku amma Dúa, þú lifir í minningum okkar og við söknum þín. Akureyringarnir þínir, Benni, Ester Anna, Emil Þorri og Þorkell Óttar. Það var hásumarið 1995 sem við bræðurnir tókum far með Fagranesinu ásamt ömmu Dúu heiman frá Ísafirði, norður fyrir Horn og alla leið í Reykjarfjörð á Ströndum. Þó svo að siglingin sjálf hafi einungis verið fyrsti leggur leiðarinnar varð hún ógleymanleg og amma strax far- in að hugsa hverja hún gæti sent næst í siglingu fyrir Horn. Næsti leggur leiðarinnar var ganga til kirkju í Furufirði þar sem átti að ferma vini. Reykjarfjarðarbænd- ur gátu varla leynt undrunarsvip sínum þegar þeir horfðu á eftir unglingunum tveimur og ömmu þeirra. Búseta okkar á Ísafirði fjarri Kópavogsbrautinni olli því að samverustundir sem þessar voru ekki algengar en þeim mun eft- irsóttari. Hvert sem tilefnið var; barnaveislur, jólaboð, kvöldkaffi, millilendingar og það að vera veðurtepptur og dvöl, þá var hús- ið alltaf opið og afi látinn snúast. Eiríkur hafði nokkru áður gengið með ömmu milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur og þótti ekki ganga verr en svo að nú skyldi leikurinn endurtekinn. Það er skemmst frá því að segja að ferðin gekk vel og ekki fór að draga til tíðinda fyrr en í Svarta- skarði. Og þó. Á leiðinni, við nokkur tækifæri, hafði amma dregið upp pela með koníaki og leyft okkur að dreypa á, úr ein- um tappa á mann enda skaðar það engan. Frá Svartaskarði er víðsýnt og loks sáum við til bæjar í Furufirði og það var erfitt að hemja fæturna og stökkva niður fannirnar. Amma Dúa hefur alla tíð verið uppátækjasöm og séð til þess að hlutirnir gerist. Hún flaug vestur til okkar snemma árs 1987 þegar nafna hennar, Arnþrúður, fædd- ist. Það þurfti að gæta drengj- anna og halda heimili. Leiðir þeirra Arnþrúðanna áttu svo eft- ir að liggja oft saman. Það þótti ekki tiltökumál að skrá sig á námskeið í þjóðbúningasaum þegar nafna hennar á Ísafirði hugðist fermast í slíkum. Nema hvað? Amma þreyttist ekki á að fárast yfir flakkinu á okkur fram og til baka yfir landið, þrátt fyrir það stóðum við hana að því sama trekk í trekk. Fermingar og aðr- ir stórviðburðir urðu enn hátíð- legri þegar amma og afi voru mætt. Nú, amma stakk auðvitað upp á því, og stóð fast á, að við skyldum bara láta okkur gossa niður í Furufjörð, hún myndi bara fara fetið og hvílast á leið- inni. Og það stóð heima. Við þut- um af stað og skildum ömmu eft- ir. Amma Dúa var auðvitað eins og allar ömmur, með kökur og kleinur í öllum hólfunum á bíln- um, kókópöffs eins og hver gat í sig látið og stolt af öllum okkar uppátækjum, hver sem reisnin yfir þeim var. Svo var amma eng- inn eftirbátur afa í sögu- mennsku. Lambakjöt og sósa með nokkuð sönnum skemmti- sögum af okkur, fólkinu okkar og þeim sjálfum ásamt óskilgreind- um eftirréttum var háskólastúd- entum kærkomið mitt í próf- lestri. Maturinn alltaf góður en sögurnar og kímnin stóðu uppúr. Og eina söguna gat hún sagt endalaust. Söguna af því þegar strákarnir tveir komu hlaupandi heim að bænum og Furufjarðar- systur komu út og spurðu um ömmu þeirra. Nú, hún er á leið- inni niður hlíðina, svöruðu þeir þá. Ein? Já, en það er allt í lagi, hún er með koníakspelann með sér. Eiríkur, Greipur og Arnþrúður Gíslabörn. Arnþrúður Margrét Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína Aldrei skal úr minni mér, mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Með þökk fyrir allt og allt. Þín Margrét. ✝ Þorsteinn Val-týr Krist- jánsson fæddist 6. maí 1930. Hann lést á heimili sínu, Breiðabliki 18a í Fjarðabyggð (Norðfirði), 3. júlí 2011. Foreldrar hans voru Kristján Guð- mundsson, f. 2. febrúar 1894, d. 7. júlí 1986, og Guðrún Ágústa Gottskálksdóttir, f. 14. janúar 1905, d. 31. október 1978. Þorsteinn (Steini) var næst- elstur fimm sytstkina. Steini átti fjórar systur: Guðrún Elísabet, f. 3.11. 