Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. fyrst og fremst ódýr ódýrtalla daga Fjöldi fólks var á Siglufirði um helgina í blíð- skaparveðri. Í sumar hafa margir farið dagsferð til bæjarins í gegnum Héðinsfjarðargöng, og að sjálfsögðu hefur ekki dregið úr því síðustu daga eftir að veðrið batnaði til muna. Á laugardaginn var til dæmis margt um manninn í miðbæ þessa forna síldarhöfuðstaðar, nóg að gera á veitinga- húsum og margir nutu einnig árlegrar þjóð- lagahátíðar sem stóð í fimm daga og lauk í gær. Námskeið stóð yfir á strandblakvellinum við Rauðku en heimamenn segja hann afar vinsæl- an, þegar gott er veður. skapti@mbl.is Fjöldi fólks í veðurblíðu á Siglufirði um helgina Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sól, sandur og seiðandi tónlist Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram kemur í kanadíska dagblaðinu Gazette í maí að stjórnendur fyrir- tækisins Pace Associates, sem eign- arhaldsfélag Pálma Haraldssonar, Fons, lánaði þrjá milljarða króna, hafi tekið þátt í peningaþvætti fyrir Arnoldo Aleman. Hann var forseti Nikaragua 1997 til 2002 er Daniel Ortega tók við. Vísa skaðabótaábyrgð á bug Eitt fyrirtækjanna sem nýtt hefur sér þjónustu Pace segir ráðamenn þess, Francis Perez og Leticia Montoya, vera í forsvari fyrir yfir tvö þúsund fyrirtæki í Panama þar sem Pace er skráð. Lán Fons til Pace var afskrifað í bókhaldinu sama dag og skrifað var undir samninginn. Greiða átti lánið til baka í apríl 2010 en eng- ar greiðslur hafa borist. Skiptastjóri félagsins, Óskar Sig- urðsson, íhugar að sögn Ríkisút- varpsins að höfða skaðabótamál gegn stjórnarmönnum Fons vegna millifærslunnar, en stjórnarmenn Fons vísi skaðabótaábyrgð á bug. Ekki náðist í Pálma Haraldsson, fyrrverandi meirihlutaeiganda í Fons, vegna fréttarinnar. Þau Perez og Montoya virðast hafa verið í forsvari fyrir fleiri félög en Pace. Alison MacGregor, blaða- maður hjá Gazette, hefur síðustu vikur rannsakað eignarhald fyrir- tækja kanadískrar fjölskyldu í Pa- nama. Fjölskyldan á tugi félaga, þar á meðal 33 í Panama og munu þau vera illa stödd. Í forsvari fyrir lang- stærstan hluta þeirra eru áðurnefnd Francis Perez og Leticia Montoya. Blaðamaðurinn fullyrðir að félag þeirra Perez og Montoya hafi ásamt öðrum verið notað til að þvo peninga fyrir Aleman. Daniel Ortega, sem tók við af honum, gerði samning við Aleman, skömmu fyrir valdatöku hins fyrrnefnda, um að deila feitustu embættum landsins milli flokka þeirra. Aleman var árið 2003 dæmd- ur í 20 ára fangelsi fyrir margvísleg og afar skrautleg fjársvik upp á milljarða dollara en hæstiréttur landsins ógilti dóminn árið 2009, flestum til furðu. Í forsvari fyrir 2000 fyrirtæki Fjölskyldan sem MacGregor rannsakaði hefur stofnað bloggsíðu þar sem hún ber af sér ásakanir. Fjölskyldan segist vinna í því að end- urheimta peninga þeirra sem hafi lagt fram fé í fyrirtækin. Perez og Montoya séu í forsvari fyrir um tvö þúsund önnur fyrirtæki og lögfræði- stofa hafi vísað á þau. Lög í Panama setja sem skilyrði að minnst tveir innlendir menn komi að stofnun fyr- irtækja