Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingarhafa fundiðfyrir óbeisl- anlegum til- þrifum náttúr- unnar síðustu misserin. Og ekki hafa þeir verið einir um það. Hryll- ingurinn í Japan, þar sem tugir þúsunda manna fór- ust í ofurskjálfta jarðar en þó einkum í flóðbylgjunum sem fylgdu er öllum enn ofarlega í huga. Og þótt annað tjón sé í skugga hins ógurlega manntjóns var það einnig gríðarlegt. Eldgos og hlaup hafa verið óþægilega tíð hér og hafa valdið tilfinnanlegu tjóni og fjárhagsskaða. Flugþjónusta og ferða- þjónusta, bæði hér og er- lendis, hafa skaðast og bú- smali og jarðnæði bænda sömuleiðis. En manntjón hefur ekki orðið, það er mikið þakkarefni. En þýð- ingarmikið er að öllum sé ljóst að ekki er sjálfgefið að svo vel takist til í slík- um hamförum. Þétt um- ferð að degi til á vestan- verðum Mýrdalsssandi hefði hugsanlega getað gert mál snúin og skapað mikla hættu í hlaupi eins og því sem varð um helgina. En þótt náttúruöflin, sem sýnt hafa á sum spilin sín síðustu misserin, séu óbeislanleg og lúti aðeins eigin lögmálum þá er þjóð- in þó mun betur búin undir hamfarir af þessu tagi en áður var. Veraldleg efni eru önnur og þekkingu hefur farið fram. Mælitæki og vöktun geta gefið nokk- urn fyrirvara, jafnvel svo sköpum skipti, til að forða fólki af hættusvæðum og minnka eignatjón. Og við- brögð við hamförum eru aðgengilegri en áður, tækjakostur er þó nokkur fyrir hendi, þjálfaðar björgunarsveitir og vel ag- að almannavarnafólk bæði í miðstýrðri yfirstjórn og á nærsvæðum. Öllu þessu fólki er mjög treyst og reynslan sýnir að góðar ástæður eru til þess. En það má þó ekki gera til allra þessara aðila óraunsæjar kröfur. Hver og einn verður að gera ráðstafanir í sínum ranni eins og hægt er, gera sínar áætlanir um viðbrögð, að minnsta kosti gagnvart þeirri vá sem helst er þekkt og reynsla er af, jafnvel þótt hún sé að- eins söguleg. Gos hafði ekki orðið í Eyjafjallajökli í manna minnum þegar það varð fyrir rúmu ári. En sögulegur fróðleikur og síðari tíma vísindalegar rannsóknir auðvelduðu viðbrögð þá. Þeim fækkar nú mjög sem persónulega muna síðasta Kötlugos. En ungir og gamlir Íslend- ingar vita að þau geta ver- ið tröllaukin og kannski er öruggast að gera ráð fyrir að næsta gos þar verði af stærstu gerð, þar sem svo langt er liðið frá síðasta gosi. Eldgosið í Heimaey fyrir tæpum 40 árum er þó það gos þar sem tæpast stóð, því það gos varð nán- ast ofan í fjölmennri byggð og áður en því lauk hafði fjöldi íbúðarhúsa horfið undir hraun. Sá mikli at- burður gerði engin boð á undan sér (nema menn líti á Surtseyjargos 10 árum áður sem aðvörunarskot) og enginn vill hugsa þá hugsun til enda hvað gerst hefði ef sprungan hefði opnast nokkrum hundr- uðum metra nær byggð- inni en varð. Öll þessi ósköp eru okk- ur Íslendingum til áminn- ingar. Þau eiga ekki að draga úr mönnum kjark og enn síður að koma í veg fyrir að þeir lifi lífinu í landinu og njóti landkosta þess í hvívetna. En óhjá- kvæmilegt er að hafa vara á sér. Styrkja verður sem má forvarnarkosti gagn- vart náttúruvá og búa enn frekar í haginn fyrir skjót viðbrögð við þeim, með öfl- ugum sveitum og birgða- söfnun lykilstofnana, eins og frekast getur verið réttlætanlegt. Ferðaþjónustunni óar nú, svo sem vonlegt er, þau áhrif sem rof hring- vegar vegna hlaups muni hafa á þá grein. En ekki verður annað séð og ekki öðru trúað en að viðkom- andi yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að milda það tjón, sem ekki verður