1928, d. 5.12. 1988, El- ínbjörg, f. 28.7. 1933, Sesselja Eiginkona Steina, Nanna Jónsdóttir, f. 29. júní 1932, d. 17. maí 1995, var fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Steini og Nanna bjuggu allan sinn búskap á Stöðvarfirði og áttu fjögur börn: 1) Jón Kristmann, f. 16.9. 1953. Eiginkona Jóns er Guðný Bald- ursdóttir, f. 1954, og eiga þau tvo syni: a) Elvar, f. 1975, maki Guðlaug Ragnarsdóttir, f.1976. Dætur þeirra eru Nanna Björk, f. 2000, og Ragna Guðný, f. 2006. b) Rúnar, f. 1977, maki Rut Vil- hjálmsdóttir, f. 1984, og eiga þau eina dóttur, Ásu Dóru, f. 2009. 2) Kristján Rúnar, f. 16.10. 1956. Rúnar á tvö börn með Alek- söndru Thorsteinsson: a) Demi Nönnu, f. 1994, og b) Oliver Birk, f. 2001. Rúnar og Aleks- andra slitu samvistir. 3) Sesselja Fjóla, f. 16.1. 1962. Fjóla á tvo syni með Smára Stefánssyni, f. 1958. a) Pálmi Fannar, f. 1981. Sambýliskona hans er Unnur Malmquist Jónsdóttir, f. 1980. Börn þeirra eru: Hekla, f. 2005, Óðinn, f. 2007 og Rökkvi, f. 2009. b) Birkir Fannar, f. 1992. Einnig áttu Fjóla og Smári tvö andvana fædd börn; c) stúlku, f. 1987 d. 1987, og c) dreng, f. 1990, d. 1990. Fjóla og Smári slitu sam- vistir. 4) Heimir, f. 8. ágúst 1966, maki Berglind Guðmundsdóttir, f. 1967. Börn þeirra eru: a) Tinna, f. 1993, b) Örvar Steinn, f. 1996, og c) Katla, f. 1999. Þann tíma sem Steini bjó á Stöðvarfirði vann hann ýmis störf til sjós og lands. Steini hafði einnig mikinn áhuga á sauðfjár- og hrossarækt og átti um tíma bæði hesta og kindur. Steini flutti frá Stöðvarfirði 1996 og bjó þá um tíma á Sauð- árkróki og síðar í Hveragerði. Árið 2004 flutti Þorsteinn svo aftur austur og nú til Norð- fjarðar og bjó þar á dvalar- heimilinu Breiðabliki til dauða- dags. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 11. júlí 2011, kl.14. Aníta, f. 13.12. 1938, d. 4.6. 1985 og Sara Hulda Björk , f. 27.10. 1942. Þrjú elstu systkinin voru fædd á Litla Kálfa- læk í Hraunhreppi á Mýrum, en þær tvær yngstu í Reykjavík. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar Steini var ungur að árum og þar gekk hann í grunnskóla. Eftir ferm- ingu og grunnskólanám fór hann norður í Skagafjörð og var þar meira og minna fram til tví- tugs. Lengst af sinni ævi bjó hann þó á Stöðvarfirði, en þang- að flutti hann árið 1952. Ég vil í fáum orðum minnast elsku pabba míns sem lést þann 3. júlí sl. Á huga minn leita minn- ingabrot frá bernskuárum fram til símtals sem við áttum stuttu áður en hann kvaddi þennan heim þar sem hann hvatti mig til dáða og lét mörg falleg orð falla til „litlu stelpunnar sinnar“ en hann var ævinlega óspar á hrósyrði mér til handa. Pabbi minn bjó alla tíð yfir mikilli rósemi og þolinmæði og var trúr og traustur. Hann hafði unun af því að hlusta á tónlist og ekki var ég gömul er hann hóf að spila fyrir mig Nönu Mouskori og Harry Belafonte sem voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann sýndi mér ómælda þolinmæði er hann las fyrir mig sögur