Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 25
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Íslenskur fuglavísir er ein vinsæl- asta handbók sinnar tegundar sem komið hefur út hér á landi og hefur til dæmis verið notuð á öllum skóla- stigum landsins, allt frá leikskóla til háskólastigs. Bókin kom fyrst út ár- ið 1999, ekki bara á íslensku heldur einnig á ensku og þýsku. Nú tólf ár- um seinna kemur hún út að nýju, rækilega endurskoðuð og aukin. Auk íslensku útgáfunnar kemur bókin út í nýrri þýskri þýðingu Co- lettu Bürling og endurskoðaðri enskri þýðingu Edwards B. Rick- son. Í bókinni er ítarlega fjallað um alla varpfugla og reglulega gesti á Íslandi auk fjölmargra flækings- fugla. Alls eru þetta um 160 teg- undir. Höfundur þessarar vinsælu bókar er Jóhann Óli Hilmarsson, sem tekur flestar þeirra mynda sem eru í bókinni. Hann er meðal helstu fuglavísindamanna og fugla- ljósmyndara landsins. Stöðugar breytingar í fuglalífi „Bók eins og þessi hlýtur að vera í stöðugri endurskoðun af því að fuglalíf á Íslandi er í stöðugri þró- un,“ segir Jóhann Óli. „Á tíu ára af- mæli Fuglavísis árið 2009 var ákveðið að endurútgefa hana. Í þessari nýju útgáfu eru ýmsar við- bætur, ég bætti til dæmis við ýms- um fuglum og þarna eru 34 nýjar tegundir sjaldgæfra fugla. Lífríki fuglanna er stöðugum breytingum háð og er mjög dýnamískt.“ Mikil vinna liggur á bak við bók- ina og Jóhann Óli segir að það hafi tekið þrjú ár að koma fyrstu útgáfu bókarinnar á koppinn. „Jón Karls- son í Iðunni ýtti mér út í það,“ segir Jóhann Óli. „Ég var að útvega hon- um myndir í bók og þá fékk hann þessa hugmynd. Þannig að fyrsta útgáfan er að miklu leyti honum að þakka. Um leið og bókin kom út árið 1999 fór ég að huga að næstu útgáfu og safna efni. Bókin kom svo út aft- ur árið 2000 lítið breytt en þessi nýja útgáfa er rækilega endur- skoðuð. Það er eiginlega bara nafnið og hluti af upprunalega textanum sem heldur sér.“ Allir fuglarnir í uppáhaldi Í bókinni eru um 700 myndir, nær allar hefur Jóhann Óli tekið sjálfur. „Fyrir utan myndir af eggjum eru einungis fimm sem teknar eru úr gömlu bókinni, hinar eru nýjar,“ segir hann. „Frá því bókin kom fyrst út árið 1999 hafa orðið miklar tækniframfarir í ljósmyndun. Í gömlu bókinni voru myndir teknar á filmu en ég skipti síðan yfir í staf- ræna ljósmyndun árið 2003 og myndirnar í þessari nýju útgáfu eru langflestar teknar þannig. Ég fékk svo örfáar myndir hjá öðrum ljós- myndurum af sjaldgæfum fuglum sem mér tókst ekki að mynda.“ Hann segist ekki eiga sér eft- irlætisfugl. „Ég gerði bók um lunda fyrir nokkrum árum og þann tíma sem ég vann að því verki varð lund- inn uppáhaldsfuglinn minn. En núna eru allir fuglarnir í bókinni uppá- haldsfuglar mínir. Ég hef farið víða um land til að mynda. Yfirleitt þarf að leita fuglana uppi og sitja fyrir þeim, þeir koma ekki til manns. Sumar tegundir er erfiðara að fanga á mynd en aðrar, eins og til dæmis sæsvölur, erni og fálka. Það er gríð- arleg vinna sem liggur að baki myndunum. Segja má að aðalvinnan felist í því að taka myndirnar og vinna þær.“ Bók fyrir almenning Spurður um byggingu bókarinnar segir Jóhann Óli: „Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir almenning. Kaflaskiptingin er heimasmíðuð og fuglunum er skipt í sex flokka til hægðarauka og raðað niður eftir skyldleika og búsvæðum. Sjófugla set ég í einn hóp, síðan koma vað- fuglar, máfuglar, vatnafuglar, land- fuglar og spörfuglar. Helstu ein- kennum fuglanna er lýst. Dregin eru fram helstu útlitseinkenni og hegðun, lýst kjörlendi, sagt frá heimsútbeiðslu og útbreiðslu hér- lendis. Birt eru útbreiðslukort yfir varp og vetrarútbreiðslu og viðdvöl og varptími fugla eru sýnd á mynd, þetta var allt endurteiknað fyrir þessa útgáfu. Aftast er kafli um egg og birtar myndir af öllum eggjum íslenskra fugla sem verpa að stað- aldri. Einnig er nýr kafli um bú- svæði og annar um sérkenni ís- lensku fuglafánunnar. Listi yfir fugla sem sést hafa hérlendis er uppfærður. Ég bætti inn stuttum texta um fæðu fuglanna og ýmsar aðrar nýjungar er að finna í bók- inni“ Morgunblaðið/Eggert Jóhann Óli „Bók eins og þessi hlýtur að vera í stöðugri endurskoðun af því að fuglalíf á Íslandi er í stöðugri þróun.“ Kraftmikið fuglalíf Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson hefur ver- ið endurútgefin  Rækilega endurskoðuð og aukin  Kem- ur einnig út á ensku og þýsku  Notuð á öllum skólastigum Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Skógarþröstur Um 700 myndir prýða bókina. Þar á meðal er þessi skemmtilega mynd, en fjallað er um alla varpfugla á Íslandi. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Glókollur Bókin kom fyrst út 1999 en hefur nú verið endurskoðuð. MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Jóhann Óli Hilmarsson hefur skrifað fjölda greina um fugla og fuglaskoðun í bækur, blöð og tímrit og bókina Lundann. Hann hefur haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og myndasýninga og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er formaður Fuglaverndar. Sérfræðingur um fuglalíf HÖFUNDURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.