í landinu. Fons sagt koma að peningaþvætti  Kanadískt blað segir fyrirtækið tengjast fjársvikum fyrrverandi forseta Níkaragva  Lán Fons var afskrifað samdægurs og skiptastjóri íhugar skaðabótamál gegn stjórnendunum Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það er fyrirtækið Fótspor ehf., sem Ámundi Ámundason á að hluta og rekur, sem mun gefa út vikublaðið Akureyri, en það hefur göngu sína í næsta mánuði. Blaðinu verður dreift ókeypis í öll hús bæjarins. Ámundi gefur út blöðin Reykjavík og Hafn- arfjörð og segir Kópavog hefja göngu sína í september. Kveðst ein- mitt vera að leita að ritstjóra. „Reykjavík hefur komið út viku- lega í eitt og hálft ár í 45 þúsund ein- tökum og gengur mjög vel,“ sagði Ámundi við Morgunblaðið í gær. Hafnarfjörður kemur út á tveggja vikna fresti. Stefna á að dreifa víðar Björn Þorláksson blaðamaður verður ritstjóri Akureyrar. Fyrir nokkrum mánuðum lýsti hann opin- berlega yfir áhuga á að nýtt blað kæmi út í bænum og Ámundi heyrði af því. „Ég hafði áhuga á þessum náunga fyrir norðan og athugaði hver hugur fólks og fyrirtækja á Ak- ureyri væri gagnvart honum. Eftir það skellti ég mér í samband við hann og við byrjum 11. ágúst. Blaðið verður 16 síður í hverri einustu viku, prentað á hefðbundinn dagblaða- pappír.“ Ámundi segir að fyrsta blaðið sé þegar orðið fullt af auglýsingum. „Máltækið fall er fararheill á að minnsta kosti ekki við í okkar til- felli,“ sagði hann í gær. Blaðið verður skrifað og brotið um fyrir norðan en prentað syðra enda engin vél til þess á Akureyri. Í blaðinu verður fjallað um sam- félagið á Akureyri að sögn Ámunda, en ef vel gangi fjárhagslega komi vel til greina að fjalla um stærra svæði og dreifa blaðinu víðar. Fall er ekki fararheill í tilfelli Akureyrarblaðsins  Ámundi Ámundason gefur út vikublaðið Akureyri Sjósundkapp- inn Árni Þór Árnason þurfti að hætta sundi yfir Erm- arsundið í gær eftir að hafa synt 36,5 km. Um tvöleytið í gær höfðu axl- armeiðsli og þungir straum- ar gert Árna ókleift að halda áfram, eftir 10 stunda sund. Bein lína yfir sundið er 32 km, en meðalsundmað- ur þarf að synda 40-45 km vegna strauma og veðurskilyrða. Að öðru leyti var sundmaðurinn í góðu ásig- komulagi þegar hann hætti sundi. Sundkappinn upp úr Ermarsundi eftir 36,5 km sund Ermasundskapp- inn Árni Þór Árnason „Það er fráleitt að blaðamenn séu dæmdir fyrir að hafa rétt eftir viðmælendum sínum,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Ís- lands, um nýfall- inn dóm í meið- yrðamáli á hendur Jóni Bjarka Magnússyni, blaðamanni DV. Hann var dæmdur eftir eldri fjölmiðla- lögum, í stað nýrri laga. „Fráleitur“ dómur eftir eldri lögum Jón Bjarki Magnússon Kanadíska fjölskyldan sem MacGregor segir frá er kennd við Jeff Jarman og rekur hún Voyager Foundation, sjóð í Kosta Ríka. 69 dótturfyrirtæki eru skráð á vegum hans. Þegar fréttamaður spurði tengdason Jarmans hvernig hann færi að því að reka svona mörg fyrir- tæki mun hann hafa svarað: „Þér kemur þetta ekkert við.“ „Kemur þér ekkert við“ REKA 69 FYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.