komist hjá, úr því sem komið er. Hamfarahrina síð- ustu ára kallar á efl- ingu hvers konar viðbúnaðar} Hamfarir F yrir rétt tæplega þremur árum ákvað ég að byrja að spila tenn- is, sem ég hafði lengi talið vera fallegustu íþrótt veraldar. Eftir að hafa spilað í nokkur skipti fór ég ásamt vini mínum í tennisferð til Spánar enda sá ég fram á að það væri eina leiðin til að ná fljótt tökum á íþróttinni. Það krefst ein- beitingar og þolinmæði að fara endurtekið út á völl þegar maður er lélegur í tennis. Það er lítillækkandi að hitta boltann sjaldan, næst- um aldrei, og þurfa stöðugt að beygja sig nið- ur upp við netið til að sækja gula kúlu. Það rennur fljótt upp fyrir nýjum leikmanni að það er ekki jafnauðvelt og það virðist í sjón- varpi að slá bolta, sem ferðast yfir völlinn á 200 kílómetra hraða, þannig að hann lendi á eins fermetra stóru svæði upp við endalínuna við hinn enda vallarins. Vil héldum til í spánskum strandbæ og spiluðum allan daginn milli þess sem við lásum í námsbókum á strönd- inni. Eftir nokkra daga féll steypiregn í gamla-testa- mentisstíl frá himnum og við sáum ekki fyrir endann á því. Samkvæmt áreiðanlegri veðurspá var besta veðrið á Spáni á þeim tímapunkti í höfuðborginni Madríd og við gripum tennisspaðana og stukkum upp í næstu lest til háborgarinnar. Við spurðum mann á hosteli í Las Huer- tas í miðborginni hvar næsti tennisvöllur væri og næstu daga æfðum við uppgjafir og bakhendur við kjör- aðstæður í Retiro-garðinum í hjarta borgarinnar. Í tenn- ismiðstöðinni í Retiro uppgötvaði ég tvennt; annars veg- ar að tennis var íþrótt sem hentaði mér vel – færði mér mikla gleði þegar ég loks hafði náð tökum á henni – og að sú upplifun sem fæst við að drekka Aquarius úr dós í 30 stiga hita eftir erfiða æfingu er al- gjörlega einn af þessum litlu hlutum sem margir segja að veiti lífinu inntak og merk- ingu. Þegar annir eru mestar í ferðaþjónustu á Spáni yfir sumartímann er varla líft inni í miðju landi í höfuðborginni vegna ógurlegra hita. Borgin er af þessum sökum ekki þjökuð af yfirþyrmandi túrisma og er furðulega mikið spænsk og einhvern veginn ekta, mið- að við aðrar höfuðborgir Evrópu, án þess ég viti nákvæmlega hvað í því felst. Ég flutti til Madrídar í fyrra og var þar við nám í eitt ár. Ég tók tennisspaðann með, fór á fótboltaleiki Atletico Madrid með blóðheit- um sambýlismönnum, drakk Aquarius eftir líkamlegt erfiði og sagði að hitt og þetta væri eða einkenndist af mierda. Mér lærðist jafnframt að í eðlilegum þjóðfélögum þykir sjálfsagt að fólk geti keypt sér rauðvínsglas fyrir þrjúhundruð krónur. Madríd er frábær borg og í september og október er veðurfarið himneskt þegar vítiseldar ágústmánaðar hafa kulnað og heimamenn streyma aftur í bæinn. Flugfar til Barajas-flugvallar frá London á haustin er jafnframt af- ar ódýrt – ef miðað er við þau flugfélög sem skilyrða veru okkar hér á þessari eyju – og í þeim kristallast takmark- aður eða enginn skilningur minn á starfsemi flugfélaga. Mér finnst eins og tennisspaðinn minn, sem stendur upp við vegg, stari á mig. Það er eins og hann vilji ná til mín og segja mér eitthvað. En ég veit hvað hann vill segja. Að það sé alltof langt síðan ég hef fengið Aquarius úr dós. haa@mbl.is Halldór Arm- and Ásgeirsson Pistill Madríd STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Óblíð veður öftruðu skíðamönnum í vetur FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Hvassviðri setti strik í reikn-inginn á skíðasvæðunumá Íslandi síðasta vetureftir góða byrjun í nóv- ember árið 2010. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar- fjalli á Akureyri, segir að íslenska rokið standi í raun upp úr frá síðasta vetri. „Veturinn gekk ágætlega uppi í fjalli miðað við veðurfar. Veðrið er þó það sem stendur upp úr, aðstæður voru mjög erfiðar og hvassviðri var afskaplega mikið. Engu að síður var þetta þriðji besti veturinn í sögu Hlíð- arfjalls,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að norðan- áttin sem beðið var eftir í vetur hafi ekki látið sjá sig fyrr en í vor. „Það var ríkjandi suð-vestanátt stærsta hluta vetrar og það gerði mönnum erfitt fyrir. Kuldinn og norðanáttin létu ekki sjá sig. En þegar á allt er lit- ið var þetta góður vetur, sá þriðji stærsti í heimsóknum og það var al- veg nóg af snjó þótt veður væri leið- inlegt. Svo í ljósi þessa erum við glöð,“ segir Guðmundur. Skíðasvæðið á Akureyri var opn- að um miðjan nóvember árið 2010 og því lokað 2. maí í vor. „Það komu svo nokkrir dagar þar sem við þurftum að loka vegna hvassviðris. Það var svo snjór alveg fram í júní og þeir síðustu sem renndu sér fóru 12. júní. Það féll hins vegar aska hjá okkur og við lok- uðum skíðasvæðinu svona almennt í byrjun maí. Eftir það voru æfingar og námskeið haldin í fjallinu.“ Guðmundur segist jafnframt fullviss um að næsti vetur verði góður skíðavetur. „Það er svo sjaldgæft að það sé svona slæmt veður tvö ár í röð. Við stefnum að því að halda áfram að bæta þjónustuna og auka fjölbreyti- leikann fyrir gesti í fjallinu.“ Snjó- framleiðsla hefst í Hlíðarfjalli 1. nóv- ember og stefnt er að því að skíða- svæðið verði opnað síðustu helgina í nóvember. Fleiri dagar, færra fólk „Það var opið hjá okkur síðasta vetur í 63 daga, sem verður að teljast mjög gott. Hins vegar kom minna af fólki en áður því opnunardagarnir voru stakir. Til dæmis náðum við að- eins einu sinni að hafa Bláfjöll opin yf- ir helgi eftir áramót. Og fólk rýkur ekki upp í fjall nema það viti að að- stæður séu 100% góðar,“ segir Magn- ús Árnason, framkvæmdastjóri skíða- svæðisins í Bláfjöllum. 46 þúsund gestir lögðu leið sína í Bláfjöll liðinn vetur opnunardagana 63. Til samanburðar voru opn- unardagarnir 57 veturinn 2009-2010 og þá voru gestir 83 þúsund talsins. „Við opnuðum fimmta nóvember og þá var opið næstum því sleitulaust í þrjár vikur. Svo fór snjórinn og þetta skítaveður kom í staðinn – það var ríkjandi suð-vestanátt í allan vetur. Þá er hríð uppi í Bláfjöllum og snjórinn fýkur upp,“ segir Magnús. Hann bætir við að stefnan sé sú að fá leyfi til að hefja snjóframleiðslu í Bláfjöllum, enda myndi hún tryggja stöðugri rekstur á svæðinu. „Það vantar að allsherjarúttekt sé gerð á svæðinu af heilbrigðisyfirvöldum svo við getum hafið framleiðsluna. For- athugun er þó hafin og málið er í vinnslu.“ Um síðustu helgi var jafnframt opnaður hjólagarður á svæðinu. Hægt er nota skíðalyfturnar til að komast upp og hjóla svo eftir brautum niður. Magnús segir að garðurinn verði op- inn allar helgar í sumar og fram í sept- ember. „Svo er þetta líka kjörið fyrir þá sem vilja fara í útsýnisferð.“ Morgunblaðið/Eggert Skíðalyfta Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, bindur vonir við að veður verði skíðamönnum hagstæðari á vetri komanda. 43.000 Gestir Bláfjalla í vetur 63 Opnunardagar í Bláfjöllum í vetur 68.000 Gestir Hlíðarfjalls í vetur 120 Opnunardagar í Hlíðarfjalli í vetur ‹ SKÍÐASVÆÐIN › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.