Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Sérsmíðaðir hnakkar 15. til 20. júlí verða hér í heimsókn enskir söðlasmiðir. Þeir taka mát af hestum sem þurfa sérsmíðaða hnakka. Uppl. veittar í s. 566 8045 og 698 5799 Netfang: valditryggva@simnet.is VIÐTAL Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ridley Scott, leikstjóri og framleiðandi, er staddur á landinu og er að taka upp nýjustu kvikmynd sína Prometheus. Blaðamaður hitti hann í miðbæ Reykjavíkur og spjallaði við hann um væntanlega stórmynd hans. Drunur í loftræstikerfi fund- arherbergisins minntu á geimskipið í hinni sögu- frægu kvikmynd Alien, sem var skemmtilega við- eigandi, þar sem Prometheus hafði verið nefnd undanfari að Alien. Ridley Scott gekk inn, ásamt Mark Huffam, framleiðanda myndarinnar, og við- talið hófst. Ekki er langt síðan ákveðið var að taka upp atriði í kvikmyndinni á Íslandi og sagði Ridley að aðrir möguleikar hafi staðið til boða. Ísland hafi þó af- burða fallega náttúru að geyma. „Það er hægt að fá þetta umhverfi annarsstaðar, til dæmis í Kali- forníu, í Mahaví-eyðimörkinni, en þessi staður er mun frumstæðari og villtari, finnst mér. Náttúran hér hefur ákveðinn karakter og mér líkar vel við svarta grjótið og auðnina. Þetta var betri valkostur. Að vera hér er stórkostlegt, virkilega stórkostlegt,“ sagði Ridley. „Það sem ég hef fundið hér á landi er svakaleg fegurð. Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi fá frá byrjun“. Atriðið sem tekið er hér á landi birtist meðal annars í byrjun myndarinnar og á að vera frá upphafi heimsins. Tökur fara fram á Suð- urlandinu, nálægt Heklu, og starfa þar rúmlega 200 manns, þar af um 100 Íslendingar. Þörfin á vinnu- afli fyrir svona stórmynd er jafnan mikil enda margt sem þarf að gera. Ridley segir fréttir af hugsanlegu gosi ekki hafa haft nein áhrif á sig og sér hafi langt í frá verið brugðið við upplýsing- arnar. „Nei, þegar menn eru í vinnu eins og minni er ekkert sem kemur manni úr jafnvægi. Það er bara partur af ferlinum.“ Verkfræðingar geimsins Myndin kemur til með að vera þung og fremur viðbjóðsleg, það má líklega bera saman við Alien, og fjallar um guði og verkfræðinga, verkfræðinga geimsins. Myndin kannar uppruna óþekktra vera, það er geimvera, sem aðeins birtust örstutt í áð- urnefndri mynd, Alien, sem flugmaður geimskips- ins. Ridley staðfesti við blaðamann að samvinna hans við hinn svissneska hönnuð Hans Rudolf Gi- ger eða HR Giger komi til með að halda áfram að einhverju leyti, en Giger hannaði ýmsar sjónrænar brellur og fleira í Alien. „Við vorum í góðu sam- bandi við Giger í mörg ár. Við sýndum honum handritið að myndinni og honum leist vel á það. Hann ætlar að vinna svolítið fyrir mig með þessa mynd og hefur verið að vinna að stóru verkefni sem kemur í myndinni“. Undanfari þrjátíu árum síðar Tökur á myndinni hófust í mars á þessu ári og áætlað er að hún komi út í júní árið 2012. Myndinni var upphaflega ætlað að verða nokkurs konar und- anfari Alien sem Ridley Scott leikstýrði og kom út árið 1979. Hins vegar þróaðist myndin út í það að verða sjálfstæð mynd um uppruna geimvera. Sjálf- ur segist Ridley ekki tengja myndina beint við Al- ien en í lok þriðju senu myndarinnar muni áhorf- andi átta sig fljótlega á því að Prometheus á sér smávægilegan skyldleika með henni. „Ég gæti sagt þér hvernig atriðið lýsir sér en það væri synd. En við förum aftur í tímann, ekki áfram“. Margir velta því eflaust fyrir sér hvers vegna meintur undanfari gömlu Alien sé að skjóta upp kollinum núna, rúmum þrjátíu árum síðar. „Ég hef verið upptekinn við að gera aðrar kvikmyndir,“ sagði leikstjórinn og hló. „Ég