Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Corriente Vital eftir Ojos de Brujo. Ég fór á tónleikana með þeim í Hörpunni og varð fyrir svolitlum vonbrigðum, því það var einhvern veginn eins og þau nenntu þessu ekki alveg. Ég hlusta yfirleitt á tónlist þegar ég er að labba í vinnuna, en ég vinn svo nálægt heimili mínu að ég næ yfirleitt bara að hlusta á eitt lag og svo er ég komin, þannig að ég get verið að hlusta á sömu plötuna í margar vikur. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Úff, ég er ekki næstum því nógu mikið tón- listarnörd til að svara þessari spurningu. En eina platan sem ég fæ aldrei leiða á er Buena Vista Social Club. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég held alveg örugglega að það hafi verið What́s love got to do with it, „soundtrackið“ úr samnefndri mynd um stormasama ævi Tinu Turner, sem ég keypti í Skífunni á Laugavegi. Ég var með eitthvert blæti fyrir þessari mynd þegar ég var lítil og ég og systir mín og vinkonur okkar leigðum hana aftur og aftur þegar við fengum að fara á vídeóleiguna um helgar. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Hátíð fer að höndum ein með Þremur á palli, því við hlustum alltaf á hana á jólunum. Svo þykir mér líka rosalega vænt um Er ein- hver að hlusta? með Nóru, því mér finnst hún ekki bara ógeðslega góð, heldur er Egill Viðarsson, einn af bestu vinum mínum, líka í hljóm- sveitinni og hann er svo ótrúlega hæfileikaríkur og klár. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Björk Guðmundsdóttir. Hún er alltaf að gera eitthvað nýtt og spennandi og festist aldrei í sama farinu. Og hún virðist líka vera jarðbundin og með kollinn í lagi, þrátt fyrir að vera súperstjarna. Hún hikar heldur ekki við að berjast fyrir mál- efnum sem skipta hana máli, sem mér finnst mjög aðdáun- arvert. Hvað syngur þú í sturtunni? Klassísk lög sem ég lærði í Söngskóla Reykjavíkur þegar ég var í söngnámi þegar ég var unglingur. Ég kláraði 4. stig og lærði að- allega þýsk lieder-lög, enda skildist mér á kennaranum mínum að ég hefði orðið lýrískur sópran ef ég hefði haldið áfram í söngnámi. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstu- dagskvöldum? Ég er orðin svo gömul í hettunni að það er alltof langt síðan ég hélt partí eða blastaði ein- hverju á föstudagskvöldi. En ef ég héldi partí á föstudaginn held ég að ég myndi spila Kanye West eða Die Antwo- ord. Ég og vinur minn erum búin að vera að tala um að halda Die Antwoord-partí í marga mánuði. En hvað yljar þér svo á sunnu- dagsmorgnum? Ég og kærastinn minn spilum stundum Sunday Morning með Velvet Underground á sunnudags- morgnum. Svo höfum við svolítið verið að hlusta á nýju plötuna með Hjálmum þegar við erum heima að taka því rólega um helgar. En ann- ars hlustum við bara yfirleitt á Rás 2 yfir kaffinu. Í mínum eyrum Hildur Knútsdóttir Die Antwoord-partí á döfinni Hildur Knútsdóttir Leiðist ekki Buena Vista Social Club. Morgunblaðið/Kristinn » Gestir veitingastaðarins Jómfrúarinnar sem ogaðrir nutu söngs og tónlistar Ragnheiðar Grön- dal og félaga í veðurblíðunni í Jómfrúarportinu á laugardaginn. Jómfrúin hefur staðið að sum- artónleikaröð og var þetta liður í þeirri dagskrá. Fólk fékk sér smurt brauð að dönskum stíl og hlustaði á ljúfa tóna í leiðinni. Tríó Ragnheiðar Gröndal á Jómfrúnni Morgunblaðið/Golli Björk, Kristín og Guðrún létu sig ekki vanta. Þórdís 2ja ára fylgdist spennt með. Margrét og Elna skemmtu sér vel. Tríó Ragnheiðar Gröndal spilaði í Jómfrúarportinu og gladdi gesti og gangandi. Sumir notuðu tímann vel á skemmtuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.