fyrir svefninn en oft tók það tíma að svæfa þá litlu sem vildi ræða hverja sögu nánar og bæta við söguþráðinn. Pabbi minn var ötull ásamt elsku mömmu minni að kenna mér að nálgast náttúruna og finna þá næringu, fegurð og kraft sem hún hefur að geyma. Hann var mikill hestamaður og naut þess að fara í reiðtúra um fjörðinn okkar fagra og oftar en ekki fylgdi mamma mín honum eftir á bíl með kaffi á brúsa og kleinur í dalli, stolt af sínum manni, fannst hann alltaf svo flottur á hestbaki og lét oft þau orð falla að hún væri svo skotin í honum þegar hann næði góðu tölti. Alla tíð stóð elsku pabbi minn sem klettur mér við hlið á sorgar- og gleðistundum í lífinu og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Hann var góður pabbi, ynd- islegur afi sona minna og barna- barna. Ást foreldra minna skynjaði ég alltaf svo sanna og er mamma mín lést missti pabbi minn að miklu leyti lífsneistann, en nú sé ég for- eldra mína fyrir mér upplifa sól- arupprás og sólarlag saman á þeim stað sem þau dvelja nú á. Sólargeislar sífellt ljóma senda hlýju um jarðar hvel. Söngfuglarnir sigurhljóma syngja af gleði undur vel. Lífsins undrin litlu gerast ljósið eykur sálarþrótt. Kvöldsins blíðu ómar berast býður ljósið góða nótt. Sé ég kvöldsins rökkur roða rjóða geislum yfir fjöll. Sindra senn í ljósum loga lyngbrekkan og sveitin öll. Hnígur sól með helgri lotning hljótt við ystu sjónarrönd. Sumri hallar himna drottning höfgi færist yfir lönd. (Guðmundur Kr Sigurðsson) Vinsemd ykkar vonina glæðir vermir mannsins hrjáða hjarta. Þakklæti um hugann flæðir þiggið ósk um framíð bjarta. (ÞK, FÞ) Kveðja, Fjóla Þorsteinsdóttir. Elsku afi, nú ertu kominn til Nönnu ömmu. Það var svo gaman þegar þú fórst með mér í bíltúr og keyptir appelsín, svo fórum við að skoða hestana. Svo sagðir þú skemmtilegar sögur og við spil- uðum líka mikið, það var gaman. Það verður skrýtið að horfa ekki með þér á enska boltann eða meistaradeildina. Elsku afi, við systkinin þökk- um þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Örvar Steinn, Tinna og Katla. Elsku afi minn hefur nú kvatt. Mikið og gott samband var alla tíð á milli okkar afa. Segja má að afi hafi fylgt mér alla tíð. Fyrst um sinn á Stöðvarfirði, þar sem ég óx úr grasi, en einnig var eins og leiðir okkar lægju alltaf sam- an. Fljótlega eftir að amma dó flutti afi norður í land en ég var einmitt á þeim tíma með annan fótinn á þeim slóðum. Við áttum góðar samverustundir þann tíma sem við vorum báðir fyrir norðan og heimsóttum við oft hvor ann- an. Eftir að ég stofnaði fjöl- skyldu lágu leiðir okkar aftur saman og nú nærri mínum æsku- slóðum þar sem leiðir okkar lágu fyrst saman – nánar tiltekið á Norðfirði. Afi dvaldi þar á dval- arheimilinu Breiðabliki. Á Norð- firði eyddi afi síðustu átta árum ævi sinnar. Ég er afar þakklátur fyrir þann tíma sem ég og fjölskylda mín áttum með honum. Afi átti að mestu afar góðan tíma á Breiðabliki enda er þar frábært starfsfólk og vil ég þakka því fyr- ir mjög góða umönnun. Veikindi komu í veg fyrir að afi nyti sín síðustu árin en hann var samt all- an tímann mjög upptekinn af því að láta gott af sér leiða og fyrir því fann mín fjölskylda svo sann- arlega. Að lokum vil ég þakka afa fyr- ir þann stuðning sem hann veitti mér alla tíð, hvort sem um nám, leik eða störf var að ræða. Elvar Jónsson. Þorsteinn Valtýr Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.