hef oft hugsað um það. Ég kunni að meta Black Hawk Down, Gladia- tor, Hannibal og þessar myndir en vísindaskáldskapurinn er mun víðsýnni. Það er líka fáránlegt að halda að við séum ein í heim- inum. En þróun þessarar teg- undar kvikmynda varð að stórri sprengju, alveg eins og vampírumyndir, þær urðu að einhverri tískusprengju. Og það sem er stórfurðulegt er að alltaf virðast menn sækja í meira af þessu tagi,“ sagði Ridley og bætti við: „Ekki meira vampírudót“. Stórar stjörnur til landsins Leikarar í myndinni eru ekki af verri endanum og ber þá hæst að nefna Noomi Rapace sem tækl- aði hlutverk sitt í sænsku trílógíunni um pönkarast- úlkuna eftir Stieg Larson með eindæmum vel. Rid- ley kom fyrst auga á hana í fyrstu mynd trílógíunnar, Stúlkan sem lék sér að eldinum. Hann sagði sjálfan sig hafa gapað yfir henni og vildi fá að vita hver hún væri. „Þetta er stelpan sem mun leika í Prometheus, hugsaði ég með mér. Ég hitti hana í Los Angeles og sá að hún var þessi glæsilega kona og algjör andstæða við pönkara“. Hann var því sannfærður um að þarna væri á ferðinni ekta leik- kona. Aðspurður hvort hún sé nokkurskonar arf- taki Sigourney Weaver sem fór með aðalhlutverk í Alien vildi hann meina að um væri að ræða mjög ólíkar konur. „Noomi er mun hviklyndari. Hún hef- ur þennan eldmóð í sér, virkilega ástríðufull.“ Aðrir leikarar eru Charlize Theron, Michael Fassbender, Idris Elba, Guy Pierce, Logan Marshall-Green, Kate Dickie og Sean Harris. Ridley sagði að von væri á nokkrum þeirra til landsins, meðal annars Noomi, Charlize, Michael, Idris og Logan. Kostnaðurinn leyndarmál Aðspurður hversu mikið fjármagn fari í kvik- myndina var Ridley ekki gjarn á að gefa upp neina upphæð. En miðað við stór nöfn leikara og það að upptakan hér á landi eigi aðeins eftir að birtast í um 12-15 mínútur af allri kvikmyndinni er ljóst að tals- verður kostnaður fari í framleiðslu hennar. Það kostar sitt að ferja allt fylgdarliðið hingað til lands, hvað þá aðeins fyrir svo stuttan tíma í kvikmynd- inni. Ridley var sniðugur þegar umræðan fór út í fjármagn og sagði: „Það kemur þér ekki við,“ og hló. Framleiðendur Prometheus vildu koma á fram- færi þakklæti sínu til Rangárþings Eystra og Rangárþings Ytra. Einnig til True North umboðs- ins, Samtaka ferðaþjónustunnar á Íslandi, iðn- aðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, þjóðgarði Vatnajökuls og hóteleigenda. Morgunblaðið/RAX Auðn Kvikmyndaver Ridley Scott er á Suðurlandi, nálægt Heklu, og starfa þar rúmlega 200 manns. Föruneytið stoppar í tvær vikur hér á landi og heldur svo aftur út í heim. Uppruni geimvera á Íslandi  Einn helsti leikstjóri heims tekur upp kvikmynd sína Prometheus að hluta til á Íslandi  Var upprunalega undanfari Alien  Kvikmyndabúðirnar á Suðurlandi en stutt verður stoppað Herra Ridley Scott leikstjóri fæddist 30. nóvember árið 1937. Ridley Scott hefur leikstýrt ófáum myndum í gegnum tíð- ina. Árið 1979 leikstýrði hann hrollvekjunni Alien, sem er ákveðið barn síns tíma. Ridley Scott hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Gladiator, Black Hawk Down, Hannibal, Kingdom of Heaven, American Gangster, Body of Lies og Robin Hood. Hann hefur verið til- nefndur til þrennra Academy- verðlauna fyrir leikstjórn en einnig til Golden Globe- verðlauna og Emmy- verðlauna. Hann hefur þrisvar sinnum unnið til bresku Academy-verð- launanna fyrir myndina Blade Runner. Hann var sæmdur riddarakrossi árið 2003 og kemur til með að fá stjörnu á götuna „Holly- wood Walk of Fame“ í Holly- wood. Ridley Scott hefur komið víða við HÆFILEIKARÍKUR Ridley Scott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.